Aðalfundur 2009
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, maí 20 2010 15:20
Hestamannafélagið Hörður
Aðalfundur . Desember 2009 kl. 20:00. Mættir fyrir utan stjórn 40 manns.
Dagskrá
1) Formaður setur fund og tilnefnir fundastjóra og fundarritara.
2) Formaður flytur skýrslu stjórnar
3) Gjaldkeri og endurskoðandi skýrir reikninga félagsins og kynnir milliuppgjör.
4) Reikningar bornir undir atkvæði.
5) Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður.
6) Árgjald ákveðið
7) Lagabreyting
8) Kostningar samkvæmt 6 grein.
9) Önnur mál
10) Fundarslit.
Formaður setur fund og stingur upp á Marteini Magnússyni sem fundarstjóra og Ragnhildi Traustadóttur sem fundarritara sem er samþykkt af fundarmönnum.
Fundarstjóri þakkar traustið og kynnir Guðjón formann og hann flytur skýrslu stjóranar
Haldnir voru 10 formlegir stjórnarfundir á starfsárinu og funduðu nefndir reglulega um sín málefni . Ný heimasíða var notuð og einnig var gerð upp auglýsingatafla sem var mikið notuð. Ákveðið var að gefa ekki út fréttabréf á árinu vegna kostnaðar en reyna að nota heimasíðnuna meira, en þar sem allir félagsmenn hafa ekki aðgang af tölvu þá hefur Mosfellingur látið okkur í té heilsíðu í blaðinu nokkrum sinnu á ári.
Liðið ár hefur verið spennandi þrátt fyrir kreppu og almennan samdrátt.
Þó var ekki allt gott við árið , það kom upp salmonnellusýking sem herjaði á fjölda hesta félagsmanna um jólinn í fyrra, hestarnir sýktust í girðingu þar sem þeir voru í haustbeit og voru fluttir í hverfið til aðhlynningar. Hverfið hefur verið þrifið vel eftir þessa sýkingu og vonandi höfum við eitthvað lært af þessu.
Félagsmenn Harðar standa saman í gegnum súrt og sætt og hefur félagslíf blómstrað í kreppunni, félagar hafa tekið rösklega til hendinni í ár, kvenndeild Harðar og Makkerinn sáum um alla matseld í Harðarbóli, æskulýðsnefndin hafði veg og vanda af glæsilegu barna og unglingastarfi í vetur og ætlar sér stærri hluti í vetur með tilkomu reiðhallar, fræðslunefndi hefur unnið stórvirki þegar tekið er tillit til aðstöðuleysis reiðveganefnd vinnur hörðum höndum að bæta reiðvegi.
Íslandsmót barna og unglinga sem haldið var í júní og var eingöngu starfið þar unnið að sjálboðaliðum fyrir utan dómara, félagsmenn Harðar svöruð kalli þegar beðið var um hjálp til að klára reiðhöllina, Harðarkonur sáum um veitingar á vígsluhátiðinni og var hlaðborð hjá þeim hið glæsilegasta, formaður þakkar enn og aftur fyrir þann tíma og áhuga sem félagsmenn hafa gefið félaginu án þess væri ekket félag.
Megið af þeim verkefnum sem við setum sem markmið að klára á árinu voru kláruð.
Reiðhöllin tilbúin til notkunnar, hitaveita kominn í hverfið, frárennslismál eru kominn í lag, reiðvegir hér næst hverfinu í góðu standi, reiðvellir fínir, nú er verið að vinna í deiliskipulagi til að fá stækkun á hesthúshverfinu.
Það sem framundan er nú er þetta helst
Reiðleiðir fjær hesthúshverfi
Val á stað fyrir nýju hesthúshverfi
Förgun eða losun á skít frá hesthúsunum og önnur lausn á sorphirðu
Og að lokum áframhaldandi rekstur félagsins og æskulýðstarf, mótahald, kennsla, ferðir og beitarmál.
Mosfellsbær kaupir líkamsræktarkort hjá Eldingu fyrir afreksmenn í íþróttum, nokkrir Harðarfélagar hafa notfært sér það en gott væri að sjá fleiri í ræktinni.
Reynir örn Pálmason var valin íþróttarmaður Harðar í ár.
Afreksmannasjóður Harðar og Mosfellsbæjar er ætlað að styrkja afreksmenn í íþróttum, Allir Harðarmenn geta sótt um styrk, stjórn sjóðsins er skipuð einum frá Mosfellsbæ sem í dag er Sigurður íþróttarfulltrúi Mosfellsbæjar, formaður Harðar og einum sem kostinn á aðalfundi og var Guðný gjaldkerfi kosinn á síðasta aðalfundi.
Bæjastjórn Mosfellsbæjar var boðin í reiðtúr og mat hér í Harðarbóli og tókst það kvöld mjög vel allri voru mjög ánægðir með það kvöld.
Íslandsmót barna og unglinga var haldið hér í Mosfellsbær á félagssvæði Harðar daganna 24 - 28 júní og tókst mjög vel, Undirbúningsnefd samanstóð af fólki úr mótanefdn,æskulýðsnefnd, vallarnefnd og aðalstjórn félagisn auk félagsmanna. Það voru vonbrigði hversu fáar skráningar voru það vantaði nær alla fulltrúa af landsbyggðinni , það var til þessa að minna var um skráningargjöld, styrktaraðilar drógu úr styrkjum þannig að fjárhagsleg hlið mótsins var verri en við vonuðum, í stað þess að vona eftir góðum hagnaði var útkoman nánast núll. Við fjáfestum í tækjum í eldhús vegna mótsinns sem mun nýtast okkur í framtíðinni og einnig voru vellir lagfærðir enn eitt varð eftir það er reynslan sem við fengum við að halda þetta mót og jákvæð ímynd félagsins útá við bæði gagnvart Mosfellsbæ og öðrum hestamannafélögum.
Mörg mót voru haldin á árinu bæði innanfélagsmót og opin mót.
Skógarhólar standa okkur nær meira en öðrum hestamannafélögum en staðan þar er sú að LH hefur stofnað einkahlutafélag um Skógarhóla og situr formaður Harðar þar í varastjórn.
Fastir liðir vorum með heimsóknum í nærliggjandi hestamannafélög og móttaka á gestum.
Einngi var aukin þáttaka í félagsreiðum.
Gott samstarf hefur verið við Mosfellsbæ og við merkjum aukin skilning á hestaíþróttinni, enda er hátt hlutfall bæjarbúa sem stunda þetta hobbý.
Árshátið fór fram í skugga salmonellusýkingar og kreppu, þrátt fyrir að árshátiðarnefnd stæði sig vel þá kom árshátiðin út með tapi eins og árið áður. Það er ekki hægt að halda árshátið og skila henni með hagnaði ef hún er haldin í Hlégarði við fáum ekki vínsölu, við höfum reynt að fá húsið leigt á þjónustu en það er ekki hægt, þannig að árshátíðarnefnd mun nálgast þetta frá öðru sjónarhorni, Harðarmenn eld fyrir Harðamenn og Harðarmenn skemmta Harðarmönnum við bíðum spennt eftir þessu nýja útspili.
Hörður gerði samning við Worldfeng um að félagsmenn hafi frían aðgang og vorum við þeir einu en nú hefur LH samið við Worldfeng fyrir hönd allra hestamannafélaga um frían aðgang af vefnum.
2010 verður Hörður 60 ára og ætlum við að nota árið til að gera Hörð sýnilegri í bæjarfélaginu.
Nú er reiðhöllin risin , ein stærsta reiðhöll landsins með stærsta innivöll landsins.
Formaður fór yfir sögu framkæmda reiðhallar en hugmyndin vaknaði árið 1995 á stjórnarfundi.
Byggingarnefnd var stofnuð árið 1999 við þekkjum öll þessa sögu enda var hún reifuð í fundargerð á síðast aðalfundi.
Reiðhöllin var afhend um mitt sumar en þá átti eftir að innrétta hana, við fórum í málin og reyndum að aðlaga okkur eftir því fjármangni sem við höfðum héldum stjórnarfund og ákváðum að halda áfram og lofuðum okkur að klára þetta á tveimur mánuðum og það tókst .
Stór hluti verksins var unninn í sjálboðavinnu, þar með talið allt tréverk sem var gróft mótatimbur þegar það var keypt . Heiðushjón hér í félaginu sem eiga trésmíðaverkstæði lánuðu okkur aðstöðu og þar stóðu félagsmenn svo dögum saman og hefluðu og smíðuðu, önnur heiðushjón sem eiga malarnámu hleyptu okkur í þær til að fylla sökkla , verkinn í höllinni voru ýmis unninn í sjálboðavinnu eða á mjög lágum tilboðum frá félagsmönnum. Allt þetta fólk vann helgi eftir helgi og jafnvel tók sér frí í vinnu til að vinna í höllinni og vill byggingarnefnd bera fram sérstakar þakkir fyrir þetta óeigingjarna starfs sem hér var unnið .
Ef reiðhöllin hefði verið reist í eðlilegu árferði þá hefðu ekki margir félagsmenn getað gengið um og notið þeirra tilfinningar sem fylgir því að ganga um, horfa í kringum sig og hugsa stoltir, hér á ég eitthvað, hér er stórvirki sem ég á minn þátt í.
Forráð reiðhallarinnar færist nú yfir í sérstaka rekstrnefnd sem mun fara yfir og endurskoða rekstrarforsendur og raða upp tíma og semja umgengnisreglur .
Fjármögnun stendur þannig að kostnaður við reiðhöllina eru um 240 milljónir króna. Þar af metum við framlag Harðar á 35-40 milljónir. Ekki hefur verið notuð króna af félagssjóðum Harðar í þessa byggingu .
65 milljónir voru gatnagerðargjöld sem fengum styrk frá Mosfellsbæ til að greiða þannig að 135 milljónir fara í verkið í beinhörðum peningum.
Notkun reiðhallar verður að mestu leiti á vegum æskulýðsnefndar og fræðslunefndar en félagsmenn geta keypt sér lykill og notað höllinna þegar ekki eru námskeið, vellir verða tvískiptir reiðkennsla í öðrum enda og hinn helmingur fyrir félagsmenn.
Sjálvirkt eftirlitskerfi fylgist með notkunn reiðhallar.
Rafrænn lykill kostar 4.000 fyrir fullorðna og 2.000 fyrir börn, unglinga og ungmenni .
Mörkinn eru við 22 ára aldur.
Í upphafi á smíði reiðhallar var markmiðið að gera höllinna aðgengilega fyrir fatlaða, stórar innkeysludyr þannig að hægt væri að keyra bifreiðar inn og komið verði fyrir lyftu og öðrum búnaði fyrir fatlaða.
Jón Leví afhenti félaginu forláta vökvalyftu sem hann hannaði og smíðaði til að auðvelda fötluðum að komast á hestbak og fær hann enn og aftur þakkir fyrir þessa veglegu gjöf.
Við höfum gert frumáætlun um rekstur á reiðhöllini og notumst þar við reynslu annara aðila, nú síðast Akureyringa. 7-8 milljónir er áætlað að reksturinn kosti og inn í því er fasteignagjöld sem við fáum niðurfellt en sá kostnaður er 2 milljónir þannig að þetta er 5-6 milljónir og Mosfellsbær mun leiga reiðhöllina af okkur fyrir æskulýðstarf Harðar fyrir 3,5 milljónir þannig að við verðum að standa straum að rest það munum við reyna með leigu og auglýsingum.
Fundarstjóri þakkar Guðjóni fyrir góða ræðu.
3. Endurskoðandi félagsins tekur nú við og skýrir út reikninga félagsins.
Sigurður Guðmundsson tekur til máls og lætur vita af þvi að ársreikningar félagsins liggi frami SG for yfir reikninganna og fengum við góðar útskyringar á reikningum félagsins.
Fundarstjóri bendir á að kynna beri árshlutauppgjör og svara SG því að það sér ekki áritað en fór yfir það með okkur.
4. Fundarstjóri ber upp reikninginn til samþykktar og er hann samþykktur samhljóða.
5. Fundarstjóri bendir á að reikningar séu glæsilegir. Ólöf þakkar góð reiknisskil og spyr um einkahlutafélagið Skógarhóla. Guðjón er í varastjórn og getur ekki svarað neinu fyrir en eftir fyrsta fund hann bíður eftir fundarboði.
Spurt eru um vexti af yfirdrætti SG svarar því að farið er með vexti vegna reiðhallar sem eign í reiðhöll, í dag eru borgaðir 12% vextir, eftir að semja endalega um vexti.
Þröstur Karlson spyr um sundurliðun vegna reiðhallar, er ekki sáttur við reikningskil , vantar sundurliðun á kostnaði og gerir athugasemdir um það og óskar eftir því að löggiltir endurskoðendur fari yfir reikninginn er varðar reiðhöllina.
Athugasendir komu fram hversu fáir greiða félagsgjöld vantar að finna nýja innheimtu.
