Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar 2023/1 - fundargerð
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 09 2023 11:45
Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli
fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 20:00
Aðalfundur haldinn í Harðarbóli. Mættir stjórnarmeðlimir voru Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður, Jón Geir Sigurbjörnsson varaformaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir ritari, Aðalheiður Halldórsdóttir meðstjórnandi, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir meðstjórnandi og Rúnar Sigurpálsson framkvæmdarstjóri. Anna Lísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi og Einar Franz meðstjórnandi boðuðu forföll vegna veikinda.
Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður setti fundinn og tilnefndi Sigurð Guðmundsson fundarstjóra og Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.
Samkvæmt 4 gr í lögum félagsins verður 1/10 atkvæðisbærra félagsmanna að sitja fundinn svo hann sé lögmætur. Boðun fundar var lögleg en liggur fyrir að mæting sé ekki nægileg fyrir löglegan fund. 428 atkvæðisbærir félagsmenn eru í félaginu svo 43 félagsmenn hefðu þurft að mæta til að fundurinn væri lögmætur. Fjöldi mættra var 28. Þegar svo er uppi ber samkvæmt lögum að boða til nýs aðalfundar í samræmi við lög félagsins. Nýr aðalfundur verður boðaður og eru þá ekki kröfur í lögunum að þessi tilskyldur fjöldi félagsmanna mæti.
Margrét formaður félagsins slítur fundi kl 20.30
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir