Fundargerð aðalfundar 27. október 2021

Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar

haldinn í Harðarbóli

miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 20:00

Aðalfundur haldinn í Harðarbóli. Mættir stjórnarmeðlimir voru Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir ritari, Anna Lísa Guðmundsdóttir meðstjórnandi, Magnús Ingi Másson meðstjórnandi, Jón Geir Sigurbjörnsson meðstjórnandi, Aðalheiður Halldórsdóttir meðstjórnandi og Rúnar Þór Guðbrandsson meðstjórnandi. Rúnar Sigurpálsson framkvæmdarstjóri og Sonja Noack starfsmaður sátu einnig fundinn. Fjöldi mættra félagsmanna 40 og er fundurinn því löglegur. 

Fundarmeðlimir voru spurðir hvort þeir hefðu athugasemdir varðandi boðun fundarins og hvernig hann færi fram og voru engin andmæli. Ársskýrsla félagsins verður birt á heimasíðu og facebook síðu eftir fundinn. Rekstrarreikningur ársins 2021 var birtur fyrir fundinn á heimasíðu og facebooksíðu félagsins ásamt skýrslum nefnda. 

Dagskrá:

  1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara
  2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
  3. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður
  7. Árgjald ákveðið
  8. Lagabreytingar
  9. Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga
  10. Önnur mál
  11. Fundarslit
  1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður setti fundinn og tilnefndi Sigurð Guðmundsson fundarstjóra og Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur sem fundarritara og var það samþykkt. 

  1. Formaður flytur skýrslu stjórnar

Formaður fór yfir skýrslu stjórnar sem verður einnig birt á heimasíðu félagsins og facebook síðu. 

Félagsmenn teljast í dag 623 talsins. Viðburðir og félagslíf í starfinu hefur verið að glæðast að nýju eftir strangt covid ár. Rekstur reiðhallarinnar hefur gengið vel á síðastliðna ári. Hefur verið farið í endurbætur á gólfi hallarinnar og fjárfest í tæki sem verður notað til að viðhalda þvi. Einnig stendur yfir skipulagning á endurbótum á reiðvellinum. Mikið hefur verið framkvæmt í Harðarbóli og nýttist tíminn sem húsið var lítið notað vel í það. 

Hvað varðar hverfið og umhverfi þess þá hefur verið sett upp hraðahindrun í brekkunni inn í hverfið til að draga úr hraða. Bæði ný skilti sett upp og gömul endurnýjuð. Vöntun er á fleiri kerrustæðum og er verið að skoða svæði sem gætu nýst í það. Tafir hafa verið á úthlutun nýju hesthúsalóðanna, er það enn á borði hjá bænum. Reiðleiðir í Ævintýragarði er einnig enn á teikniborði hjá bænum. Félagið hefur fengið reiðvegastyrk bæði frá bænum og LH og hefur víða verið farið í framkvæmdir á reiðvegum og má þar nefna Ístakshringinn svokallaða og víða lagað í Skammadal. 

Erfitt hefur verið að koma verkefninu um félagshesthús í gang, sökum þess að húsnæði hefur ekki fundist. En það fer væntanlega af stað eftir áramótin og er hestamannafélagið með frátekin 10 pláss til leigu í Blíðubakkahúsinu. 

Síðastliðið vor var gerður samgöngusáttmáli milli ólíkra útivistarhópa þar sem megin markmiðið eru góð samskipti og virðing gagnvart hvert öðru á stígum. En hestamenn þurfa samt sem áður að passa upp og standa vörð um okkar reiðstíga sem við höfum lagt mikinn pening og vinnu í. 

Á heimasíðu félagsins hafa verið settir upp tveir hnappar, annar til að tilkynna slys sem eiga sér stað og hinn til að koma með ábendingar og hugmyndir um hvað mætti betur fara í okkar nærumhverfi. 

Nefndirnar hafa staðið sig með sóma og eiga þakkir skilið fyrir ómetanleg störf. Ásamt því er Mosfellsbæ þakkað fyrir allan þann stuðning sem hann hefur veitt félaginu. 

Beit hefur verið nýtt af félagsmönnum á bæjarlandi víðsvegar um sveitafélagið og komu stykkin almennt mjög vel út eftir úttekt seinnipart sumars. 

Félagið stendur vel fjárhaslega og er fyrirmyndarfélag innan ÍSÍ og er nú  komið með fulltrúa innan UMSK. 

  1. Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9. mánaða milliuppgjör

Gjaldkeri félagsins renndi yfir reiknina félagsins. Reikningar félagsins voru birtir fyrir fundinn á heimasíðu félagsins fyrir fólk að rýna í. Árið 2020 var rekið með tapi sökum covid og hertra samkomutakmarkana, en félagið stóð vel fyrir það svo hægt var að leita í sjóði til að reksturinn gengi sem áður. Nú eru tekjur farna að koma inn aftur og aðsókn í að leigja félagsheimilið mikil. Reiðhöllin var með minni tekjur því litlar auglýsingatekjur komu inn á erfiðu covidári. Tekjur eiga þó enn eftir að koma inn fyrir árið 2021. Í dag á félagið 19 milljónir og stendur því vel. 

  1. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Stjórn hefur skrifað undir reiknina og skoðunarmenn hafa samþykkt þá. 

Spurt var um girðingarefnið sem félagið keypti. Hvar félagið væri að girða og af hverju félagið væri að leggja út girðingakostnað. Skýringin er sú að þetta væri nýtt stykki nálægt Vesturlandsveginum og þurftu hornstaurar að vera góðir og settir niður með gröfu svo stykkið yrði girt eftir ýtrustu kröfum. 

Bryndís formaður æskulýðsnefndar veltir fyrir sér með nýliðun í æskulýðsstarfinu. Að námskeið séu í dýrari kantinum og eru margir krakkar sem hafa áhuga á að sækja fjölda námskeiða en hafa ekki tök á því sökum þess. Spurning hvort félagið geti ekki niðurgreitt námskeiðsgjöldin meira því það standi svona vel. Stjórn ætlar að funda með æskulýðsnefnd og ræða þetta mál nánar og sjá hvað hægt er að gera.  

Ekki var spurt að fleiru..

  1. Reikningar bornir undir atkvæði

Engin mótmæli og voru reikningar samþykktir.

  1. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Fjárhagsáætlun verður birt á vef félagsins. Áætlað er að tekjur félagsins verði um 52 milljónir á næsta ári og kostnaður um 48 milljónir. 

  1. Árgjald ákveðið

Helst óbreytt.

  1. Lagabreytingar

Engar tillögur um lagabreytingar liggja fyrir.

  1. Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Formaður er kosinn 1 ár í senn og býður Margrét Dögg sig aftur fram í formannssætið. Ekkert mótframboð kom og framboðið því samþykkt með lófaklappi. 

Stjórnin er skipuð af 8 manns og er hver stjórnarmaður kosinn 2 ár í senn. Á hverju ári ganga 4 stjórnarmenn út en þeim gefst kostur á að gefa kost á sér aftur. Anna Lísa og Ingibjörg gefa kost á sér áfram og eru Einar Franz og Berghildur Dís kosin ný í stjórn. Samþykkt með lófaklappi. 

Skoðunarmenn reikninga voru Þröstur Karlsson og Sveinfríður Ólafsdóttir, þau gefa kost á sér áfram og var það einnig samþykkt. 

  1. Önnur mál

Enginn tók upp önnur mál. 

  1. Fundarslit

Margrét Dögg þakkar fyrir aðsókn og traust og slítur fundi 20:58

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir