Aðalfundur Hestamannafélagsins Harðar 2019 - fundargerð
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2019 23:15
Aðalfundur hestamannafélagsins Harðar haldinn á Varmárbökkum 14. nóvember 2019.
Hákon formaður setur fundinn kl. 20, formaður leggur til Sigurð Guðmundsson frá Flekkudal sem fundstjóra, það var samþykkt samhljóða, sem fundaritara Önnu Lísu Guðmundsdóttur, einnig samþykkt samhljóða. Sigurður þakkar traustið, fer yfir dagskrá fundarins og boðun. Hann fer yfir hvar og hvenær fundurinn var auglýstur og lýsir í framhaldi af því fundinn löglegan.
Dagskrá aðalfundar samkvæmt samþykktum félagsins
- Formaðurinn flytur skýrslu stjórnar. Í stjórn félagsins sitja, Hákon Hákonarson formaður, Erna Arnardóttir ritari, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Kristinn Már Sveinsson, Haukur Níelsson og Rúnar Guðbrandsson meðstjórnendur. Skoðunarmenn Sveinfríður Ólafsson og Þröstur Karlsson. Áheyrnarfulltrúi Thelma Rut Davíðsdóttir.
- Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri kynnir ársreikning félagsins. Allar nefndir hafa staðið vel. Hagnaður af rekstri á félagsheimilis og reiðhallar. Félagið er skuldlaust. Ólöf Guðmundsdóttir setti upp ársreikning 2018, 9 mánaða uppgjör 2019 og rekstraráætlun fyrir 2020.
- Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera.
- Spurningar: MH spurði um launatengd gjöld fannst þau lág. RT, Rúnar Sigurpálsson framkvæmdastjóri hóf ekki störf fyrr en í nóvember 2018.
EA spurði hvar skýringar væru sem ættu að fylgja með ársreiknigum, svar RT, fylgiskjöl verða birt inn á heimasíðu.
Skýrsla stjórnar og reikningar samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun RT kynnir fjárhagsáætlun næsta árs, 2020. Sigurður fundarstjóri fór yfir efnahag félagsins og hverning hann hefur aukist í gegnum árin.
- Árgjald félagsins 2020. Stjórnin leggur til óbreytt árgjald, samþykkt samhljóða.
- Engar lagabreytingar lágu fyrir.
- Kosning formans, stjórnar, sko‘unarmanna og fulltrúa á þing.
- Hákon Hákonarson gefur kost á sér til formanns, ekkert annað framboð kemur fram og er hann því sjálfkjörinn.
- Kosning meðstjórnenda : Anna Lísa Guðmundsdóttir og Haukur Níelsson gefa kost á sér til endurkjörs, en Kristinn Már Sveinsson og Erna Arnardóttir ganga úr stjórni. Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir og Einar Guðbjörnsson bjóða sig fram til tveggja ár. Þeir sem eru kosnir til tveggja ár eru því: Anna Lísa Guðmundsdóttir, Haukur Níelsson Ingibjörg Ást Guðmundsdóttir og Einar Guðbjörnsson gefa kost á sér í stjórn. Engar aðrar tilnefningar og því samþykkt samhljóða.
- Þröstur Karlsson og Sveinfríður Ólafsdóttir gefa kost á sér áfram sem skoðunarmenn, samþykkt samhljóða.
- Lagt til að stjórn félagsins tilnefni fulltrúa á Landsþing hestamanna og aðra slíka viðburði. Samþykkt samhljóða.
- Önnur mál: Hákon óskar eftir að taka til máls, þakkar traustið við endurkjörið og þakkaði Ernu og Kristni fyrir sín störf og gott samstarf. Thelma Rut Davíðsdóttir var áheyrnafultrúi stjórnar gaf ekki kost á sér næsta starfsár og var stungið upp á Ástu Björk Friðjónsdóttur og var hún kosin samhljóða. Ekki gert ráð fyrir áheyrnarfulltrúa í lögum félagsins, en til að geta talist fyrirmyndarfélag þarf að sitja stjórnarmaður eða áheyrnarfulltrúi á aldrinum 16 – 25 ára. Hörður er fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Áheyrnarfulltrúi heffur tillögurétt, en greiðir ekki atkvæði.
Súsanna var ánægð með skýrsluna og reikningana, og vil hrósa stjórn og Rúnari framkvæmdastjóra. Félagið standi sérstakaleg vel.
Hákon nefndi nokkur atriði s.s. að brotist var inn í dómaragáminn og hljómflutingstækjum stolið, tryggingatjón. Að Mosfellsbær kaupi Blíðubakkahúsið og gerir rekstrarsamning við félagið um rekstur félagshesthúss fyrir börn og unglinga sem vilja byrja í hestamennsku. Einnig mætti nota húsið fyrir reiðskóla fatlaðra o.fl.o.fl.
Stefnumótavinnu er ekki lokið og endurskoða þarf framkvæmdaáætlunina sem gerð var til næstu 5 ára. Í hestamannafélaginu er almennt mjög góður félagsandi og göngum við samheld til allra verka.
Rúnar G kynnti verkefnið Vini Skógarhóla. Búið er að laga allan útihring skálans, en eftir er að endurbæta salernin, eldhúsið og að mála húsið að utan. Á næsta ári á að taka salinn í gegn. Óskað er eftir að fólk skrái sig til starfa í gegnum LH, Hákon telur málið okkur mjög skylt, þar sem Harðarmenn hafi verið mjög duglegir að nota skálann.
Fleira ekki gert og fundi formlega slitið kl 21.07.