Opin stöðupróf í knapamerkjum
- Nánar
- Flokkur: Fræðslunefnd
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 05 2010 18:20
- Skrifað af Super User
Bóklegt knapamerkjapróf verður haldið í félagsheimili Gusts þann 9. janúar nk. kl. 12 og er prófið öllum opið. Búið er að opna fyrir skráningu á heimasíðu Gustara www.gustarar.is undir liðnum Skráning. Prófgjaldið er 1.500 kr. og skráning er ekki gild nema að greiðsla hafi borist. Skráningfrestur er til miðnættis 6. janúar nk.
Einnig stendur til að vera með verklegt stöðupróf í knapamerkjunum í Gusti þann 14. janúar nk. og er búið að opna fyrir skráningu í það líka, verð kr. 3.000.- Nánari tímasetning auglýst þegar skráning liggur fyrir.
Til að skrá sig í annað hvort prófanna þarf að smella á liðinn Skráning á www.gustarar.is og velja viðeigandi próf. Ganga þarf frá greiðslu samhliða til að skráning sé staðfest.
ATH! Bæði prófin eru öllum opin, þ.e. félagar í öðrum hestamannafélögum geta líka skráð sig til þátttöku.