Fundargerð reiðveganefndar 22.04.08

Fundargerð reiðveganefndar frá 22.4.2008 er nú komin inn á netið. 

Fundargerð

Verkefni ársins 2008

1 (2)

 

 

 

Dags. fundar

Tími

Staður

Nr. fundar

22.04.08

   20.00

  Blíðubakki 8 Mosfellsbæ

2

Fundarboðandi

 Fundarritari

Dags.

Formaður reiðveganefndar Harðar Sæmundur

Jóhannes V. Oddsson

22.04.08

Fundarmenn

Sæmundur Eiriksson ,Bjarni Sv. Guðmundsson, Helgi Ólafsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður Þórólfsdóttir, Jóhannes Oddsson og Hreinn Ólafsson.

Afrit

  Öllum með netfang

 

1 Reiðvegakort.

Sæmundur sýnir nefndarmönnum nýjustu útgáfu af reiðleiðarkorti í umdæmi Harðar sem hann er að vinna að. Mismunandi litir á leiðunum gefa til kynna hvort reiðleiðirnar eru komnar eða eru tilvonandi reiðgötur.

 

2 Mosfellsdalur.

Sæmundur er búinn  að teikna inn framtíðar ósk um reiðleið með Suðurá í Mosfellsdal. Mjög brýnt er að fara að huga að reiðleið þar sem vegurinn sem nú er riðinn er oft harður og verður efalaust malbikaður fljótlega. Hreini er falið að kynna þetta í Mosfellsdal og fá Dalsamtökin með í málið.

 

3.Skarhólabraut undirgöng.

Engar fréttir eru að undirgöngunum en endanleg neitun leggur þó ekki fyrir enn. Allir jákvæðu aðilarnir þ.e. Vegagerðin og Mosfellsbær draga lappirnar eins og þau geta. Útbúa á útboðsgögn á reiðleiðinni frá Ísfugli að Hafravatni á þessu ári en enn hefur þó ekkerst fréttst af gangi mála.

 

4.Reykjahvoll.

Sýndar eru nýjustu útgáfur af breyttu skipulagi þar sem reiðgatan hefur verið felld út. Guðmundur skýrir hverjir eru eigendur á svæðinu í Húsadal þar sem framtíðarreiðleið á að liggja. Enginn þeirra tengjast þeim aðilum sem þrýst á um breytingar á skipulaginu. Guðmundur og Helgi telja marga vankanta á fyrirhuguðu vegstæði.

Nefndin ályktar : Reiðveganefnd Harðar óskar eftir útskýringum bæjaryfirvalda  á niðurfellingu  reiðleiðar sem er á gildandi aðalskipulagi. Niðurfelling reiðleiðar sem er á gildandi aðalskipulagi getur með engu móti flokkast undir  minni háttar breyting eins og kemur fram í gögnum.

 

5. Skammidalur.

Fyrirhuguð reiðleið er í uppnámi að hluta á móts við Reykjalund. Finnur skipulagsfulltrúi sendi tillögu til Reykjalundar þar sem reiðvegur og gönguleið krossuðust. Þessi tillaga fékk neikvæðar undirtektir hjá Reykjalundi og var þar með ekkert gert frekar í málinu. Ákveðið er að Sæmundur og Jóhannes tali við Jóhönnu um aðrar leiðir til lausnar þessu máli.

 

6. Leirvogstunga.

Bjarni skýrir frá stöðu mála varðandi tengibrautina og verður brú yfir Köldukvísl þannig að hægt verður að ríða undir hana við brúarstöpulinn.Tvær brýr verða á þessum vegi og engar hindranir ættu því að vera á þess kafla . Reiðleiðir halda sér nánast því sem þær eru í dag. Reiðleiðin við Leirvogsá færist aðeins frá Leirvogsánni ,þó sérstaklega á veiðitímanum. Jóhannes óskar eftir að veiðimenn geti ekki ekið að reiðbrúnni og ætlar Bjarni að sjá til þess og setja upp hindranir fyrir bíla.

 

7. Víðioddi.

Fundarmenn eru sammála að lagfæra verður vaðið við Víðiodda eða brúa . Áin er stórgrýtt og hál á þessum stað og hafa margir hestar hnotið í ánni. Einhver verður að tala við Þórarinn tannlækni um færslu reiðleiðarinnar en enginn sjálfboðarliði býður sig fram.

 

Fundi lýkur kl 21. 30.