Stjórnarfundur 14. apríl 2008
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 20 2008 16:35
Stjórnarfundur 14. apríl. 2008 kl. 18.00
Fundur 6
Fundarstaður: Harðarból
Fundur hófst kl. 18.00
Mættir voru:
Guðjón Magnússon 8945101 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson 8586421 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðný Ívarsdóttir 8997052 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ingvar Ingvarsson 8212801 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson 8965400 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
- Staða reiðhallarmála
Enn er verið að vinna að hönnun reiðhallarinnar, teikningum hefur verið skilað inn til Byggingafulltrúa, en hann gerði athugasemdir sem verkfræðingur er nú að leiðrétta, framkvæmdir eru því enn í biðstöðu. Rætt um það hvort rétt væri að slíta samningi við verktakann og leita eftir öðrum til að ljúka verkinu. Niðurstaðan var sú að það er líklega ekki hægt nema þá að byggja mun minni reiðhöll þar sem við munum ekki fá sambærileg verð annarstaðar frá. Það er því áfram stefnt að því að ljúka byggingunni með núverandi verktaka.
- Staða fjármála
Yfirfarin staða fjármála með gjaldkera og er staðan góð.
- Félagsgjöld
Búið er að senda út greiðsluseðla fyrir árið í ár. Enn og aftur varð ruglingur á sumum árgjöldum og stafar það fyrst og fremst af því hvernig hjóna og fjölskyldugjöldin eru byggð upp, en það er mjög mikil vinna að halda utanum þetta fyrirkomulag. Við munum því leggja til á næsta aðalfundi að árgjöldin verði einfölduð á þann hátt að unglingar og ungmenni greiði ákveðið gjald og fullorðnir greiði eitt fast gjald á mann. Þetta er hliðstætt því sem gert er í Fáki, en þeir hafa líka gefist upp á flóknu félagsgjaldamunstri.
- Átak í hreinlætis og umgengnismálum í samstarfi við hesthúseigendadeild
Fundað var með embættismönnum Mosfellsbæjar um umhverfismál í hesthúsahverfinu. Fundurinn var mjög jákvæður og munum við njóta aðstoðar þeirra við útfærsluna. Bréf sem hesthúseigendafélagið sendir út ásamt umgengnisreglum er fullgert og verður sent út á næstu dögum. GM hefur kannað möguleika á að geyma hey til skemmri tíma hjá bændum í nágreninu og hefur náð samkomulagi við Andrés á Hrísbrú. Þeir sem þurfa að geyma hey geta því sett sig í samband við hann.
- Tunguvegur, kynning á fyrirhuguðu vegstæði og framtíðar reiðleiðum
Stjórnarmenn Harðar, hesthúseigendafélag og reiðveganefnd voru kölluð til kynningarfundar hjá Mosfellsbæ þar sem farið var yfir tillögur að svokölluðum Tunguvegi. Árið 2005 var haldinn kynningarfundur með félaginu og fyrirhugað vegstæði kynnt. Þá voru verulegir ágallar á fyrirkomulagi reiðleiða til og frá hverfinu. Þáverandi stjórn og reiðveganefnd gerðu kröfu um að það yrði lagfært. Á þeim tillögum sem þarna voru kynntar var búið að koma til móts við allar okkar athugasemdir og gott betur. Samþykkt að setja inn link á heimasíðuna þannig að félagsmenn eigi auðvelt með að skoða tillöguna.
- Aðstaða á Landsmóti
Ákveðið að ST sækti um 20 til 30 beitarhólf fyrir keppnishesta á landsmóti.
- Breyting á aðalfundartíma
Rætt var hvort rétt væri að breyta aðalfundartíma félagsins fram í janúar. Þá er fleira fólk á svæðinu og reikningsárið gæti þá verið almanaksárið. Verður kannað nánar og tekið fyrir á næsta aðalfundi.
- Önnur mál
Hestamannafélagið Adam
Nýtt hestamannafélag hefur verið stofnað á Kjalarnesi. Í skilgreiningu LH á starfssvæði Harðar er Herði ætlað Mosfellsbær, Kjalarnes og Kjós. Það er mjög óvenjulegt að LH heimili stofnun nýrra félaga á starfssvæðum annarra og í öllu falli furðulegt að slíkt skuli gert án samráðs við félag sem er starfandi fyrir á svæðinu. Fundarmenn eru sammála um að senda LH bréf með ósk um skýringar og árétta að Hörður mun áfram starfa í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.
Móttaka Fáks og Gusts,
Fákur kemur í heimsókn þann 1. Maí og Gustur nokkrum dögum síðar. Samþykkt að fela kvennadeild félagsins að sjá um veisluföng í samráði við GB.
Keppnisnúmer
Kaupa þarf ný keppnisnúmer, ST tekur málið að sér.
Karlakvöld
Hestamannafélagið Hörður féll frá því að halda karlakvöld í ár vegna gagnrýni sem ákveðið atriði á slíku kvöldi fékk í fyrra. Engu að síður héldu áhugasamir félagar einkasamkvæmi til að styrkja reiðvegagerð á svæðinu og söfnuðu þar verulegum fjármunum sem afhentir voru gjaldkera félagsins.
Fleira var ekki gert og fundi slitið
Verkefnalisti stjórnar
- Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir GM, + allir
- Lýsing á flugvallarhring GM +Bjarni Leirv.tungu
- Færa upplýsingatöflu upp í Dal RJ
- Annað fréttablað Harðar RJ
Verkefnalisti lokið
- Mótadagar, festa mótadaga JJ og ÞÖG Lokið
- Uppgjörsmál, aukaaðalfundur 6.nóv.kl 20.00 GÍ Lokið
- Uppgjör 2006 GÍ Lokið
- Lagfæra upplýsingatöflu og setja nýja upp í dal GM RJ ST Frestað
- Rekstur Harðarbóls, ákveða fyrirkomulag á næsta ári GB Lokið
- Dagatal, koma því í framkvæmd ST Lokið
- Fasteignagjöld á hesthús, ræða við Ragnheiði Ríkharðsd. GM RR
- Rif á restinni af dómpallinum, fá leifi byggingaryfirvalda GM Lokið
- Beitarmál, fjölga beitarstykkjum, ræða við Valdimar ÓG Lokið
- Fréttabréf í janúar GM Lokið
- Félagatal, koma því í lag GÍ Lokið
- Félagatal GÍ Lokið
- Bikar og skjöldur fyrir árshátíð GM Lokið
- Heygeymslusvæði á Harðarsvæðinu ÓG GM Lokið
- Lagfæra upplýsingatöflu GM +Keli Lokið
- Átak í umhverfis og umgengnismálum GM ÓG 1.áf.lokið
Tengiliðir við nefndir
Fræðslunefnd RJ
Beitar- og umhverfisnefnd ÓG
Æskulýðsnefnd ÓG og ÞÖG
Reiðveganefnd RJ
Reiðhallarnefnd GM
Ferðanefnd II
Fjáröflunarnefnd ST
Mótanefnd JI
Vallarnefnd JI
Skemmtinefnd, árshátíðarnefnd GM
Deild hesthúseigenda ÓG
Heimasíða og
útgáfa félagsrits RJ
Harðarból, rekstur GB
Harðarból, útleiga GB
Fundartímar stjórnar
Fastir fundartímar eru einu sinni í mánuði kl. 18.00 á neðangreindum dögum, aukafundartímar verða boðaðir sérstaklega ef þörf þykir kl. 18.00 á neðangreindum dögum.
10. desember Fastur fundartími
14. janúar Fastur fundartími
28. janúar Aukafundartími
11. febrúar Fastur fundartími
25. febrúar Aukafundartími
10. mars Fastur fundartími
31. mars Aukafundartími
14. apríl Fastur fundartími
28. apríl Aukafundartími
5. maí Fastur fundartími
26. maí Aukafundartími
9. júní Fastur fundatími