Aðalfundur 2005

Aðalfundur Hestamannafélagsinns Harðar árið 2005

Fundurinn var haldinn í Harðarbóli þann 26.10. kl. 8.00
Um 35 manns mættu á fundinn.

1. Formaður setur fundinn og biður viðstadda velkomna. Hann tilnefndi Martein Magnússon sem fundarstjóra og Guðjón Magnússon sem ritara og var það samþykkt einróma.
2. Marteinn Magnússon tekur við fundarstjórn og lýsir fundinn rétt boðaðann. Hefðbundin aðalfundarstörf. Tillaga að því að flytja dagskrá Harðar og hesthúseigendadeildarinnar saman. Samþykkt.
3. Marteinn Hjaltested flytur skýrslu stjórnar. Starfið var með hefðbundnu móti. Gott samstarf við bæjaryfirvöld og bæjarstarfsmenn, en margt áorkaðist á árinu, reiðhöll komin á deiliskipulag, götur í neðra hverfi verða lagfærðar fyrir áramót, æskulýðsstarfið fær aukin fjárframlög og peningar fengust til að bæta vellina. Mótanefnd hefur verið með fyrirmyndarstarf, Siggi Straumur gerði það gott á heimsmeistaramótinu. Framkvæmdir á Blikastaðanesi eru nú í fullum gangi, en lofað hefur verið að tekið verði tillit til hestamanna við þær framkvæmdir. Barna og unglinastarfið var með líflegasta móti, en um 20 börn tóku knapamerkjapróf. Reiðvegagerð þokast áfram, en sú breyting hefur orðið á stefnumörkun að nú leggjum við meiri áherslu á gæði en magn. Fjármögnun reiðhallar er í fullum gangi, en hitaveitumál ganga hægt fyrir sig. Bæjarfulltrúum og starfsmönnum bæjarinns var boðið í reiðtúr sem tókst mjög vel.
4. Konráð flytur skýrslu hesthúseigendadeildar Harðar sem var svört. Bæjaryfirvöld virðast lítinn skilning hafa á málefnum hesthúseigenda, stjórnsýslukærur vegna holræsagjalds sem sett var á hesthúseigendur fyrir mörgum árum síðan þó ekkert sé holræsið. Sveitafélagið svarar ekki bréfum deildarinnar og göturnar í neðra hverfi eru ekki enn komnar í lag.
5. Leifur Kr. Jóhannsson skýrir reikninga í fjarveru gjaldkera, en hann er erlendis. Bókhaldsmálin eru komin í fastar skorður og eru reikningar nú færðir af bókhaldsstofu. Tap var á árinu 2004 upp á 949.439.- Eignir eru samtals 27.001.948.- Launagreiðslur til dómara þurfa að vera í fastari skorðum og ekki á að greiða þeim nema fá undirskrifaða kvittun í staðinn, en þetta er mál sem LH þarf að taka upp á víðum grundvelli. Staðarhaldari í Harðarbóli þarf að skila inn lista yfir sölu og útgjöld til gjaldkera svo hægt sé að færa tekjuliðina á rétta lykla í bókhaldi. 9 mánaða milliuppgjör liggur frammi í ársskýrslu.
6. Birgir Hólm gjaldkeri hesthúseigendadeildar les upp reikninga deildarinnar. Slæmt ástand hefur verið á fjármálum deildarinnar, en félagsgjöld voru m.a. ekki innheimt árið 2003, Búið er að koma reikningum í gott lag núna. Ekki er búið að senda út greiðsluseðla fyrir árið í ár. Gjöldin eru 12.000.- kr. á hverja hesthúsalengju. Reikningar fyrir árið 2003 lesnir upp, en skoðunarmenn treysta sér ekki til að samþykkja þá.
7. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. Friðþjófur Þorkelsson spyr um reiðvegafé og í hvað það hafi farið. Upplýst var að megnið af reiðvegafé ársins 2004 fór í að gera flugvallahringinn. Engar athugasemdir voru gerðar við skýrslu stjórnar. Ársreikningar Harðar voru samþykktir einróma. Ársreikningar hesthúseigendadeildar Harðar fyrir árið 2003 voru samþykktir með öllum atkvæðum gegn einu. . Ársreikningar hesthúseigendadeildar Harðar fyrir árið 2004 voru samþykktir með öllum atkvæðum.
