Aðalfundur Harðar haldinn 5.nóv 2014

Mættir 47 manns, þar með talið aðalstjórn. Mættir frá aðalstjórn: Alexander Hrafnkellsson (AH), Gunnar Steingrímsson (GS), Odddrún Ýr Sigurðardóttir (OÝS), Gylfi Þór Þorsteinsson (GÞ), Jóna Dís Bragadóttir formaður (JD), Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri (RT), Sigurður Guðmundsson (SG), Haukur Níelsson (HN), Gunnar Örn Steingrímsson (GÖS), Ólafur Haraldsson (ÓH).

1. Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður setur fund og stingur upp á Marteini Magnússyni sem fundarstjóra og Oddrúnu Ýr Sigurðardóttur sem fundarritara sem er samþykkt af fundarmönnum.

Fundarstjóri þakkar traustið og athugar hvort fundurinn hafi verið lögmætt boðaður. Fundarboð var sent út 22. október sem og fundurinn því boðaður í samræmi við lög félagsins, og því lögmætur. Næst kynnir fundarstjóri dagskrá fundarins sem er skv. 5 grein laga Hestamannafélagsins Harðar.

  • Dagskrá skv.5. grein laga Hestamannafélagsins Harðar:
  • Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara.
  • Formaður flytur skýrslu stjórnar.
  • Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. milliuppgjör.
  • Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
  • Reikningar bornir undir atkvæði.
  • Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
  • Árgjald ákveðið.
  • Lagabreytingar
  •  Kosningar samkvæmt 6. grein.
  • Önnur mál.
  • Fundarslit

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar

Fundarstjóri kynnir Jónu Dís Bragadóttur formann sem flytur skýrslu stjórnar:

Skýrsla stjórnar

Haldnir voru 17 formlegir stjórnarfundir á starfsárinu og funduðu nefndir reglulega

um sín málefni. Tengiliður stjórnar situr í flest öllum nefndum félagsins.

Síðastliðið ár var frábrugðið árunum þar á undan þar sem starfsmaður félagsins

Ragna Rós Bjarkadóttir fór í veikindaleyfi og sagði jafnframt upp störfum frá 1.

janúar s.l. Stjórn Harðar þakkar Rögnu Rós fyrir störf hennar hjá félaginu.

Stjórnarmeðlimir skiptu með sér verkum. Seinnipart janúar voru tveir starfsmenn

ráðnir sem verktakar, annar í reiðhöllina og hinn til að sjá um tölvuvinnu,

samskipti við nefndir og fleira.

Auglýst var eftir umsjónarmanni í reiðhöllina og sóttu 10 manns um. Í lok

september var umsjónarmaður reiðhallarinnar ráðinn og er það Ingólfur A.

Sigþórsson og tók hann til starfa 1. október s.l.

Auglýst var eftir reiðkennurum til starfa hjá félaginu og einnig yfirreiðkennara. Er

þetta gert til að auka lýðræði og fá hugmyndir að námsskeiðum og hefur þetta

mælst vel fyrir. Nokkrir sóttu um og ráðinn var yfirreiðkennari Sonja Noack og

tók hún jafnframt til starfa 1. október. Aðrir reiðkennarar byrja þegar námsskeiðin

hefjast og verður gerður sérstakur reiðkennarasamningur við þá að fyrirmynd

þjálfarasamninga UMSK.

Gerður hefur verið samningur milli Hestamannafélagsins Harðar og Hestamenntar

ehf. um afnot af Harðarsvæðinu, en Hestamennt ehf. rekur reiðskóla á sumrin.

Eftir síðasta aðalfund fór stjórn félagsins yfir nokkra kostnaðarliði hjá félaginu og

hefur tekist að lækka kostnað töluvert, t.d. vegna öryggiskerfis og síma..

Gerður var samningur við Jón Jónsson vegna gólfsins í reiðhöllinni og sá hann um

það fram á haustið.

Traktor félagsins var seldur. Höfum við fengið lánaðan traktor í vetur sem verður

notaður í reiðhöllinni.

Haldinn var jólamarkaður í reiðhöllinni í desember s.l. og tókst hann vel, en mjög

vont veður var þennan dag. 3

Saga Harðar kom út í desember sl. og hefur hún vakið mikla ánægju. Nú þegar er

búið að selja nánast allt upplagið.

Þorrablótið var haldið í janúar og var það með hefðbundnu sniði. Ágóðinn af því

var 100.000 kr. og fór sú upphæði í stækkunarsjóð Harðarbóls.

Árshátíð Harðar var haldin í Harðarbóli 22. feb. Fagnaðurinn tókst vel og var

ágóðinn um 300.000 kr. sem rann í stækkunarsjóð Harðarbóls.

Áttavilltir gáfu félaginu 1.000.000 kr. í stækkunarsjóð Harðarbóls.

