Námskeið æskulýðsnefndar Harðar 2013
- Nánar
- Flokkur: Æskulýðsnefnd
- Skrifað þann Föstudagur, desember 28 2012 22:33
- Skrifað af Super User
Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ hefur um langt árabil haldið uppi öflugu æskulýðsstarfi og verður veturinn í vetur engin undantekning. Hér að neðan má sjá þau námskeið sem eru í boði í vetur. Þegar líða fer á veturinn verður boðið uppá fleiri námskeið og framhald á öðrum, verður auglýst þegar líða fer á veturinn.
Vekjum athygli á því að hægt er að nota frístundarávísanir frá Mosfellsbæ sem greiðslu á námskeiðin.
Síðasti skráningardagur á námskeiðin er mánudagurinn 7.janúar 2013
Keppnisnámskeið 16 tímar
kennari Halldór Guðjónsson
verð 40.000 þús
- 10 ára og eldri sem eru komin með þó nokkra reynslu í keppni.
- Kennt verður á þriðjudögum frá 15 – 20, fer eftir skráningu
- 2-3 í hóp / kennari áskilur sér rétt á að breyta hópunum
- Þjálfun og uppbygging keppnishests og knapa
- Heimaverkefni frá kennara
Almennt reiðnámskeið 8 tímar /8.-10.ára
Kennari Line Norgaard
Byrjar miðvikudaginn 16.janúar kl 17 og 18:00
Verð 12.000 þúsund
- Áseta og stjórnun
- Skil á gangtegundum
- Reiðleiðir og umferðarreglur
- Ásetuæfingar
- Gaman
- Kennt í 8 skipti
Almennt reiðnámskeið 8 tímar /10.-14.ára
Kennari Súsanna Ólafsdóttir
Byrjar fimmtudaginn 17.janúar kl 17 og 18
Verð: 12.000 þúsund
Markmið:
- Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest
- Stjórnun og áseta
- Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær
- Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið
- Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming osvfrv)
- Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki
- Kennt er í 8 skipti
Seven games 6 tímar / 12.ára og eldri
Byrjar mánudaginn 21.janúar kl 19:00
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 9.000
- Að spila Parelli sjö leiki með hestinum þínum er frábær leið til að vinna sér inn virðingu hestsins.
Hestar hafa náttúrulegt hjarðeðli, og þessir sjö leikir hjálpa þér að verða leiðtogi hestsins þíns.
Sjö leikirnir eru:
1. Vina leikurinn
2. Pota leikurinn
3. Ekki snerta leikurinn
4. Fram og til baka leikurinn
5. Hringtaums leikurinn
6. Hliðargangs leikurinn
7. Troða sér leikurinn.
- Kennt í sex skipti
Knapamerki 1 og 2
Byrjar mánudaginn 14.janúar kl 17
Kennari Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Verð: 26.000
Stig 1.
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Skilji grunnþætti í atferli, eðli og hegðun hesta
- Þekkja líkamsbyggingu og heiti á líkama hestsins
- Kunna skil á helstu öryggisatriðum er lúta að hestahaldi og búnaði fyrir hest og knapa
- Þekkja gangtegundir íslenska hestsins
- Þekkja helstu reiðtygi, notkun þeirra og umhirðu
- Þekki helstu ásetur og rétt taumhald
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Að undirbúa hest rétt fyrir reið
- Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
- Geti stigið á og af baki beggja megin
- Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
- Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
- Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
- Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
- Kunni að skilja rétt við hestinn og búnað að reiðtíma loknum
Stig 2.
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Sögu íslenska hestsins
- Réttu viðhorfi til hestsins með tilliti til skaps og skynjunar hans
- Þekkja helstu ábendingar og notkun þeirra
- Vita hvernig á að ríða hestinum áfram og stoppa hann
- Þekkja reiðvöllinn og notkun hans
- Kunna skil á réttu taumhaldi og taumsambandi
- Þekkja grunnatriði sem gilda þegar unnið er við hönd
- Þekkja æfinguna "að kyssa ístöð"
- Þekkja einfaldar gangskiptingar
- Þekkja reglur sem gilda um útreiðar á víðavangi
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
- Riðið einfaldar gangskiptingar
- Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
- Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
- Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
- Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
- Geta riðið á slökum taum
- Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
- Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis
Knapamerki 3
Byrjar mánudaginn 15. janúar kl 18:00
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð: 30.000 kr
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja vel allar gangtegundir íslenska hestsins
- Kunna skil á helstu þáttum er lúta að fóðrun hesta og umhirðu
- Þekkja rólegan hest frá spenntum
- Þekkja helstu þætti í byggingu hestsins og þvi hvernig hann hreyfir sig rétt
- Þekkja helstu þjálfunarstig og hugtök þeim tengd
- Þekkja einfaldar fimiæfingar og grundvallaratriði þeirra
- Baugavinna
- Framfótarsnúningur
- Krossgangur
- Vita hvað liggur til grundvallar gangtegundaþjálfun
- Vita hvernig á að undirbúa og ríða hesti yfir slár og hindranir
Verklega á knapinn að hafa vald á eftirfarandi þáttum:
- Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
- Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
- Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
- Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
- Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
- Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
- Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
- Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Knapamerki 5
Kennsla hefst 17. Janúar kl 16:00
Kennari Súsanna Ólafsdóttir
Verð: 50.000 þús
Á þessu stigi á nemandinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Þekkja grunn í sögu reiðmennsku og þróun fram á daginn í dag
- Kunna skil á helstu þáttum þjálfunarlífeðlisfræði og þjálfunar hesta
- Skilja hvað liggur til grundvallar æfingunum opnum sniðgangi og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Þekkja mjög vel gangtegundir íslenska hestsins og hvað liggur til grundvallar þjálfunar þeirra
- Þekkja og skilja virkni íslenskra stangaméla
- Þekkja helstu stofnanir og félagskerfi íslenskrar hestamennsku
Verklega á knapinn að hafa þekkingu á eftirfarandi þáttum:
- Hafa mjög gott vald á öllum ásetum og kunna að beita þeim rétt við þjálfun hestsins
- Geta notað sér reiðvöllinn og fjölbreyttar reiðleiðir markvisst við þjálfun hestsins
- Hafa vald á gangtegundaþjálfun og geta riðið allar gangtegundir nema skeið
- Hafa gott vald á hraðastjórnun og gangskiptingum
- Geta látið hestinn stækka og minnka rammann, á feti og brokki
- Hafa vald á æfingunum opnum sniðgangi (á feti) og að láta hestinn ganga aftur á bak
- Geta framkvæmt réttar gangskiptingar í jafnvægi
- Knapi og hestur í andlegu og líkamlegu jafnvægi
Skráning og upplýsingar um námskeiðin er hjá Oddrúnu Ýr yfirkennara æskulýðsnefndar Harðar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.