Hittingur á Skógarhólum
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Laugardagur, júní 01 2013 11:19
- Skrifað af Super User
Kæri æskulýður Harðar.
Æskulýðsnefnd LH hefur beðið okkur að kynna fyrir ykkur fyrirhugaðan hitting 22. júní í sumar á Skógarhólum. Þeir sem hefðu áhuga á slíkri ferð eru beðnir um að senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem fyrst (sú skráning er ekki bindandi, við erum aðeins að kanna áhuga á meðal ykkar). Hér að neðan er kynningin frá LH:
Æskulýðsmót á Skógarhólum
Æskulýðsnefnd LH fyrirhugar að halda æskulýðsmót á vegum sambandsins laugardaginn 22. júní í sumar. Mótið hefst snemma um morguninn og geta þátttakendur mætt á föstudeginum og gist í tjöldum eða í húsinu á Skógarhólum (ath. að panta pláss).
Dagskráin samanstendur af leikjum og þrautum (hópefli og gaman), fræðslu, reiðtúr, grillveislu um kvöldið og kvöldvöku. Ekki er skilyrði að mæta með hesta, enginn þarf að fara á hestbak en þau nauðsynlegt að koma með hest ef menn ætla í reiðtúrinn um þjóðgarðinn eða taka þátt í þrautabraut.
Athugið að nauðsynlegt er að forráðamenn/fararstjórar fylgi öllum hópum.
Stefnt er að því að hafa kostnað í lágmarki.
Æskulýðsnefnd Harðar