Lífstöltið fór fram í apríl og tókst vel og safnaðist vel á aðra milljón króna. sem

afhent var Lífi styrktarfélagi kvennadeildarinnar. Skráningar aukast ár frá ári og er

þessi viðburður orðinn fastur liður í starfi félagsins.

Hestadagar voru haldnir á höfuðborgarsvæðinu 4.- 6. apríl. Hörður tók þátt og var

reiðhöllin opin og gefin var kjötsúpa, svali og kaffi. Teymt var undir krökkum og

æfing var fyrir Æskan og hesturinn.

Umhverfisnefndin sá um að skipuleggja hreinsunardaginn og gekk hann mjög vel.

Hann var haldinn 1.maí. Félagsmenn voru mjög virkir í að hreinsa í hverfinu og

ánægjulegt að sjá hvað margar hendur vinna létt verk. Margir félagsmenn mættu á

svæðið og tóku til hendinni. Eftir hreinsunina var boðið í grill í reiðhöllinni.

Firmakeppni Harðar fór líka fram 1.maí og var mikil þátttaka og fór

verðlaunaafhending fram í Harðarbóli og seldar voru vöfflur, kaffi og kakó.

Vallarnefndin sá um að laga vellina og einnig umhverfi þeirra. Farið verður í

frekari lagfæringu á keppnisvellinum næsta vor.

Formannsfrúarkarlareið var farin frá Þingvöllum í Mosfellsbæ í maí. Í þá ferð fóru

um 40 karlar úr Herði og endað var á mikilli veislu í Harðarbóli.

Farið var ríðandi í Fák í apríl. Mikil þátttaka var í ferðina og tókst hún mjög vel að

venju. Fáksmenn koma ríðandi til okkar (Hlégarðsreið) 3.maí og sáu Harðarkonur

um sölu veitinga í Harðarbóli. Náttúrureiðin/Grillreiðin var farin í endaðan maí og

var hún mjög vel heppnuð. Kirkjureiðin var daginn eftir Náttúrureiðina, fáir mættu

í þá reið enda veðrið leiðinlegt. 4

Farið var ríðandi á Þingvelli um Jónsmessuna, en þátttaka var ekki mikil.

Fjáröflun gekk ágætlega á árinu og gerðir voru samningar við nokkur fyrirtæki og

seldar auglýsingar í reiðhöllina, eins og t.d. Securitas, Dominos, Snæland og fl.

Reiðveganefnd hafði til ráðstöfunar á þessu ári framlag frá Landssambandi

Hestamannafélaga kr. 2.200.000,- . Framlag frá Mosfellsbæ til nýframkvæmda

kr. 2.500.000,- og til viðhalds reiðvega kr. 645.000 eða samtals kr. 5.345.000,-

Mótanefndinni var skipt upp í vetrarmótanefnd og stórmótanefnd.

Vetrarmótanefnd sá um að halda grímutöltið og þrjú vetrarmót sem haldin voru

inni í reiðhöllinni. Mótin voru vel sótt og mjög metnaðarfull.

Stórmótanefndin sá um bikarmótin sem fóru fram inni í höll og um íþróttamótið,

gæðingamótið og Sumarsmellinn. Þessi mót tókust öll mjög vel.

Yfir 100 manns sóttu reiðnámskeið á vegum fræðslunefndar veturinn 2014. Boðið

var upp á mörg mismunandi námskeið.

Árið hefur verið annasamt hjá fræðslunefnd fatlaðra og mikil auking er á

námskeiðin. Námskeiðin voru 5 í hverri viku og voru 5 nemendur á hverjum degi.

Námskeiðin eru áfram haldin í samstarfi við Hestamennt ehf. en þau hafa útvegað

tvo reiðkennara auk hesta og útbúnaðar fyrir nemendur.

Sjálfboðaliðastarfið hefur gengið þokkalega vel en betur má ef duga skal. Samstarf hófst við FMOS og nemendur FMOS fá einingar fyrir að koma og aðstoða á námskeiðunum.

Starfsemin fékk styrki á árinu, m.a. frá Virðingu og Ræktun ehf. Einnig hlaut

starfsemin Múrbrjótinn sem Þroskahjálp veitir einu sinni á ári, samtökum sem hafa

rutt brautina fyrir fatlaða einstaklinga.

Útleiga beitarhólfa var með svipuðu móti og verið hefur. Aðeins hefur bæst við

beitarhólfin en auk þess fellur alltaf eitthvað út á ári hverju. Mikilvægt er að

nefndarmenn og félagsmenn almennt líti vel í kringum sig í því skyni að sjá góðar

“matarholur” og góða staði sem hugsanlega mætti nýta til beitar í landi

Mosfellsbæjar og jafnvel víðar. Það hefur nokkrum sinnum gerst að félagsmenn

hafi komið með ábendingar sem hafa leitt til þess að ný hólf voru tekin í gagnið.

