Kvennatölt!

Kvennatölt Harðar.

 1. apríl næstkomandi (Skírdag) verður opið töltmót fyrir konur í Reiðhöllinni hjá Herði. Mótið hefst klukkan 14.00 og keppt verður í 4 flokkum, byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og opnum flokki. Byrjendaflokkur ríður hægt tölt og fegurðartölt, aðrir flokkar ríða hægt tölt, hraðabreytingar og yfirferðartölt. Skráningargjald er 2000 krónur og skráning fer fram mánudaginn 29.mars klukkan 19-21 í Harðarbóli og í síma 5668282. Ganga verður frá greiðslu við skráningu.