Fjölskyldudagur fræðslunefnd fatlaðra 4. júní
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, júní 03 2013 10:59
- Skrifað af Ragna Rós
Þann 4.júní frá kl. 17:30 - 20:00 næstkomandi ætlum við að bjóða öllum nemendum vetrarins, vinum og vandamönnum að koma og gleðjast með okkur í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. Nemendum vetrarins gefst kostur á að vera með í sýningu þar sem þeir sýna vinum og vandamönnum það sem þeir hafa áorkað í vetur sem er nú ekki lítið.
Skipulagið verður þannig að þeir nemendur sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni hafið samband og skráið ykkur, hver nemandi fær svo nokkrar mínútur inn á vellinum (3-4) inn á í einu. Engin þörf er á æfingum heldur er þetta meira bara að hafa gaman saman! :)
Ekki bara er þetta gaman fyrir nemendur að sýna vinum og vandamönnum hvað þeir eru búnir að vera að gera í vetur heldur líka fyrir fjölskylduna og vini. Ég hvet eindregið alla til að vera með eða bara mæta og hafa gaman :)
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og með því!
Gestum verður einnig boðið upp á að panta/kaupa boli/peysur merktar Hestamannafélaginu á 2.500 kr./ 4.500 kr. til styrktar nefndinni (góðir háskólabolir m. síðum ermum)
Ég vil endilega líka minna ykkur á facebook síðuna okkar : https://www.facebook.com/reidnamskeid?ref=tn_tnmn
Hlakka til að sjá sem flesta og fagna frábærum liðnum vetri með okkur :D
Kveðja fræðslunefnd fatlaðra