Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar 2022 - fundargerð
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, október 27 2022 18:03
Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli
mánudaginn 27. október 2022 kl. 20:00
Aðalfundur haldinn í Harðarbóli. Mættir stjórnarmeðlimir voru Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir ritari, Anna Lísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Jón Geir Sigurbjörnsson meðstjórnandi, Aðalheiður Halldórsdóttir meðstjórnandi, Einar Franz meðstjórnandi, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir meðstjórnandi og Rúnar Geir Sigurpálsson framkvæmdarstjóri. Fjöldi mættra félagsmanna 44 og er fundurinn því löglegur.
Fundarmeðlimir voru spurðir hvort þeir hefðu athugasemdir varðandi boðun fundarins og hvernig hann færi fram og voru engin mótmæli. Ársskýrsla félagsins verður birt á heimasíðu félagsins eftir fundinn. Rekstrarreikningur ársins 2022 verður einnig birtur fyrir fundinn á heimasíðu og facebooksíðu félagsins.
Dagskrá:
- Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
- Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
- Reikningar bornir undir atkvæði
- Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
- Árgjald ákveðið
- Lagabreytingar
- Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
- Önnur mál
- Fundarslit
- Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður setti fundinn og tilnefndi Sigurð Guðmundsson fundarstjóra og Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt. Stutt hlé var tekið meðan beðið var eftir fleirum félagsmönnum í fundarsókn. 44 félagsmenn sóttu fundin og hann því löglegur.
- Formaður flytur skýrslu stjórnar
Formaður fór yfir skýrslu stjórnar sem verður einnig birt á heimasíðu félagsins.
Félagsmenn teljast í dag 633 talsins. Stjórn fundar reglulega og sitja tengiliðir úr stjórn í hverri nefnd. Einnig fundar hún reglulega með fulltrúum bæjarfélagsins og er yfirvofandi fundur með nýjum bæjarstjóra og farið yfir stöðu mála.
Mót og samkomur fóru aftur af stað síðastliðinn vetur eftir Covid tímabil og var aðsókn mikil. Hópreiðir hafa verið farnar á vegum félagsins, fatnaður pantaður og undirbúningur á nýju yfirbyggðu hringgerði komin af stað.
Hestar og menn stóðu sig vel fyrir hönd félagsins á Landsmóti hestamanna síðastliðið sumar og voru félaginu til sóma.
Fyrsta ár Félagshesthúsins gekk vel og mikil ánægja með starfið hjá þeim sem tóku þátt í því. Umsýslan verður þó eitthvað minnkuð á næsta ári.
Rekstur reiðhallar gekk vel síðastliðið ár viðhald hennar reglulegt og ýmislegt bætt.
Mörg önnur mál stór og smá eru í bígerð eða hafa verið framkvæmd og má sjá það nánar á heimasíðu félagsins undir skýrslu stjórnar.
- Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9. mán. milliuppgjör
Gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins síðastliðna 9. mánuði.
Félagsheimilið skilaði furðu miklu þrátt fyrir Covid veturinn.
Félagið skilaði hagnaði þetta árið.
Reikningar félagsins og 9 mánaða milliuppgjör er svo birt á heimasíðu félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Engar athugasemdir bárust um skýrslu stjórnar eða reikninga félagsins.
- Reikningar bornir undir atkvæði
Engin mótmæli bárust og voru reikningarnir samþyggtir samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.
- Fjárhagsátælun næsta árs og umræður
Fjárhagsáætlun lá ekki fyrir fyrir fundinum
- Árgjald ákveðið
Stjórn leggur til að árgjald verði óbreitt fyrir árið 2023. Sú ákvörðun samþykkt.
- Lagabreytingar
Ekki var gerð athugasemd við að lagabreytingar hafi borist með lögmætum hætti.
1. grein
Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar.
Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.
Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.
Lagabreytingin samþykkt með öllum jákvæðum atkvæðum.
- Kosningar samkvæmt 6. Grein þessara laga
Í kjöri til formanns er Margrét Dögg Halldórsdóttir. Margrét býður sig fram áfram og ekkert mótframboð barst og er því Margrét kjörin formaður félagsins.
Til stjórnar hafa boðið sig fram Jón Geir Sigurbjörnsson, Hermann Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir og Ragnhildur Bjarney Traustadóttir. Magnús Ingi Másson gengur úr stjórn og Hermann Jónsson býður sig fram í hans stað. Engin önnur framboð bárust og urðu þessir aðilar því rétt kjörnin til stjórnar félagsins.
Sveinfríður Ólafsdóttir og Þröstur Karlsson voru tilnefnd sem skoðunarmenn reikninga. Ekkert mótframboð barst eða mótmæli svo það samþykkt.
Viktoría Von Ragnarsdóttir býður sig fram sem áheyrnarfulltrúa stjórnar, engin mótframboð bárust og því samþykkt.
Kjör á LH þing er í höndum stjórnar og engin mótmæli bárust.
- Önnur mál
Spurning barst hvort hægt væri að einfalda eitthvað keppnisjakkana með að líma merki á jakkann til að geta notað hann fyrir fleiri félög. Það er hægt og var hugmyndin með þessari lagabreytingu aðallega til þess að félagsmenn geti nálgast upplýsingar um reglur félgasbúningsins því þær voru hvergi skráðar. Hægt er að nálgast félagsmerki fyrir jakka hjá félaginu.
- Fundarslit
Margrét formaður félagsins slítur fundi kl 21:27
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir