Frumtamningarnámskeið Robba Pet
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, september 16 2013 10:02
- Skrifað af Ragna Rós
Hestamannafélagið Hörður og Róbert Petersen reiðkennari verða með frumtamninganámskeið sem hefst mánudaginn 4. nóvember nk. Hver þátttakandi kemur með sitt tryppi og farið verður í gegnum helstu þætti frumtamningar s.s: Atferli hestsins, leiðtogahlutverk, fortamningu á tryppi, undirbúning fyrir frumtamningu og frumtamningu.
Námskeiðið spannar fjórar vikur og verður á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum.
Verð 35.000.- Kennt verður fyrstu tímana á fóðurgangi í hesthúsinu hjá Katrínu Sif, síðan í reiðhöll Harðar. Fjórir verða í hverjum hópi en hámarksfjöldi eru 12 manns. Bóklegir tímar verða sameiginlegir. Nemendur fylgjast með hvor öðrum og læra þannig á mismunandi hestgerðir og mismunandi aðferðir við for og frumtamningu. Námskeiðið endar á reiðtúr.
Harðarfélagar ganga fyrir en námskeiðið er öllum opið.
Skráning er hafin hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið þarf að greiða að fullu eigi síðar en viku fyrir fyrsta kennslutímann, sendið kvittunina fyrir greiðsluni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu lýkur 20. September.
Félagið áskilur sér rétt til að fella niður námskeiðið fáist ekki næg skráning.
Fræðslunefnd Harðar.