Laust á námskeið fullorðinna
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd
- Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 03 2010 21:15
- Skrifað af Super User
Það eru örfá pláss laus á námskeið ætlað byrjendum og/eða þeim sem vantar meiri kjark í sína reiðmennsku, kennari er Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Þetta er námskeið sem tekur mið af þörfum nemendanna og þróast eins og þarfir þeirra. Tilvalið fyrir þá sem hafa ekki farið á námskeið áður eða eru nýlega byrjaðir í hestamennsku og líka þá sem ná ekki alveg tökum á reiðmennskunni vegna óöryggis.
Kennt er á sunnudögum klukkan 16, 6 skipti og kostar 8000. Byrjar annaðhvort næsta sunnudag eða þarnæsta, fer eftir skráningu.
Skráning á námskeiðið er hjá Lilju, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Námskeiðið er ætlað félögum í Herði, nýjir félagar boðnir velkomnir, hægt að skrá sig hér á síðunni.
Kveðja frá fræðslunefnd Harðar.