Aðalfundur - Ársskýrsla mótanefndar Harðar 2020
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 27 2021 00:43
Meðlimir:
Ragnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)
Jón Geir Sigurbjörnsson
Kristinn Már Sveinsson
Ásta Björk Friðjónsdóttir
Sandra Lynch
Viðburðir og störf
Til stóð að halda mót af krafti þetta árið en, eins og margt annað í þessu þjóðfélagi þá setti covid stórt strik í þau plön. Við náðum að halda eitt vetrarmót 9.feb sem var styrkt af fyrirtækinu Orka. Mótið heppnaðist alveg ljómandi, frábærir búningar og flottir hestar.
Þar næst eða 28.feb. héldum við fjórgangsmót sem var fyrsta mót í Hrímnis mótaröðinni. Skráning var ágæt eða um 32 skráningar. Keppnin gekk vel fyrir sig, og almen ánægja ríkti. Það stóð til að halda annað vetrarmót 7.mars en mótanefnd ákvað að fresta því vegna covid. Restin af vetrarmótum og mótaröðinni duttu alveg upp fyrir.
Í maí fór aðeins að rofa til í þessu covid, og ríðum við á leikinn með að halda skemtimót 8.maí. Mótið var haldið út á beinu brautinni, í anda Firmakeppni. Þátttaka var góð, eða um 70 skráningar. Mikil stemning ríkti í félagsmönnum, enda ekkert búið að um að vera, undanfarna mánuði. Mikil spenna var í 100.m tímatökunni. Enda nýbreytni að hægt sé að taka tíman á öllum gangi. Góðir tíma náðust m.a. í stökki. Við í mótanefnd hyggjumst klárlega að hafa samskonar fyrirkomulag á næsta skemmtimóti.
Við héldum Íþróttamótið okkar 23.maí. Það var styrkt af Hrímni. Við ákváðum að hafa mótið lokað, vegna covid. Skráningar voru ekki margar, og mótið stóð yfir í einn dag. Allt gekk vel fyrir sig.
Gæðingamót Bakka (Harðar) var haldið 13.júní. Þátttaka var ágæt, og mótið gekk vel.
Við í mótanefnd viljum þakka styrktaraðilum og sjálboðaliðum fyrir ykkar framlag. Án ykkar er þetta ekki hægt. Við vonum einnig að næsta ár verði betra fyrir allt mótahald, og þessi covid leiðindi fari að renna sitt skeið.
Kveðja
fyrir hönd mótanefndar
Ragnheiður Þorvaldsdóttir