Skemmtinefnd kvenna sá um reiðtúra annan hvern miðvikudag í vetur og var

jafnframt með grill í reiðhöllinni ásamt 8villtum í lok vetrar. 5

Skólamálanefnd hefur náð tilsettum árangri, en kennsla á hestabrautinni hófst núna

í ágúst. Gerður var samningur við FMOS um leigu á reiðhöllinni.

Æskulýðsnefnd bauð upp á fjölbreytta dagskrá og allir gátu fundið eitthvað við sitt

hæfi. Dagskrá vetrarins var mjög fjölbreytt og skemmtileg og á hinar ýmsu

uppákomur voru að mæta milli 50 og 60 börn. Bryddað var upp á mörgum

nýjungum og m.a. var haldin kynning á hestaíþróttinni þar sem grunnskólabörnum

í Mosfellsbæ var boðið í reiðhöllina og mættu um 800 manns, börn og foreldrar.

Haldin var uppskeruhátíð æskulýðsnefndar nú í október þar sem mættu um 80

manns og þáðu glæsilegar veitingar. Tölvuerð vinna fór í að undirbúa landsmót, en

21 keppandi fór úr barna-, unglinga-. og ungmennaflokki. Stofnuð var

Landsmótsnefnd sem sá m.a. um undirbúninginn. Krakkarnir fóru í æfingabúðir að

Króki, þar sem Reynir og Aðalheiður tóku vel á móti sínum Harðarfélögum. Þessi

ferð tókst frábærlega.

Hestamannafélagið Hörður, Hesthúseigendafélagið og Mosfellsbær ætla að fara í

samstarf um sameiginlegt umhverfisátak í uppbyggingu og fegrun á

Varmárbökkum. Ætlunin er að veita viðurkenningar fyrir falleg hús og vel hirta

lóð.

Hestamannafélagið Hörður og Hesthúseigendafélagið ætla jafnframt að halda

áfram samstarfi um þær eignir sem eru á Varmárbökkum, s.s. sjúkragerði,

tamningatunnur og gestagerði. Félögin hvetja einstaklinga sem eru að nota svæðið

að gerast félagar í Hestamannafélaginu Herði. Mannvirkin sem og svæðið í heild

eru ætluð skuldlausum félagsmönnum Harðar. Það gildir um beit, sjúkragerði,

keppnisvöll, tamningatunnur, reiðhöll og reiðgötur. Því hvetjum við fólk til að

gerast félagsmenn í Herði og efla þannig félagið til þess að gera enn betur í

aðbúnaði okkar á Varmárbökkum.

Stjórnin og reiðveganefndin hafa unnið ötullega að því að fá lýsingu á

flugvallarhringnum og hefur sú vinna staðið í u.þ.b. ár og sér ekki alveg fyrir

endann á því. Búið er að halda marga fundi með bæjaryfirvöldum og skrifa mörg

bréf. Einnig höfum við verið að ýta á Vegagerðina með undirgöng, bæði í

Mosfellsdalnum og á Reykjaveginum. En þær framkvæmdir eru ekki í kortunum.

Framkvæmdir við Tunguveg drógust eins og þið vitið og höfum við reglulega látið

bæjaryfirvöld vita af óánægju okkar með þær framkvæmdir. Kynningarfundur var

hér í Harðarbóli vegna fundarins sl. haust og áttu allar framkvæmdir að vera búnar í janúar, en svo var ekki. Nú er Mosfellsbær nýbúinn að skrifa undir samning við

ÍSTAK vegna áframhaldandi vinnu við Tunguveginn og verður reiðvegurinn

tilbúinn 1.desember. Sett verður upp bráðabirgðagirðing milli Tunguvegarins og

reiðvegarins.

Verið er að vinna í því að koma upp götukorti af félaginu og verður það fyrir neðan

veginn að Sorpu og eins verður komið upp merkingum á hringtorginu við hverfið.

Göngustígurinn verður lagaður og lengdur að reiðhöllinni.

Við fórum í miklar framkvæmdir í reiðhöllinni í sumar og nú fram á haust. Skipta

þurfti um neðstu borðin á klæðningunni inni í reiðsalnum og einnig um töluvert af

efninu í gólfinu. Við steyptum stærri stétt og settum upp stíur sem er til mikilla

hagsbóta fyrir notendur. Ætlum við að færa búðina og búa til geymslur. Við erum

einnig að vinna í því að lagfæra loftræstikerfið og verið er að hanna það. Einnig

höfum við verið að vinna í umhverfi hallarinnar og vonumst til þess að geta haldið

áfram með þessar framkvæmdir á næsta ári. Töluverð vinna hefur líka farið í það

að lagfæra fyrir fatlaðastarfið og búa til betra aðgengi. Búið er að deiliskipuleggja

svæðið í kringum Harðarból og verið er að vinna í deiliskipulagi á hverfinu.

Hafist var handa við viðbyggingu í Harðarbóli núna seinni partinn í september og fer öll

sú vinna fram í sjálfboðavinnu. Búið er að teikna nýtt eldhús í Harðarból og

verður farið í þær framkvæmdir í vor.

Ég hvet Harðarfélaga til að lesa ársskýrslur nefnda, þar sem ég fór á hundavaði yfir

það sem nefndir hafa gert, en þar er nánar gerð grein fyrir þeirri starfsemi sem hver

og ein nefnd stóð fyrir á árinu, skýrslurnar liggja hér frammi og einnig fara þær á

veraldarvefinn þar sem hægt verður að nálgast þær.

Eins og fram hefur komið er ljóst að mikið hefur verið unnið og gert hér í

Hestamannafélaginu Herði á síðasta ári eins og undanfarin ár. Helstu verkefni

stjórnarinnar hafa verið talin hér upp ásamt því sem nefndir hafa verið að gera. Við

viljum gera þetta félag enn betra og því þyggjum við allar ábendingar um það sem

betur má fara í starfsemi félagsins.

Mikill fjöldi félagsmanna leggur mikið á sig til að starfa fyrir félagið í

sjálfboðavinnu, hvort sem það er fólk í nefndum félagsins eða ekki. Ber að þakka

öllu því góða fólki sem er tilbúið til að leggja mikla vinnu á sig fyrir félagið, án

þeirra væri félagið ekki neitt.

Við í stjórninni erum ánægð með útkomuna á þessu ári en betur má ef duga skal.

Við horfum því björtum augum til næstu ára, við eigum í góðum samskiptum við

nærsamfélagið, skólana í bænum og bæjarfélagið og það er í raun ekkert sem getur

stoppað félagið í að vaxa og dafna.

3. Skýringar á reikningum félagsins og kynnt 9 mánaða uppgjör

Fundarstjóri þakkar Jónu Dís fyrir skýrsluna og kynnir næsta dagskrárlið, Sigurður Guðmundsson (SG) skýrir reikninga félagsins, þá má sjá í árskýrslu félagsins vegna 2013-2014.

4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.

Fundarstjóri þakkar Sigurði fyrir útskýringar á reikningum félagsins. Fundarstjóri óskar eftir athugasemdum frá fundarmönnum um skýrslu stjórnar og ársreikninga.

Jón Ásbjörnsson þakkar fyrir góða skýrslu. Hann talar um að honum finnist þó leiðinlegt þegar talað er um einn aðalreiðhring Harðarmanna sem flugvallarhringinn, þessi hringur heiti Tungubakkahringur og vill að félagsmenn venji sig á að kalla hann það.

Erna Arnardóttir spyr varðandi leigutekjur á reiðhöllinni, hvaðan þær koma og einnig spyr hún hvers vegna matarkostnaður móta hafi hækkað svona milli ára.

Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri segir að tekjur vegna reiðhallar komi frá einkakennslu reiðkennara og vegna Reiðmannsins. Tamingarmenn borga meira fyrir lykil að höll og eru gjöld vegna þess ekki inní leigutekjum. Varðandi matarkostnað dómara, þá segir Ragnhildur sundurliðun orðna meiri á reikningunum og áður hafi þessi kostnaður verið á öðrum lyklum mótanefndar.

Marteinn Magnússon segir að reikningar félagsins og sundurliðanir í þeim séu skýrari og auðskiljanlegar.

5. Reikningar bornir undir atkvæði

Fundarstjóri ber upp ársreikninginn til samþykktar og er hann samþykktur með handaruppréttingu. Engin andmæli.

6. Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Engar umræður um fjáhagsáætlun.

 7. Árgjald ákveðið

Marteinn fundarstjóri flytur tillögu stjórnar að óbreyttum félagsgjöldum:

15 ára og yngri kr. 0.- (frítt)

16-21 árskr. 5000.-

22-69 ára kr. 8000.-

70 ára og eldri kr. 0 (frítt)

Árgjald óbreytt

  

8. Lagabreytingar

Tillögur um breytingu á lögum Hestamannafélagsins Harðar

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 7. nóvember 2013 var samþykkt tillaga um að skipuð yrði nefnd til að endurskoða lög félagsins í heild sinni.  Nefndin skyldi skipuð 5 mönnum, þar af tveimur mönnum úr stjórn félagsins.  

Nefndin var skipuð af formanni félagsins, þannig að úr stjórn voru skipaðir Ólafur Haraldsson, og Sigurður Guðmundsson af hálfu annarra félagsmanna voru skipaðir, Marteinn Magnússon, Hákon  Hákonarson og Júlíus Ármann.  Nefndin hélt nokkra fundi þar sem fjallað var um þær breytingar sem hún taldi nauðsynlegt að gera á lögum félagsins.  

Mikilvægustu atriðin voru að mati nefndarmanna að kveða á um það að tilskilinn lágmarksfjöldi félagsmanna yrði að vera mættur á fundum félagsins til að þeir teldust vera lögmætir (ályktunarbærir).  Þá töldu nefndarmenn nauðsynlegt að taka inn í lög félagsins ákvæði um Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum, en samþykkt var á aðalfundi félagsins og í Félagi hesthúseiganda á Varmarábökkum á árinu 2000 að Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum skyldi vera deild innan félagsins.  Þá taldi nefndin rétt að gera tillögur um breytingar á ákvæði laganna um kosningu formanns og aðrar breytingar eins og þeim er lýst í greinargerð sem fylgdi tillögu laganefndar að breytingu á lögum félagsins.

Hér að neðan er að finna stutt yfirlit yfir tillögur nefndarinnar og skýringar á þeim.  

Tillaga um breytingu á 1. gr. félagsins.

Lagt er til að við 1. gr. félagsins komi ný málsgrein sem kveði á um það að í félaginu sé starfandi sem sér deild félag hesthúseiganda, en samþykkt var á aðalfundum beggja félaga á árinu 2000 að Félag hesthúseiganda á Varmarbökkum skyldi vera deild innan félagsins.  

Í ljósi þessa þótti nefndarmönnum nauðsynlegt að kveðið væri sérstaklega á um þetta í lögum félagsins og kvaða réttindi og skyldur þessi deild hefði gagnvart félaginu, samanber nánari umfjöllun um það í 13. gr. laganna.

Tillaga um breytingu á 2. gr. félagsins.

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

Tillaga um breytingu á 3. gr. grein félagsins.  

Lagt er til að líkt og kveðið er á um í núgildandi lögum að allir getir orðið félagsmenn í Hestamannafélaginu Herði sem eru reiðubúnir að hlíta lögum félagsins.  Ekki er lengur gerð krafa um það að nýja félagsmenn skuli bera upp til samþykktar á aðalfundi félagsins, heldur öðlast félagsmenn full réttindi frá því að stjórn samþykkir umsókn og félagsgjöld eru greidd.  

Þá er lagt til að þeir félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld, hafi hvorki atkvæðisrétt á félagsfundum né aðgang að eignum félagsins, s.s. reiðhöll, hringgerðum o.fl.

Þá er lagt til að kosningaréttur þeirra félagsmanna sem ekki hafa náð 18 ára aldri sé takmarkaður, þannig hafa þessir félagsmenn m.a. ekki heimild til að greiða atkvæði um málefni af fjárhagslegum toga.  Stjórn félagsins sker úr ágreiningi sem rísa kann vegna þessa.

Tillaga um breytingu á 4. gr. félagsins.  

Lagt er til að núverandi 4. gr. verði felld brott úr lögum félagsins, enda hefur hún ekkert sjálfstætt gildi, en kveðið er á um valdsvið aðalfundar og stjórnar í 5. og 7. gr.  laga félagsins.  

Í staða núgildandi 4. gr.  komi ný grein sem fjalli um boðun félagsfunda, en lagt er til að heimilt verði að boða til félagsfunda með tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins og svo annaðhvort með opinberri auglýsingu eða tölvupósti til félagsmanna.  

Verði þessi tillaga samþykkt verður ávallt nauðsynlegt að auglýsa félagsfundi á heimasíðu félagsins, en stjórn hefur svo val um það hvort hún birtir auk þess eina opinbera auglýsingu t.d. í bæjariti eins og Mosfellingi eða sendir tölvupóst til félagsmanna.  

Engin ákvæði eru í núgildandi lögum um boðun félagsfunda, en samkvæmt 5. gr. núgildandi laga skal boða aðalfund með bréfi til félagsmanna.  Telur nefndin að þetta sé óþarflega flókin og kostnaðarsöm aðferð við boðunfélagsfunda í félaginu, en kostnaður við að senda ábyrgðarbréf á alla félagsmenn er nálægt 200 þkr.  

Þá er kveðið á um það í greininni að fundir séu ekki ályktunarbærir nema a.m.k. 1/10 félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa samkvæmt 3. gr. séu mættir á fundinum.  En þetta þýðir að aðeins þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld sín hafa atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.m.t. aðalfundum.  Í dag eru félagsmenn sem greiða félagsgjöld sín á milli u.þ.b. 400 talsins og þetta þýðir að a.m.k. 40 félagsmenn þurfa að mæta á fund félagsins til að hann sé ályktunarbær.  

