Stjórnarfundur 25. ágúst 2008
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 20 2008 16:43
Stjórnarfundur 25. ágúst. 2008 kl. 18.00
Fundur 8
Fundarstaður: Harðarból
Fundur hófst kl. 19.30
Mættir voru:
Guðjón Magnússon 8945101 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson 8586421 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðný Ívarsdóttir 8997052 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingvar Ingvarsson 8212801 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Játvarður Ingvarsson 8212804 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Rafn Jónsson 8968916 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ragnheiður Þorvaldsdóttir 8643883 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson 8965400 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þórir Örn Grétarsson 8977654 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Staða reiðhallarmála
Hönnunarvinnu er lokið, allar teikningar samþykktar og byggingarleyfi útgefið. Samið hefur verið við verktakann um nýjan afhendingartíma sem er 15. Desember 2008. Verktakinn sem er með undirstöðurnar er byrjaður að undirbúa sig, panta járn og taka til mót. Hann stefnir á að byrja að vinna á staðnum á allra næstu dögum.
OG bað um upphaflega fjárhagsáætlun og fjármögnunaráætlun reiðhallar eins og hún var þegar hún var samþykkt ásamt uppreikningi/endurskoðun á þeim áætlun miðað við breyttar forsendur í dag. Jafnframt óskaði hún eftir að rekstraráætlun reiðhallarinnar 2009 væri kynnt stjórnarmönnum og bauð aðstoð sína fram í þeim málum ef þurfa þykir. ST og GM upplýstu að verið væri að uppfæra kostnaðaráætlunina miðað við breyttar forsendur og ætti hún að liggja fyrir í næstu viku, en þá stendur til að kynna hana fyrir bæjarstjóra. Rekstraráætlun þarf að uppfæra og væri gott ef ÓG kæmi að því máli og legði til reynslu sýna frá reiðhöllinni í Víðidal.
- Staða fjármála
Innheimta þarf styrki sem sumir eru enn útistandandi. Þau félagsgjöld sem enn eru útistandandi þarf að innheimta með því að ganga hús í hús. GB tekur það að sér á sama hátt og í fyrra og fær greitt fyrir með 30% af því sem hann nær að innheimta.
- Mál sem við viljum koma á LH þing
Formenn félagana hér í næsta nágrenni við okkur hafa verið í sambandi og mótað eftirfarandi tillögu að málum sem við viljum taka upp á næsta LH þingi.
1) Dómaramál
Dómarar valdir úr potti – gerðar verði skýrar reglur um það hvernig dómörum er úthlutað til félaga og fallið frá því tvöfalda kerfi sem nú er í gangi, þar sem mótanefndir geta hringt beint í dómara og þar með valið sér hliðholla dómara.
2) Klæðnaður á Lands- og Íslandsmóti
Knapar skulu vera í félagsbúningum í keppnum.
3) Kappi – Mótafengur – Heimasíða LH
Fá betri þjónustu við Kappa
Heimasíða verð gerð lifandi
Úrslit móta verði á heimasíðu
LH sendi fréttir yfir mót til fjölmiðla
LH sé tengiliður við félög og fjölmiðla
Hægt verði að skrá sig á heimasíðunni, greiða og færist þá skráningin sjálfkrafa inn, þannig að hin mikla handavinna mótanefnda minki og að keppendur beri sjálfir ábyrgð á skráningum.
4) Reiðvegamál
Vöktun á eftirliti með auglýsingum á skipulagi
LH hafi virka forystu í málinu
Reiðvegamál verði sýnileg
Kóngsvegur – Byggja upp
Mótorhjól og fjórhjól á reiðvegum
5) Mótahald
Íslandsmóti verði gert hærra undir höfði
LH komi af stað mótaröð
6) Æskan og hesturinn
Æskan og hesturinn hefur verið í sameiginlegri umsjá hestamannafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur þó aldrei verið skilgreint formlega og í dag virðist það vera þannig að Æ og H er starfrækt á eigin kennitölu sem enginn er formlegur eigandi að. Þetta þarf að skilgreina betur. LH sjái til að fjármál verði í lagi, áætlun og uppgjör.
7) Landsmót
Skilgreina aðstöðu keppenda á Landsmótum.
Málin kynnt, rædd og samþykkt. Einnig var samþykkt að bæta við tveim málum á listann:
Reikningar LH og Landsmóts
Reikningar LH og Landsmóts verði birtir félögunum árlega og strax að loknu Landsmótum.
Skógarhólar
Staða Skógarhóla er óljós og hugmyndir eru uppi um að þingvallanefnd yfirtaki staðinn. Gerð verði krafa um það að LH verði áfram með umsjón með staðnum, en þingvallanefnd komi að málinu með okkur og styðji við bakið á okkur í uppbyggingu og rekstri staðarins.
- Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna árið 2009
Ákveðið að halda mótið 24 til 28 júní 2009. ÞÖG falið að festa þann tíma hjá LH.
- Fréttabréf
Ákveðið að gefa út fréttabréf í september og eru stjórnarmenn beðnir að senda efni, texta og myndir til RJ sem mun sjá um utanumhaldið og framkvæmdina. Ábending um að setja inn í fréttablaðið tilkynningu til knapa um að þeir sjái sjálfir um að skila inn mótaárangri sem verður lagður til grundvallar þegar íþróttamaður Harðar verður valinn.
- Uppskeruhátíð
Uppskeruhátíð verður haldin í nóvember, en þar verður tilnefndur íþróttamaður Harðar og úthlutað styrkjum úr afreksmannasjóði Harðar og Mosfellsbæjar.
Fleira var ekki gert og fundi slitið
Verkefnalisti stjórnar
- Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir GM, + allir
- Lýsing á flugvallarhring GM +Bjarni Leirv.tungu
- Færa upplýsingatöflu upp í Dal RJ
- Annað fréttablað Harðar RJ
Verkefnalisti lokið
- Mótadagar, festa mótadaga JJ og ÞÖG Lokið
- Uppgjörsmál, aukaaðalfundur 6.nóv.kl 20.00 GÍ Lokið
- Uppgjör 2006 GÍ Lokið
- Lagfæra upplýsingatöflu og setja nýja upp í dal GM RJ ST Frestað
- Rekstur Harðarbóls, ákveða fyrirkomulag á næsta ári GB Lokið
- Dagatal, koma því í framkvæmd ST Lokið
- Fasteignagjöld á hesthús, ræða við Ragnheiði Ríkharðsd. GM RR
- Rif á restinni af dómpallinum, fá leifi byggingaryfirvalda GM Lokið
- Beitarmál, fjölga beitarstykkjum, ræða við Valdimar ÓG Lokið
- Fréttabréf í janúar GM Lokið
- Félagatal, koma því í lag GÍ Lokið
- Félagatal GÍ Lokið
- Bikar og skjöldur fyrir árshátíð GM Lokið
- Heygeymslusvæði á Harðarsvæðinu ÓG GM Lokið
- Lagfæra upplýsingatöflu GM +Keli Lokið
- Átak í umhverfis og umgengnismálum GM ÓG 1.áf.lokið
Tengiliðir við nefndir
Fræðslunefnd RJ
Beitar- og umhverfisnefnd ÓG
Æskulýðsnefnd ÓG og ÞÖG
Reiðveganefnd RJ
Reiðhallarnefnd GM
Ferðanefnd II
Fjáröflunarnefnd ST
Mótanefnd JI
Vallarnefnd JI
Skemmtinefnd, árshátíðarnefnd GM
Deild hesthúseigenda ÓG
Heimasíða og
útgáfa félagsrits RJ
Harðarból, rekstur GB
Harðarból, útleiga GB
Fundartímar stjórnar
Fastir fundartímar eru einu sinni í mánuði kl. 18.00 á neðangreindum dögum, aukafundartímar verða boðaðir sérstaklega ef þörf þykir kl. 18.00 á neðangreindum dögum.
9. júní Fastur fundatími