Reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar

Kæru Harðarfélagar

Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur. Í hverjum hópi verða minnst 4 nemendur, en mest 5. Ef færri en 4 skrá sig fellur námskeiðið niður. Hver kennslustund er 50 mínútur. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar. Það hefur gefist vel.

Upplýsingar gefur Helena, 699-2797 eftir kl: 14 á daginn, eða Lilja, 899-8816 Skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Greiðsluseðlar verða sendir út fyrir námskeiðsgjöldum.

 

ATH. ,, Forfallist skráður nemandi á námskeiðið þarf tilkynning að berast 2 daga fyrir fyrsta reiðtímann að öðrum kosti telst nemandi skráður og skuldbundinn til að greiða fyrir námskeiðið"

Námskeiðin eru ætluð öllum eldri en 16 ára. Verð hvers námskeiðs er verð til Harðarfélaga. Utanfélagsmenn eru velkomnir en greiða 3000 krónur aukalega.

 

Aftur á bak

Rólegt uppbyggjandi námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku, eða hefur aldrei farið á námskeið. Einnig þá sem hafa jafnvel orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir vilja.Kennari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Verð 12000 – 8 skipti. Kennt á miðvikudagskvöldum kl. 19.Hefst 23. janúarSkráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Berglindi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20.jan. 

Almennt reiðnámskeið

Námskeið fyrir alla sem vilja bæta reiðmennsku sína og hest. Farið í grunn fimiæfingar og uppbyggingu gangtegunda. Fjölbreytt námskeið sem mótast af þörfum nemendanna. Kennt einu sinni í viku 6 skipti með möguleika á 6 skipta framhaldi.Kennari: Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Verð 9000 – 6 skipti.Kennt á miðvikudagskvöldum kl. 20 eða 21. Hefst 23. janúar.Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá Berglindi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir18. jan. 

Töltþjálfun
Námskeið fyrir hinn almenna reiðmann sem vill leggja áherslu á að viðhalda tölti hjá reiðhestinum sínum eða á í einhverjum erfiðleikum með að fá hestinn sinn til að tölta. Á þessu námskeiði verður farið ítarlega í gangtegundina tölt og hvaða æfingar henta hestum sem eru klárgengir eða bundnir. Námskeið sem mótast af þörfum nemendanna.
Kennari Line Norgaard. Verð 9000 – 6 skipti.
Kennt á sunnudögum kl. 15 eða 16. Hefst 20. janúar Skráning með nafni, kennitölu og símanúmeri hjá
Valgerði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18.jan. 

Rúna Einarsdóttir
Námskeiðið með reiðsnillingnum Rúnu er byggt upp á 6 einkatímum. Það er sérsniðið að þörfum hvers og eins og hentar hestum og knöpum á öllum stigum reiðmennskunnar.
Í boði eru einkatímar í 60 mínútur (48.000.-). Einkatímar í 30 mínútur (24.000.-) eða tveir nemendur saman í tíma í 60 mínútur (24.000.-á mann).
Kennt er á fimmtudögum kl. 19.00, 20.00.
Fyrsti tíminn er fimmtudaginn 31. janúar.  Skráning er hjá Lilju. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 29.jan.  

Keppnisnámskeið fyrir konur

Námskeið sérstaklega fyrir konur. Markmiðið er að taka þátt í kvennatölti (Lífstölti) Harðar sem verður haldið 9.mars.Kennari: Súsanna Ólafsdóttir. Verð 10.500 - 7 skipti. Kennt á mánudagskvöldum kl. 19 eða 20Hefst 21. janúar.Skráning með nafni, kennitölu og síma hjá Maríönnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 18.jan. 

Unghross 1

Námskeið þar sem farið er í að kenna unghrossum grunnatriði í reið. Námskeiðið á að stuðla að því að bæta samband knapa og hests og að unghrossin öðlist meira sjálfstæði í reið. Skilyrði er að unghrossin séu reiðfær.Kennari: Line Norgaard. Verð 9000. 6 skipti Kennt á þriðjudagskvöldum kl. 20Hefst 22. janúar.Skráning með nafni, kennitölu og síma hjá Valgerði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Fyrir 18. jan. 

Unghross 2

Þetta námskeið er ætlað fyrir unghross sem eru orðin vel reiðfær. Á þessu námskeiði verður lagt áherslu á gangtegundir og það verður farið betur í æfingar sem bæta jafnvægi og styrk.Kennari: Line Norgaard. Verð 9000. 6 skipti Kennt á þriðjudagskvöldum kl. 21.Hefst 22. janúar.Skráning með nafni, kennitölu og síma hjá Valgerði This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Fyrir 18. jan. 

Pat parelli 7 Games

Hestamennska er ekki bara það að hoppa á bak og fara í reiðtúr. Samband milli manns og hests getur verið einstakt. Það er í okkar verkahring og styrkja þessi bönd. Þessir leikir eftir Pat Parrelli eru úthugsaðir eftir áralanga reynslu. Styðst er við þá út um allan heim. Þeir eru einfaldir en mjög skemmtilegir. Þeir eru grunnurinn að ólýsanlegum sýningaratriðum sem maður hefur séð út í heimi og varla að nokkur maður skilji hvernig þau eru framkvæmd. Hvet alla til að fara á You tube og skoða 7 games með Pat parelli. Og skoða síðan Honza Blaha og sjá hvernig hægt er að þróa leikina í sýningaratriði. Að spila 7 games með hestinum þínum er frábær leið til að vinna sér inn virðingu hestsins. Hestar hafa náttúrulegt hjarðeðli og þessir sjö leikir hjálpa þér að verða leiðtogi hestsins þíns. Unnið er með hestana í hendi, best er að hafa snúrumúl og langan mjúkan taum.Ef næg þátttaka fæst þá væri hægt tvö byrjenda- og eitt framhaldsnámskeið.Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir. Verð 9000 – 6 skipti. Kennt á sunnudögum kl. 12, 13 eða 14.Hefst 20.janúar.Skráning hjá Guðrúnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. jan.