Náist ekki áskilinn fjöldi félagsmanna verður að fresta fundi og boða nýjan fund sem er þá lögmætur til að fjalla um málefni þau sem ræða átti á fyrri fundi án tillits til fjölda fundarmanna sem mættir eru á fundinum.

Nefndin taldi nauðsynlegt að leggja til þennan varnagla þannig að fundur þar sem t.d. einungis örfáir félagsmenn væru mættir gæti ekki tekið viðamiklar ákvarðanir sem varða félagið og rekstur þess.

Tillaga um breytingu á 5. gr. félagsins.

Lagt er til að 1. mgr. 5. gr. verði breytt þannig að geta verði um það í fundarboði hvaða  lagabreytingar séu fyrirhugaðar og það komi jafnframt fram í fundarboði hvaða tillögur séu gerðar um breytingar á lögum félagsins. Verði tillaga samþykkt verður það því að koma fram í fundarboði hvaða tillögur menn gera um breytingar á lögum félagsins.

Tillaga um breytingu á 6. gr. félagsins.

Lagt er til að 2. mgr. 6. gr. verði breytt þannig að formaður geti verið endurkjörinn alls 3 sinnum.  Verði þetta samþykkt getur formaður félagsins setið í samtals 4. ár.

Tillaga um breytingu á 7. gr. félagsins.

Í núgildandi lögum segir að stjórn megi ráða starfsmann til félagsins og skuli í þeim tilvikum gerður við hann tímabundinn ráðningarsamningur.  Lagt er til að fellt verði úr lögum félagsins ákvæði um að gera skuli tímabundinn ráðningarsamning við starfsmann félagsins, ekki eru gerðar aðrar tillögur um breytingar á þessari grein.  Ástæða tillögunnar er sú að ekki þótti rétt að binda hendur stjórnar að þessu leiti, en verið gæti að hún teldi heppilegra að gera t.d. verksamning við þann aðila sem sinnti störfum fyrir félagið, en slíkt væri ekki heimilt samkvæmt núgildandi orðalagi.

Tillaga um breytingu á 8. gr. félagsins.

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

Tillaga um breytingu á 9. gr. félagsins.

Ekki eru lagðar til tillögur um breytingar á þessari grein.

Tillaga um nýja gr. sem verði 10. gr. félagsins.

Lagt er til að bætt verði við nýrri gr. (10. gr.) við lög félagsins, sem kveði á um annars vegar heimild stjórnar til að til veita félagsmönnum sem unnið hafa af eljusemi og dugnaði fyrir félagið sérstaka viðurkenningu fyrir störf sín fyrir félagið, samkvæmt reglum sem stjórn skal setja og birta á heimasíðu félagsins. Hinsvegar verði kveðið á um heimild stjórnar til að bera upp á aðalfundi tillögu um kjör heiðursfélaga, en slík tillaga yrði þá borin undir atkvæði aðalfundar og þyrfi að hljóta samþykki meirihluta fundarmanna.  

Tillaga um nýja gr. sem verði 11. gr. félagsins.

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (11. gr.) við lög félagsins sem kveði á um tilskilinn fjölda félagsmanna á fundum þar sem taka á fyrir tillögur um lagabreytingar.  Lagt er til að fundur verði ekki ályktunarbær nema a.m.k. 1/10 hluti félagsmanna sem atkvæðisrétt hafa samkvæmt 3. gr. séu mættir á fundinum. En samkvæmt 3. gr. laganna hafa þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld ekki atkvæðisrétt á fundum félagsins.  Miðað við það þá er tilskilinn fjöldi fundarmanna u.þ.b. 40 manns miðað við fjölda félagsmanna í dag.  Auk þess er miðað við það líkt og gert er í núverandi lögum að 2/3 hluti fundarmanna sem mættir eru á fundinum samþykki tillöguna.  

Tillaga um nýja gr. sem verði 12. gr. félagsins.

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (12. gr.) við lög félagsins sem þar sem kveðið verði á um það að stjórn verði að fá heimild félagsfundar til að selja fasteignir félagsins eða ráðast í byggingu nýrra fasteigna.  Hér er um viðamiklar ákvarðanir að ræða sem eðlilegt er að mati nefndarmanna að félagsfundur ræði og taki ákvörðun um.  

Tillaga um nýja gr. sem verði 13. gr. félagsins.

Lagt er til að bætt verði nýrri gr. (13. gr.) við lög félagsins sem þar sem kveðið verði á um réttindi og skyldur Félags hesthúseiganda á Varmárbökkum.  Líkt og kveðið er á um í 1. gr. skal þetta vera sér deild í félaginu með sjálfstæða stjórn og sjálfstæðan fjárhag og skal sjálf fjármagna rekstur sinn.  Hestamannafélagið Hörður mun því ekki bera neinn kostnað af rekstri þessarar deildar.  Þá er deildinni óheimilt að skuldbinda félagið (Hestamannafélagið Hörð) án samþykkis stjórnar félagsins (Hestamannafélagsins Harðar).

Tillaga um nýja gr. sem verði 14. gr. félagsins.

Lagt er til að í stað núgildandi 10 gr. komi ný gr. (14. gr.) þar sem lagt er til að bera upp tillögu um að leggja félagið niður verði það aðeins gert á fundi þar sem mættir eru 3/4 hlutar atkvæðisbærra félagsmanna og 2/3 hlutar þeirra greiði þeim atkvæði sitt á fundinum.  

Í núgildandi 10. gr.  segir að 2/3 fundarmanna geti tekið ákvörðun um að leggja félagið niður.  Taldi nefndin rétt að leggja til að herða á þessari reglu og gera tillögu um aukinn meirihluta fundarmanna sem yrðu að vera mættir á fundinum til að hann væri lögmætur til að taka ákvörðun um að leggja félagið niður.

Náist ekki tilskilinn fjöldi fundarmanna, þá er skylt að boða til framhaldsfundar og getur sá fundur tekið ákvörðun um að slíta félaginu án tillits til fjölda fundarmanna og þarf tillagan þá eftir sem áður samþykki 2/3 hluta þeirra sem mættir eru á fundinum.

Laganefnd Hestamannafélagsins Harðar

Umræður:

Marteinn Magnússon spyr fundinn og leggur til að fundarmenn samþykki allar lagabreytingarnar í einu eða taka eina grein fyrir sig og breytingatillögur til samþykktar.

Hinrik Gylfason telur allar þessar lagabreytingar til bóta og leggur til að þær verði samþykktar allar í einu.

Jón Ásbjörnsson spyr hvor að það sé tryggt með 13 grein að allir félagsmenn í Félagi hesthúseigenda á Varmárbökkum skuldbindi sig í að vera í félaginu.

Marteinn Magnússon svarar að það sé ekki hægt því að það er félagafrelsi, ekki hægt að skuldbinda fólk til að vera í félögum.

Guðmundur á Reykjum talar um að ef að Húseigendafélgið eigi að vera deild innan Harðar verði félagsmenn þar að vera skráðir í hestamannafélagið, annað standist ekki.

Ólafur Haraldsson segir líkt og Marteinn að ekki sé hægt að skylda fólk til að vera í félögum, lagalega sé ekki heimilt að skuldbinda menn til að vera í félögum. Búið að reyna á það fyrir dómstólum. Félag hesthúseigenda á Varmárbökkum verði samkvæmt tillögunni deild innan Hestamannafélagsins Harðar, en það sé ekki þar með sagt að allir félagsmenn í Félagi hesthúseiganda á Varmárbökkum verði skuldbundir til að gerast félagsmenn í Hestamannafélaginu Herði.

Hákon Hákonarson tók til máls og benti á að sumir eigenda húsa eru ekki að nota þau sjálf heldur leigja út eða gætu verið eign félaga, spurning um að hvetja leigjendur um að skrá sig í félagið.

Hólmfríður(Fríða) spyr hvort þeir sem eru í Húseigendafélginu megi nota hringgerðin á félagsvsæðinu.

Jóna Dís svarar að það megi nota þau en ekki reiðhöll og reiðvegi.

Erna Arnardóttir spyr hvort búið sé að gera könnun innan félagsins, hverjir séu skráðir í félagið sem eru að stunda hestamennsku á svæðinu. Ekki hefur verið gerð nein könnun.

Hrönn Kjartansdóttir spyr um fjölda félgasmanna Harðar, hvort sé búið að gera tölfræði milli ára varðandi mætingu á aðalfundi, er þetta raunhæft miðað við mætingu.

Marteinn Magnússon segir að þetta sé ekki óraunhæft miðað við mætingu á aðalfundi síðustu ára.

Hákon Hákonarson segir að allir eigi að vera félagar í hestamannafélaginu ef þeir eru að ríða út á svæðinu og nota aðstöðu félagsins. Segir að hægt sé að skilda menn til þess að vera í Hesthúseigendafélaginu frá Mosfellsbæ. Væri ekki hægt að gera kröfur á leigjendur að skrá sig í félagið þar sem þeir eru að nota aðstöðu þess. Hákon telur að líta verði á þetta sem eina heild.

Marteinn Magnússon bar upp tillögur laganefndar að breytingum á lögum félagsins í einu lagi voru þær samþykktar með öllum greiddum atkvæðum.

 9. Kosningar skv. 6. grein laga félagsins

 Tillaga að stjórn:

Jóna Dís Bragadóttir formaður.

Á aðalfundi 2013 voru fjórir kosnir til tveggja ára: Ragnhildur Traustadóttir, Oddrún Ýr Sigurðardóttir, Alexander Hrafnkelsson og Haukur Níelsson. Stjórnarmenn sem voru kosnir til tveggja ára 2012 eru: Ólafur Haraldsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Gunnar Steingrímsson.

