Aðalfundur 2007

Aðalfundur 8. nóvember 2007

Fundurinn haldinn í Harðarbóli

Um 35 manns mættu á fundinn.

 

  1. Formaður setur fundinn og tilnefnir Martein Magnússon sem fundastjóra og Sigurð  Teitsson sem ritara og var það samþykkt.
  2. Marteinn Magnússon tekur við fundastjórn og lýsir fundinn rétt boðaðann og dagskrá samkvæmt lögum félagsins.
  3. Formaður Marteinn Hjaldested flytur skýrslu stjórnar. Farið yfir það helsta sem gerðist á árinu, reiðahöll seinkar vegna teikninga en á að klárast í febrúar –mars. Hitaveita er klár og verktakar eiga að byrja næsta sumar.
  4. Guðný Ívarsdóttir gjaldkeri kynnti reikninga félagsins. Aðeins kynntur en ekki lagður fyrir fundinn vegna þess að endurskoðendur gerðu hlutina ekki rétt, kynntir voru bráðabirgða reikningar. Lagt til að boðað verði til annars fundar til þess að samþyggja reikninga. Framhaldsaðalafundur boðaður 7 desember, borið undir fundinn sem samþykkti það.
  5. Umræða um skýslu stjórnar. Hreinn B. talaði um að reikningar væru aldrei réttir í 9. mánaðar uppgjöri. Marteinn H, svaraði í sambandi við reikningana að skekkja uppá 200 þús. hefði verið og ákveðið var að fá endurskoðanda til þess að laga þessa gömlu skekkju sem hefur kostað mikla peninga.
  6. Árgjald lagt til að félagsgjöldin verði óbreitt. Félagsgjald, 8.500.- krónur á ári fyrir fullorðina og 3.000 krónur fyrir unglinga, frítt fyrir börn. Auk þess er boðið uppá hjónagjald sem er 11.000.- krónur fyrir hjónin og fjölskyldugjald sem er 16.000.- krónur fyrir fjölskyldu og öll börn undir 16. ára aldri fá frítt. Innfalið í árgjaldinu er frjáls aðgangur að World feng
  7. Lagabreytingar engar.
  8. Kosning Stjórnar: Guðjón Magnússon kosinn formaður, Rafn Jónsson kosinn í aðalstjórn, Þórir Örn Grétarsson verður varamaður og Ragnhildur Haraldsdóttir hættir sem varamaður. Þeir sem eru þá í stjórn eru Guðjón Magnússon, Guðmundur Björgvinsson, Guðný Ívarsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Rafn Jónsson, Sigurður Hrinik Teitsson.
  9. Skoðunarmenn félagsins voru endurkjörnir þeir Leifur Kr.Jóhannesson og Birgir Hólm.
  10. Fulltrúar á þing UMSK voru kjörnir Guðjón Magnússon, Gyða Á Helgadóttir, Haukur Níelsson og Katrín Sif Ragnasdóttir.
  11. Fulltrúar á LH þing voru kjörnir Guðjón Magnússon, Guðmundur Björgvinsson, Guðný Ívarsdóttir, Ingvar Ingvarsson, Marteinn Magnússon, Ólöf Guðmundsdóttir, Sigurður Teitsson, Þröstur Karlsson, Þórir Örn Grétarsson.
  12. Hesthúseigendafélagið kemur með þeirra reikninga á framhaldsfundinn.
  13. Önnur mál.

 

Ólafur Gunnarsson vildi vekja athygli á því að fasteignagjöld á hesthús séu að hækka rosalega. Ný lög sem Mosfellsbær ræður ekkert um. Einnig útaf reiðahöll stóraukinn rekstur áhyggjur af reikningum.

Hreinn Björnsson fannst að taka ætti þetta upp LH þinginum með fasteingagjöldin.

Guðjón Magnússon svaraði með faseignagjöldin en ríkið hefur fært hesthús í atvinnuflokk. Bæjarstjóri og Guðjón M. munu vinna í þessu máli.

 Verið að vinna í heimsíðunni.Umræða um að síðan væri döpur og spurning hvort hægt sé að setja inn félagatalið. Einnig rætt um að setja inn kort af svæðinu og hver væri hvar í hverfinu.

Guðjón M. talaði um að það að það vanti fleiri til þess að nota og skrifa á heimasíðuna. Einnig að það sé ekki vilji að setja félagskrána á síðuna útaf misnotkun hjá fyrirtækjum í sambandi við auglýsingar.

Marianne fór yfir beitamál, fékk ekki beit síðasta sumar og er ásátt við beitarnefndina. Vill að þetta verði gert opinbert og þeir sem búa í Mosó og eru félagsmenn gangi fyrir, sættir sig ekki við þetta.

Marteinn H. svaraði  í sambandi við beitarmálin. Það verður að sækja um skriflega og á réttan hátt. Þrír úr beitanefnd verða að vera viðstaddir þegar dregið er , þetta á að vera mjög gegnsætt.

Hreinn talaðu um að hann skildi ekki afhverju menn fengju ekki beit og að við værum ekki að nýta það beitaland sem við gætum verið að nota. t.d Stardal.

Marteinn H. taldi að beitastykki eigi að vera nóg en ekki geta allir fengið sömu stykkin, en allir eiga að geta fengið stykki. Hann er ánægður með störf  beitarnefndar.

Guðjón vill Hitta hrein og fara yfir þessi beitarmál.

Kristinn ræddi um stöðu reiðvega vegna mikilla framkvæmda, hvað er verið að gera.

Guðjón M. Fór yfir reiðvegamál. Reynt að hafa hjáleiðir opnar, menn eru í sambandi við Verktaka, einnig verður reynt að hafa framkvæmdir þegar menn eru ekki að ríða út.

Marianna talaði um námskeið í reiðhöllinni. Æskulýðsnefnd fékk það verkefni að fá Hindisvík leigða fyrir námskeiðin sem gekk eftir.

Lólo talaði um að hún hefði tekið inn snemma en hefði áhyggjur af drasli sem gæti verið slysagildrur. Einnig þarf að girða grunnin fyrir reiðhöllina betur af.

Guðjón fær verkataka til þess að girða betur.

Minna þarf á frammhaldsfundinn í desember.

 

Marteinn Hjaldested kvaddur og þakkað fyrir vel unnin störf og honum færð gjöf.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.