SÝNIKENNSLA OG SKEMMTUN Í MOSÓ

Miðvikudaginn 22. maí kl. 20.00 býður Hestamannafélagið Hörður ásamt Súsönnu Ólafsdóttur, Söru Sigurbjörnsdóttur, Trausta Þór, Ragnheiði Þorvaldsdóttur o. fl. upp á stórskemmtilega hestasýningu fyrir alla sem áhuga hafa á íslenska hestinum.

Hestar og knapar sýna listir sínar í leik og gleði þar sem vinátta og virðing er í hávegum höfð.

Þessi sýning er tileinkuð Einari Öder, Svönu og fjölskyldu og við hvetjum alla hestamenn að standa saman, senda þeim hlýja strauma og jákvæða orku í batabaráttunni.

Hestaáhugafólk látið þessa sýningu ekki framhjá ykkur fara.

Súsanna Ólafsdóttir og Fræðslunefnd Harðar