Kjósa þarf því um fjóra stjórnarmeðlimi til tveggja ára. Þeir sem gefa kost á sér áfram eru Ólafur Haraldsson, Gylfi Þór Þorsteinsson, Sigurður Guðmundsson og Gunnar Steingrímsson.

Allir stjórnarmenn og formaður réttkjörnir fyrir fundinum með lófaklappi.

Kosning á þing og ársfundi fyrir félagið:

Tillaga lá fyrir fundinn frá fráfarandi stjórn að aðalfundur felur það í hendur stjórn félagsins að tilnefna úr röðum félagsmanna fulltrúa þess á ársþing UMSK. Þetta var samþykkt með lófaklappi.

Kosning skoðunamanna reikninga félagsins:

Sigurður Straumfjörð Pálsson og Ólöf Guðmundsdóttir gáfu aftur kost á sér sem skoðunarmenn félagsins. Það var samþykkt af fundarmönnum með lófaklappi.

Önnur mál

Páll Viktorsson þakkar góð störf stjórnar á árinu. Vill þó koma á framfæri óánægju sinni með undirbúning barna og unglinga fyrir Landsmót 2014. Árangur hafi ekki verið mikill. Einnig spyr hann hvort yfirþjálfari barnana fyrir LM 2014 hafi verið að fá greiddar 12.000 kr fyrir tímann. Segir jafnframt að Hörður eigi mikið af frambærilegum kennurum og dómurum, af hverju þurfti að leita út fyrir félagið.

Einnig spyr hann hvað traktor félgsins hafi verið seldur á.

Bryndís Ásmundsdóttir svar Páli varðandi laun yfirþjálfara, segir að hann hafi ekki verið að fá greitt 12.000 kr á tímann.

Jóna Dís svarar Páli og segir að traktor hafi verið seldur á 60.000 þúsund krónur, í framhaldinu segir hún frá að reiðhallargólfið sé í dag eins og á strönd, herfið sé mikið notað með traktor sem kirkjan lánar félaginu. Einnig talar um um að mikið sé búið að gera í reiðhöllinni og í umhverfi hennar.

Segir Jóna Dís frá því að auglýst hafi verið eftir reiðkennurum fyrir næstkomandi kennsluár og þó nokkuð margar umsóknir hafi borist með skemmtilegum hugmyndum af námskeiðum. Nú þegar eru námskeið byrjuð og búið er að leigja einn dag í reiðhöll Hestasýnar fyrir námskeið vetrarins.

Hólmfríður (Fríða) segir frá starfi fatlaðara, hversu mikil aukning er og eftirspurn, óskar eftir sjálfboðaliðum til að starfa með þeim á námskeiðunum. Hildur Þöll nefndarkona í fræðslunefnd fatlaðra auglýsir einnig eftir nefndarmanneskju í nefndina.

Marteinn Magnússon biður fundarmenn að lesa vel yfir skýrslu æskulýðsnefndar, bendir á að alltaf megi eitthvað betur fara. Starfið sé á heildina litið til fyrirmyndar, þar sem snýr að honum og biður fólk endilega að koma með hugmyndir og koma inní nefnd ef áhugi er til staðar.

Hákon Hákonarson segir frá stækkun Harðarbóls, að allt sé komið á fullt þar. Þakkar þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa og auglýsir eftir fleirum næstu laugardaga sem framundan eru. Gunnar Örn sem hefur yfirumsjón með verkinu tekur undir orð Hákonar og segir að næg vinna sé eftir.

Súsanna Sand Ólafsdóttir spyr um undirburð á Tungabakkahringnum, hvort eigi eftir að laga hann eitthvað, mikið af grjóti og verður drulla í bleytu. Í framhaldinu spyr Helena Kristinsdóttir um Oddsbrekkur, af hverju reiðvegurinn þar sé orðin svona slæmur.

Jói Odds segir að það vanti meira efni á reiðvegina, var sett lágmarksefni á sínum tíma. Einnig talar hann um að mikið sé búið að keyra á reiðveginum á bílum. Reiðvegurinn meðfram húsunum í Leirvogstungu verður endurnýjaður.

Erna Arnardóttir segir frá því að það flæði inní beitarstykki við Tungubakkahring, spyr hvort ekki eigi að hækka reiðvegi.

Line Norgaard spyr hvort eigi ekki bara að setja stóra steina inná reiðveginn svo að bílar keyri ekki þar.

Jóna Dís Bragadóttir formaður félagsins þakkar fundarmönnum fyrir góðan fund og óskar þeim góðarar heimferðar.

Fundi slitið kl 22:00

Fundargerð ritaði: Oddrún Ýr Sigurðardóttir