Eingöngu skuldlausir á beit
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, júní 13 2013 12:31
- Skrifað af Ragna Rós
Enn eiga nokkrir þeirra sem hlotið hafa beitarhólf hjá félaginu eftir að greiða beitargjaldið. Skal því á það minnt að engum er heimilt að setja hross í hólfin nema að hafa gengið frá sínum málum. Sama gildir um aðrar skuldir við félagið s.s. félags-, námskeiðs- eða keppnisgjöld.
Þá skal minnt á að allir þeir sem eru með rafgirðingar skulu merkja með greinlegum hætti að rafmagn sé á girðingunni.
Beitarnefnd.