Námskeið æskulýðsnefndar seinni hluti

Námskeið æskulýðsnefndar – seinni hluti/framhald. Hefjast miðjan mars

 

Almennt reiðnámskeið 11-14 ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Nemendur læri undirstöðuatriði reiðlistar og öryggi til að sitja hest - Stjórnun og áseta - Nemandi þekki gangtegundir og læri að ríða þær - Nemandi þekki gangtegundir hjá öðrum í reið - Umgengni við hestinn (fætur teknar upp, teyming o.s.frv.) - Nemandi kunni að leika sér við hestinn, hvað má og hvað má ekki

Kennari Malin Jansson. Kennt einu sinni í viku á fimmtudögum

Verð: 8.000 kr

Almennt reiðnámskeið 8.-10.ára

Sjálfstætt framhald af því námskeiði sem er að ljúka.

- Áseta og stjórnun - Ásetuæfingar - Skil á gangtegundum - Reiðleiðir og umferðarreglur - Gaman Sjá nánar á heimasíðu Harðar

Kennari Line Norgaard. Kennt einu sinni í viku á miðvikudögum.

Verð: 8.000 kr

Frítt pollanámskeið – teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Foreldrar teyma undir börnunum.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 16:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Frítt pollanámskeið – ekki teymdir

Fjölbreytt og skemmtilegt námskeið fyrir krakka. Börnin ríða sjálf, en foreldrar þurfa að vera á staðnum til aðstoðar. Ætlað fyrir 7 ára og yngri.

Kennari Súsanna Sand Ólafsdóttir. Kennt einu sinni í viku á sunnudögum kl. 17:00. Hefst sunnudaginn 16. mars og er í 5 skipti.

Skráning: senda póst á Heidi Andersen This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í síma 822-4996

Fjörnámskeið/TREK námskeið

Skráning auglýst á næstu dögum, en námskeiðin hefjast upp úr miðjum mars.

Skráningar á almennu reiðnámskeiðin skulu eiga sér stað í gegnum Sportfeng (velja skráningarkerfi):
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Velja námskeið - Velja hestamannafélag (Hörður) – Skrá kennitölu þátttakanda – (Ef kennitala ekki í félagaskrá, þarf að fara inná www.hordur.isog sækja um aðild) – Velja atburð (og hóp ef fleiri en einn hópur) – Setja í körfu

Ganga frá greiðslu (ef nota skal frístundaávísun, skal fara inná Íbúagátt síns sveitarfélags og ráðstafa til Hestamannafélagsins Harðar) – Fylla inn upplýsingar um greiðanda (ef frístundaávísun, skal setja í athugasemdir, reikningsnúmer sem má millifæra á) – Velja greiðslufyrirkomulag: Greiðslukort eða millifærsla. Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist.  Ef frístundaávísun er send til félagsins, mun félagið endurgreiða viðkomandi þegar greiðsla berst frá sveitarfélaginu.

Aðstoð við skráning á námskeiðin er hjá Heidi  í síma 822-4996 og netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Nánari upplýsingar um námskeiðin hjá viðkomandi kennara.