Guðjón formaður svarar:
Hvað varðar kostnað á reiðhöll þá mun það koma fram á ársreikning 2009 hjá Herði. Guðjón mun taka þetta saman og setja á netið. SG svarar Þresti einnig með að þegar ársreikningur 2008 var gerður þá var höllin ekki tilbúin, en fram koma styrkir og útgjöld vegna reiðhallar sem þá voru komnir.
Varðandi innheimtu á félagsgjöldum, það er bannað samkvæmt landslögum að setja félagsgjöld í innheimtu. Reynt verður að innheimta félagsgöld en þar er mikilvægt fyrir okkur að hafa sem flesta félagsmenn þegar kemur að Landsmóti, en með komu reiðhallar þá vonar Hestamannafélagið að félagsgjöld innheimtist betur.
Fjárhagsáæltun Guðný skýrir hana og leggur fram fjárhagsáætlun fyrir 2010 þetta var samþykkt.
7. árgjöld
12 og yngri frítt
17-20 félagsgjald 2.000
21-70 félagsgjald 7.500
Þetta var samþykkt.
Engar lagabreytingar voru lagðar fyrir á fundi.
8.Kosningar skv. 6 gr. Í lögum Hestamannafélagsins.
Tillaga að stjórn.
Guðjón Magnússon,formaður
Aðalstjórn: Guðmundur Björgvinsson, Guðný Ívarsdóttir , Gyða Á. Helgadóttir, Ingimundur Magnússon, Ragnhildur Traustadóttir og Sigurður Teitsson.
Varastjórn:, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, Þórir Örn Grétarsson
Skoðunarmenn: Leifur Kr. Jóhannesson og Birgir Hólm.
Aðilar á þing UMSK: Guðjón Magnússon og formaður Æskulýðsnefndar.
Í Stjórn Afreksmannsjóðs: Guðjón Magnússon og Guðný Ívarsdóttir:
Eftir kostningar lá þetta fyrir:
Samþykkt Guðjón Magnússon, formaður
Samþykkt í aðalstjórn: Guðmundur Björgvinsson, Guðný Ívarsdóttir , Gyða Á. Helgadóttir, Ingimundur Magnússon, Ragnhildur Traustadóttir og Sigurður Teitsson.
Samþykkt í varastjórn: Sigurður Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, Þórir Örn Grétarsson
Samþykkt sem skoðunarmenn: Leifur Kr. Jóhannesson og Birgir Hólm.
Samþykkt sem aðilar á þing UMSK: Guðjón Magnússon og Ingimundur Magnússon.
Í Stjórn Afreksmannsjóðs: Guðjón Magnússon og Guðný Ívarsdóttir:
Önnur mál:
Hreinn Ólafsson óskar eftir því að taka til máls:
Hreinn óskar Herði til hamingu með reiðhöllina, Hreinn stingur upp á því að þeir sem ekki borga félagsgjald borgi 10.000 í stað 4.000 fyrir aðgang að reiðhöllinni
Hreinn vegur máls á því að Hörður verði 60 ára 2010 og auglýsir þar með eftir fundagerðabókum sem virðast vera týndar, hann vonar að þær séu upp á háalofti í Harðarbóli en þær verða að finnast.
Hreinn er einn að stofnendum Hestamannafélagsins Harðar og hefur verið með í flestum verkefnum sem hafa snúið að Hestamannafélaginu en hann hafði ekki komið nálægt reiðhöllini og fannst það miður og færði Reiðhöllinni 100.000 að gjöf .
Formaður tók til máls og þakkaði góða gjöf og lofaði því að reyna að finna fundagerðabækur .
Birgir Hólm óskaði eftir því að fá að koma upp til að benda á að reikningar Hesthúsfélagsins liggi fram til lestrar.
Fundarstjóri tók til máls og nefndi það að fundargerðarbækur gætu kanski verið á héraðsbókasafninu og nefndi það að þar sem félagið yrði 60 ára þá yrðu þessar bækur að finnast.
Fundarstjóri stingur upp á því að stofnuð verði nefnd sem hugar að skrifum á sögu félagsins, stjórnin finndi gott fólk til að huga að þessu máli.
Formaður félagins tekur til máls og þakkar stuðning við formannskjörin og tekur upp umræðu um sögu félagsins og ætlar að sjá til þessa að saga félagsins verði skrifuð.
Rætt var um myndavélakerfi reiðhallar og sameiningu við myndavélakerfi hjá Hesthúsfélaginu. Rætt var um hringgerðið og endurskipulagningu hesthúshverfisins vegna nýrra lóða,
Fundi slitið kl: 22:00