Stjórnarfundur 15.11.2007

Hestamannafélagið Hörður

 

Stjórnarfundur 15. Nóv. 2007 kl. 18.00

 

Fundur 1

Fundarstaður: Harðarból

Fundur hófst  kl. 18.00

 

Mættir voru:

           

Guðjón Magnússon formaður                     

Guðný Ívarsdóttir  gjaldkeri                              

Játvarður Ingvarsson varamaður                       

Ólöf Guðmundsdóttir    meðstjórnandi              

Rafn Jónsson    meðstjórnandi                         

Sigurður Teitsson   meðstjórnandi                    

 

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar.

 

Í stjórn eru:

           

Guðjón Magnússon formaður                            This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðmundur Björgvinsson varaformaður              This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Guðný Ívarsdóttir  gjaldkeri                              This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ingvar Ingvarsson meðstjórnandi                      This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Játvarður Ingvarsson varamaður                       This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ólöf Guðmundsdóttir    meðstjórnandi               This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Rafn Jónsson    meðstjórnandi                         This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ragnheiður Þorvaldsdóttir  varamaður               This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sigurður Teitsson   meðstjórnandi                     This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þórir Örn Grétarsson    varamaður                     This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Nefndir, rætt um nefndarmál, en nokkur mannaskipti hafa orðið í nefndum.  Nefndirnar eru flestar vel mannaðar og fullar áhuga á að takast á við verkefni tímabilsins.  Nýir nefndarmenn eru komnir í hesthúseigendadeildina og er ÓG formaður hennar.  Lagt til að aðalfundur hesthúseigendadeildar verði sameinum framhaldsaðalfundinum þann 5. Des. Og reikningar þeirra kynntir þar.

 

Félagatal, GÍ tekur að sér félagatalið ásamt gjaldkerastarfinu og nálgast það hjá Guðbjörgu í Formaco.

 

Beitarmál,  beitarmál félagsins voru rædd í framhaldi af umræðu sem fram kom á aðalfundi félagsins, en þar kom fram að beitarstykki vantaði fyrir félagsmenn, en Hreinn í Helgadal benti þó á að nóg væri af beitarsvæðum sem þyrfti að girða og laga til áður en þau verða nothæf.  Einnig var rætt um úthlutunarreglur, en þær virðast vera eitthvað óskýrar.  Ákveðið að stjórnin kynnti sér úthlutunarreglur.  ÓG tekur að sér að fá upplýsingar hjá Valdimar, formanni umhverfis og beitarnefndar.

 

Dagatal,  ákveðið að gefa út dagatal með dagskrá vetrarins með svipuðu sniði og í fyrra, en það léttir mjög fjáröflunarmál þegar hægt er að birta lógó styrkenda félagsins með áberandi hætti.

 

Mótadagar, setja þarf niður mótadaga sem allra fyrst og samræma þá öðru starfi félagsins.  JI og ÞÖG fara í það mál.

 

Uppgjörsmál 2006, er í gangi, búið að ræða við endurskoðendur sem virðast ekki alveg hafa verið að átta sig á málinu.  Verður tilbúið fyrir framhaldsaðalfund þann 5 des.  GÍ sér um málið.

 

Verklýsingar fyrir stjórn og nefndir,  stjórnin setur sér að sjá til þess að gerðar verði verklýsingar fyrir allar nefndir og stjórn félagsins og gefa út í handbók sem ætti að hjálpa nýjum nefndarmönnum að setja sig inn í félagsstarfið.

 

Auglýsingarskilti, laga þarf auglýsingatöfluna á félagssvæðinu og jafnframt að kanna möguleikann á að koma upp töflu inni í dal.  Var sérstakt svæði nefnt, við afleggjarann heim að Laxnesi.  Einnig var ákveðið að kanna möguleikann á að setja lýsingu í skiltin.  GM og RJ taka að sér málið.

 

Lýsing á flugvallarhring, mikill áhugi er á að fá götulýsingu meðfram flugvallarhringnum, en eigendur Leirvogstungusvæðisins hafa boðist til að koma að því máli með bæjaryfirvöldum á einhvern hátt.  GM talar við Bjarna í Leirvogstungu um málið.

 

Reiðhallarmál, GM útskýrði hvar reiðhallarmálin eru stödd, en tafir hafa orðið á byggingunni þar sem teikningar hafa ekki skilað sér sem skyldi frá hönnuðum, en þeir eru þó alfarið á hendi aðalverktaka reiðhallarinnar.  Afhendingardagsetning er áætluð í byrjun febrúar, en þá á eftir að vinna ýmsa verkliði, raflagnir, hitalagnir og gólf.

 

Rekstur Harðarbóls, lagt hefur verið til að rekstur Harðarbóls verði leigður út með einhverjum hætti, umræðu frestað þar til GB getur sett okkur inn í málið.

 

Samskipti nefnda og aðalstjórnar,  ákveðið að stjórnarmenn raði sér niður á nefndirnar sem kontaktaðilar þannig að nefndir félagsins eigi greiðan formlegan aðgang að aðalstjórninni.

 

Fræðslunefnd                                        RJ

Beitar- og umhverfisnefnd                     ÓG

Æskulýðsnefnd                                     ÓG

Reiðveganefnd                                     RJ

Reiðhallarnefnd                                    GM

Ferðanefnd                                           xx

Fjáröflunarnefnd                                   ST

Mótanefnd                                            JI
Vallarnefnd                                           xx
Skemmtinefnd, árshátíðarnefnd  xx

Deild hesthúseigenda                           ÓG

Heimasíða og útgáfa félagsrits    RJ
Harðarból, rekstur                                 GB

Harðarból, útleiga                                 GB

 

Fundartímar stjórnar

 

Ákveðið var að vera með fasta stjórnarfundi einu sinni í mánuði á öðrum mánudegi hvers mánaðar kl. 18.00.  Aukafundir verða boðaðir eftir þörfum.

 

Fastir fundir verða því:

 

10. desember

14. janúar

11. febrúar

10. mars

14. apríl

5. maí (12 maí er frídagur )

9. júní

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið