Helgarnámskeið

Kennarar:Dr. Susanne Braun; Fagdýralæknir fyrir hesta – sérgrein hnykkingar, B-þjálfari frá Þýskalandi. Petra Mazetti; Tamningamaður frá Hólaskóla og tamningapróf frá Þýskalandi, Centered Riding Reiðkennari, Skynhreyfiþjálfari (sjúkranudd og æfingar fyrir fólk).

Verð er 14.000, 3000 króna staðfestingargjald greiðist við skráningu.
Skráning hjá Margréti í síma 824 7059 og á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
•Nýtist vel í alhliða þjálfun þegar verið er að byggja upp hest og jafna misstyrk.
•Hjálpar manni að finna ástæðuna fyrir ákveðnu þjálfunarvandamáli og auka næmni fyrir velliðan hestsins.
•Byggir upp traust og virðingu milli manns og hests.
•Eins er tilvalið að grípa í þessar æfingar á köldum og dimmum tíma ársins þegar aðstæður leyfa ekki alltaf útreiðar!

Bóklegt:
Uppbygging stoðkerfis
Sýnikennsla sköpulag – “Hvað þýðir þetta fyrir þjálfunina?”
Nudd og hnykkingar
Samskipti manns og hests, æfingar fyrir eigandann.

Verklegt:
Nudd og hnykkingar.
Fimiæfingar í hendi og í hringgerði.
Velja rétt reiðtygi.

Taka með:
Hestur
Stallmúll og taumur
Piskur
Beisli
Hnakkur