Námskeið 2010
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 05 2010 20:34
- Skrifað af Super User
Kæru félagar.
Skráning er hafin á námskeið fyrir fullorðna í vetur. Í hverjum hóp verða 6 nemendur, ef færri en 5 skrá sig fellur námskeiðið niður. Fræðslunefnd áskilur sér rétt til breytinga og niðurfellinga á einstökum námskeiðum eftir atvikum. Það er því miður ekki hægt að festa daga og tíma fyrr en skráningu á einstök námskeið er lokið, en við hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst og láta þá fylgja athugasemdir eftir því sem við á. Leitast er við að hafa námskeiðin virka daga en eitthvað þarf líkast til að vera um helgar. Það gafst vel í fyrra.
Upplýsingar í síma gefur Margrét, 824 7059 eftir 17 á daginn, en skráning fer fram í gegnum tölvupóst og fyrirspurnum er einnig svarað þannig hjá umsjónaraðila hvers námskeiðs. Hafi greiðsla ekki borist fyrir tilskilinn tíma fellur skráning úr gildi.
Upplýsingar um Knapamerkin má finna á www.holar.is og skyldi fólk kynna sér þær.
Námskeiðin eru aðeins ætluð félagsmönnum í Herði, nýjum félögum tekið fagnandi.
Sjá námskeiðin í "lesa meira"
Knapamerki 1 og 2
Hefst í viku 3 eða 4 kennt einu sinni í viku á virkum dögum.
Kennari Líne Nörgaard
Verð 25.000
Skráning hjá Mariönnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. janúar.
Knapamerki 3
Hefst í viku 3 eða 4 kennt einu sinni í viku á virkum dögum.
Kennari Reynir Örn Pálmason
Verð 25.000
Skráning hjá Mariönnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. janúar.
Knapamerki 4
Hefst í viku 3 eða 4.
Kennari Súsanna Ólafsdóttir
Tími og verð í vinnslu, samráð milli kennara og nemenda eftir skráningu.
Skráning hjá Mariönnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. janúar.
Almenn reiðnámskeið
Námskeið fyrir alla sem vilja bæta reiðmennsku sína og hest. Farið í grunn fimiæfingar og uppbyggingu gangtegunda. Fjölbreytt námskeið sem mótast af þörfum nemendanna. 6 saman í hóp, kennt einu sinni í viku á sunnudögum, gæti þó orðið einhverjir hópar virka daga. 6 skipti með möguleika á 6 skipta framhaldi.
Kennarar Súsanna Ólafsdóttir og Ragnheiður Þorvaldsdóttir, hægt er að velja kennara eða skrá sig óháð kennara.
Verð 8000 - 6 skipti
Skráning hjá Helenu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.
Keppnisnámskeið fyrir konur
Námskeið sérstaklega fyrir konur sem ætla að taka þátt í árlegu kvennatölti Gusts.
Kennt einu sinni í viku (dagsetning kemur þegar Kvennatöltið í Gusti er dagsett) Hefst sennilega í viku 8 eða 9
Kennari Súsanna Ólafsdóttir
Verð 9500 - 8 skipti
Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. febrúar.
Keppnisnámskeið almennt
Ætlað þeim sem hafa hug á að taka þátt í hvers kyns mótum með lokamarkmið á Íþróttamóti Harðar. Kennt einu sinni í viku virka daga, dagsetning á upphafi miðast við hvenær íþróttamót Harðar er.
Hefst líkast til í 11.-.12. viku en fyrirlestur verður í byrjun febrúar þar sem farið er yfir þolþjálfun og um hvað keppni á hestum snýst ásamt yfirliti yfir helsta búnað.
Kennari á námskeiðinu er Halldór Guðjónsson
Verð 9500 - 8 skipti
Skráning hjá Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. febrúar.
Vandamálanámskeið
Námskeið fyrir þá sem stríða við einhver sérstök vandamál hjá hesti sínum og þurfa leiðbeiningar til að komast rétta leið út úr vandanum.
Kennt einu sinni í viku virka daga
Kennari Reynir Örn Pálmason
Verð 8000 - 6 skipti
Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.
Unghross
Hægt að koma með töluvert reiðfært unghross og halda áfram með það. Stefnt að því að kenna tvisvar í viku en það veltur á skráningu á önnur námskeið hvort það tekst. Hefst í 4. viku kennt virka daga.
Kennari Reynir Örn Pálmason
Verð 9500- 8 skipti
Skráning hjá Margréti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.
Kynbótanámskeið
Fyrirlestur (1-2) um hvernig hross skulu byggð upp og undirbúin til þjálfunar hjá kynbótaþjálfara og kynbótasýningu. Í mars/apríl verður svo komið með hross í reiðhöllina og farið yfir uppstillingar fyrir byggingadóm.
Kennari Halldór Guðjónsson
Verð fer eftir skráningu
Skráning hjá Mariönnu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.
(Almennt reiðnámskeið hentar vel þeim sem stefna með hross í kynbótadóm, til viðbótar við þetta)
Aukinn kjarkur
Námskeið fyrir þá sem eru hræddir, rólegt uppbyggjandi námskeið fyrir hrædda byrjendur og þá sem hafa orðið hvekktir en vilja komast í hnakkinn aftur eða þá sem skortir kjark og ná þess vegna ekki þeim árangri sem þeir vilja.
Hefst í 5. viku, kennt einu sinni í viku, 6 skipti með möguleika á 6 skiptum í framhald.
Kennari Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Verð 8000 - 6 skipti
Skráning hjá Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.
Byrjendanámskeið
Námskeið fyrir fólk sem er að byrja í hestamennsku, eða hefur aldrei farið á námskeið. 6 skipti með möguleika á 6 skiptum í framhald, einu sinni í viku. Byrjar í 5. viku.
Kennari Líne Nörgaard
Verð 8000 - 6 skipti
Skráning hjá Lilju This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. janúar.