Námskeið fullorðinna hefjast aftur

Nú eru reiðnámskeið fyrir fullorðna að fara af stað aftur.

Almennt reiðnámskeið.

Kennt á sunnudögum og hefst 19. apríl, lýkur 7. júní. Kennari er Súsanna Ólafsdóttir. Námskeið sem miðar að því að gera hestinn betri, að bæta ásetu og stjórnun, grunn fimiæfingar. Verð er 12.000 krónur 8 skipti fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 18.000 fyrir aðra. Skráning hjá Helenu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og í síma 699 2797 til og með 16. apríl. Þeir sem eru á biðlista nú þegar eru beðnir um að staðfesta þátttöku.

Skeiðnámskeið.

Kennt á virkum dögum og byrjar í maí, kennt úti á velli. Kennari er Reynir Örn Pálmason. Skiptist í einn bóklegan tíma og fjóra verklega. Ætlað þeim sem hafa áhuga á að ríða skeið og byggja hestinn sinn rétt upp til þess. Verð 7000 fyrir skuldlausa Harðarfélaga, 10.000 fyrir aðra. Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og í síma 824 7059. Haft verður samband við þá sem þegar voru skráðir.