Sýnikennsla í reiðhöllinni

Hinn stórsnjalli tamningameistari Sigurbjörn Bárðarson verður með sýnikennslu í reiðhöllinni okkar laugardaginn 13. febrúar klukkan 16.00. 

Sigurbjörn byrjar á sýnikennslu á sínum hesti og svo munu nokkrir eigendur sýna hesta sína í reið og lýsa helstu vandamálum sem þeir kljást við. 

Farið verður yfir hvernig hesturinn verður bættur og Sigurbjörn leiðir áhorfendur í gegnum þær aðferðir sem hann notar til að leiðrétta og bæta. Hann hefur aldrei séð umrædda hesta né þekkir til þeirra á nokkurn hátt.  

Takið daginn frá, þetta er spennandi sýnikennsla sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

 

Aðgangseyrir er 1000 krónur fyrir Harðarfélaga og 1500 krónur fyrir aðra, frítt fyrir 12 ára og yngri.  Börn, unglingar og ungmenni í Herði fá frían aðgang.