8. Marteinn Haltested fer yfir rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2005-2006, en þar kemur fram að reiknað er með talsverðum hagnaði á því ári. Rekstraráætlunin var samþykkt athugasemdalaust.
9. Árgjald fyrir næsta ár. Tillaga liggur fyrir frá stjórn um að hækka árgjald um 1.000.- krónur á komandi ári. Unglingagjald verður óbreytt. Samþykkt einróma.
10. Lagabreytingar. Stjórnin hefur lagt fram tillögu um að breyta reikningsári félagsins þannig að hver stjórn skili af sér samþykktum reikningum á aðalfundi. Í milltíðinni hefur komið í ljós að ÍSÍ hefur lagt áherslu á að öll íþróttafélögin skili ársskýrslum á sambærilegan hátt. Stjórnin dregur því tillöguna til baka.
11. Kosning stjórnar: Formaður var endurkjörinn, Marteinn Hjaltested. Kolbrún Haraldsdóttir gengur úr stjórn og þökkum við henni frábærlega vel unnin störf. Sigurður Teitsson gengur úr varastjórn og sest í aðalstjórn. Að öðru leiti gefur stjórnin kost á sér til endurkjörs. Samþykkt einróma. Í varastjórn leggur stjórnin til að Konráð Adolphsson, Þórir Örn Grétarsson og Oddrún Ýr Sigurðardóttir. Samþykkt einróma.
Í deild hesthúseigendafélagsins voru kosnir einróma þeir Birgir Hólm, Dagur Benónísson, Sölvi Sigurðsson og Konráð Adolphsson. Varamaður er Ingólfur Sigurþórsson.
12. Skoðunarmenn félagsinns voru endurkjörnir þeir Leifur Kr. Jóhannesson og Birgir Hólm.
13. Fulltrúar á þing UMSK voru kjörnir eiróma þau Marteinn Hjaltested, Guðrún Ólöf Jónsdóttir, Maríanna Eiríksson og Kolbrún Haraldsdóttir.
14. Fulltrúar á LH þing voru kjörnir einróma þau Marteinn Hjaltested, Guðjón Magnússon, Guðmundur Björgvinsson, Þröstur Karlsson, Kolbrún Haraldsdóttir, Marteinn Magnússon og Páll Viktorsson. Varamenn voru kjörnir þeir Birgir Hólm, Sigurður Teitsson og Sölvi Sigurðsson.
15. Nú var gefinn kostur á að ræða önnur mál. Friðþjófur Þorkelsson steig í pontu og las upp uppbyggilega gagnrýni sem birt verður í heild sinni í næsta félagsriti, en þar kemur m.a. fram að hann telur að upplýsingaflæði um atrburði félagsins mætti bæta, losaraleg stjórn hafi verið á nokkrum atburðum svo sem Kjötsúpureið og Leirugleði. Hann vill hrósa stjórninni og er ánægður með fréttabréfið og laugardags fræðslufundina, en kynna má betur hver er flytjandi efnis hverju sinni.
16. Gömul bílhræ á svæðinu, gerð verði gangskör í því að snyrta svæðið, kerrustæðin eru ekki ruslahaugar.
17. Guðrún Ólöf flytur kveðjur frá kvennadeild Harðar, en þar er kominn nýr formaður, Kristín Halldórsdóttir sem tók sig svo vel út á forsíðu síðasta fréttabréfs. Langbrókarmótið var haldið aftur og tókst vel. Erfiðleikar við að boða fólk á hina ýmsu viðburði og meira þarf að gera til að efla félagsandann. Hún bendir einnig á þann augljósa galla að stjórnin er kvennmannslaus.
18. Margrét Jónsdóttir spyr hver á upplýsingatöflurnar tvær á félagssvæðinu og bendir á að þær mætti nota meira. Töflurnar eru í sameign Harðar og Hesthúseigendadeildarinnar.
19. Á blaðsíðu 8 í ársskýrlunni er æskulýðsnenfd ranglega nefnd unglinganefnd.



Fleira ver ekki rætt og fundi slitið.