- Nánar
-
Flokkur: Æskulýðsnefnd
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 23 2003 08:42
-
Skrifað af Æskulýðsnefnd
Vakin er athygli á fyrirhugaðri hópferð Harðarfélaga á Skógarhóla. Nánari upplýsingar gefur Kolbrún í æskulýðsnefnd og Svanur í ferðanefnd.
Ákveðið hefur verið að halda æskulýðsmót 12 13 júlí á Skógarhólum. Mót þetta er haldið í annað sinn og er það hugsað sem tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma saman og eyða helginni við leiki, grín og gaman í fallegu umhverfi Skógarhóla.
Fólk getur komið með hesta með sér, hvort sem er á kerru eða ríðandi, eða bara komið hestlaust. Beitarhólf eru til staðar fyrir hestana og næg tjaldstæði fyrir fólkið.
Hugmyndin er að hvert félag myndi einskonar tjaldbúðir og merki þær sínu félagi. Áætlað er að fólk komi á svæðið á föstudagskvöldi, ríðandi eða akandi, tjaldi og síðan sé frjáls dagskrá um kvöldið, t.d. söngur og spjall og kannski boðið upp á heitt kakó fyrir svefninn.
Á laugardeginum verður hin eiginlega dagskrá og er hún enn í hönnun, en hugmyndir hafa komið upp um útreiðartúr farinn um gamlar reiðleiðir þjóðgarðsins, ýmiskonar leiki ( án hesta), og keppni af ýmsum toga, öðrum en á hestum, t.d. reiptog, naglaboðhlaup og fleira.
Einhver fræðsla verður í boði, en þá í léttum dúr. Sameiginlegt grill verður um kvöldið og kvöldvaka þar sem hvert félag getur komið með sitt atriði.
Eins og fyrr getur er dagskráin enn í mótun og verður henni haldið opinni, eftir því hve þáttaka verður mikil.
Skipuð hefur verið framkvæmdarnefnd mótsins og í henni eru: Garðar Hreinsson, staðarhaldari Skógarhóla, Helga B. Helgadóttir Fáki, Sigurrós H Jóhannsdóttir Æskulýðsnefnd LH, Auður M Möller Fáki, Elma Cates Æskulýðsnefnd LH, Þorvarður Helgason Æskulýðsnefnd LH, Sigríður Birgisdóttir Æskulýðsnefnd LH.
Það er von okkar að þetta æskulýðsmót takist eins vel og árið 2001 og hvetjum við þá sem tilbúnir eru að starfa í nefndinni að hafa samband og eru alla hugmyndir vel þegnar. Við viljum hvetja ykkur til að auglýsa þetta vel innan ykkar félags. En jafnframt óska ég eftir að þið fjölfaldið og dreifið auglýsingum og komið þessum upplýsingum á heimasíðu félaga sem hafa hana og í fréttabréf félagsins. Við hvetjum barna og unglinganefnd félagsins til að ræða sín á milli hvort ekki væri upplagt að fara ríðandi á Skógarhóla frá einhverjum stað í hæfilegri fjarlægð, t.d. Mosfellsdalur-Skógarhólar, Laugardalur Skógarhólar, Kringlumýri Skógarhólar.
Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá framkvæmdarnefndinni
Selfossi 10 apríl 2003
Með kærri kveðju,
F.h. Æskulýðsnefndar LH