Helgarnámskeið með Magnúsi Lárussyni

Helgina 16. - 17. apríl býður fræðslunefnd Harðar upp á reiðnámskeið með reiðkennaranum Magnúsi Lárussyni. Kennt verður frá 9.00-17.00 báða dagana og samanstendur námskeiðið af fyrirlestrum og reiðtímum. Kennt verður í reiðhöll Harðar og í Harðarbóli. Skipt verður í 3 hópa með 4 nemendum í hverjum hópi. Verð fer eftir þátttöku og verður á bilinu 11.500.- til 15.000.- Námskeiðið er ætlað Harðarfélögum og nýjum félögum er tekið fagnandi!

Kennslan er einstaklingsmiðuð. Skráning með fullu nafni og síma er hjá Lilju, lilja@kraftaverk.is eða í síma 899-8816. Við skráningu fá nemendur reikningsnúmer til að leggja inn á greiðslu. Ath. Greiðsla er staðfesting á plássi á námskeiðinu og þarf að hafa borist eigi síðar en 7. apríl. Eftir það verður fólki á biðlista boðið plássið.

 Magnús er fyrrum verkefnastjóri í Hrossarækt á Bændaskólanum á Hólum . Hann lauk meistaranámi í Bandaríkjunum í yfirgripsmiklu námi á hestasviðinu sem spannaði m.a. eðli, skynjun, nám, líkamsjálfun og líkamsbeitingu hesta. Hann hefur kennt reiðmennsku, tamningar og hrossarækt víðsvegar í Norður Ameríku og Evrópu. Hann er fyrrum lektor í hrossafræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og er faglegur ábyrgðarmaður nýstofnaðrar hestabrautar við Fjölbrautarskóla Suðurlands. Hann er jafnframt kennari við skólann ásamt því að vera sjálfur hrossabóndi sem sinnir tamningum, þjálfun hrossa, ræktun og kennslu.