Stjórnarfundur 08.12.2004
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, desember 08 2004 15:53
Stjórnarfundur 8.desember 2004
Fyrsti fundur nýrrar stjórnar
Fundur hefst kl. 20.00
Mættir voru:
Ása Magnúsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halldór Guðjónsson
Kolbrún Haraldsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddrún Ýr Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
1. Nýr formaður, Marteinn Hjaltested býður nýja stjórn velkomna til starfa.
2. Farið yfir mönnun nefnda félagsins og gerðar tillögur að fólki í hverja nefnd. Tilnefndir forsvarsmenn eru þessir:
Æskulýðsnefnd, Ása Magnúsdóttir verður áfram í forsvari.
Beitar- og umhverfisnefnd, Valdimar Kristinsson.
Ferðanefnd, Svanur Magnússon
Fjáröflunarnefnd, Sigurður Teitsson
Ritstjórn heimasíðu og útgáfu félagsrits, Guðjón Magnússon
Fræðslunefnd, Guðjón Magnússon og Oddrún Ýr Sigurðardóttir
Veitinganefnd, Guðmundur Björgvinsson
Mótanefnd, nokkrir félagsmenn voru nefndir til leiks, en eftir er að ræða við þá.
Reiðveganefnd, Guðmundur Jónsson, reiknað er með að nefndin verði óbreytt.
Vallarnefnd, Halldór Guðjónsson
Skemmtinefnd, óbreytt frá í fyrra, en hét þá árshátíðarnefnd.
Hesthúseigendafélag, Marteinn Hjaltested.
Bygginganefnd, Marteinn Hjaltested.
Félagatal, Kolbrún Haraldsdóttir.
Kynbótanefnd, nefndin verði gerð virk, en eftir er að finna forsvarsmann.
Tölvunörd, mann vantar í þessa mikilvægu stöðu.
3. Gera þarf dagskrá með öllum atburðum vetrarins og gæta þess að atburðir stangist ekki á. Skila þarf inn mótaskrá fyrir 10. des. eða fyrir vikulok, svo auðséð er að mótin munu ráða miklu um dagsetningu annarra viðburða. Þó er búið að samræma mótin við æskulýðsstarfið.
4. Búið er að panta plaströr til að afmarka vellina með. Plaströrin eru af sömu gerð og notuð voru við vallargerðina á Hellu fyrir landsmótið. Rætt var um mikilvægi þess að hægt verði að koma fyrir merkjum, “logóum”, styrktaraðila á smekklegan hátt á vallarsvæðinu.
5. Fyrirspurn hefur borist frá Magnúsi á Blikastöðum. Hann spyr hvort hann geti fengið félagsheimilið á leigu í vetur. Hann mun þá taka að sér allan veitingarekstur í húsinu nema þær uppákomur sem við sjálf viljum halda og yrðu þær þá undanskildar í leigusamningi. Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagsstarfið þar sem húsið yrði betur nýtt, bæði af félagsmönnum og gestum. Reiknað er með að vín- og kaffisala verði um helgar. Það mæltist þó ekki vel fyrir meðal stjórnarmanna að þarna yrði rekinn krá fram yfir miðnæti í þeim dúr sem er á Heimsenda, það yrði of mikil ánýðsla á húsnæðinu. Marteini falið að halda áfram þreifingum við Magnús um útfærslur, leiguverð (og tryggingar).
6. Ákveðið að stjórnarfundir verði fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 20.00, næsti fundur verður því miðvikudaginn 5.janúar.
7. Reiðvegagerð verði yfirfarin og reiðvegir í Hafnarfirði skoðaðir sérstaklega þar sem þeir þykja öðrum reiðvegum betri. Nokkuð hefur verið kvartað yfir því að reiðvegirnir okkar séu grýttir og mjúkir (sendnir) þannig að hestar fái höfmör og önnur fótamein og gangi víða illa í gljúpu yfirborðsefninu. Marteinn og Guðjón skoði málið hjá nágrgannasveitafélaginu og vegagerðinni, en hún ætlaði að gefa út verklýsingar af reiðvegagerð. Það kom fram að ef gera ætti vegina eins og í Hafnarfirði yrði að sækja efni í þá út fyrir sveitafélagið.
8. Samþykkt að bjóða félagsmönnum upp á dreifingu félagsgjalda, ýmist á beingreiðslur eða á kreditkort. Stefnt verði að því að innheimta það sem nú er útistandandi af félagsgjöldum með slíkum samningum. Einnig að nýir félagar, auk eldri félaga, fái að velja það greiðsluform sem þeim hentar best.
9. Mikilvægt að auka sýnileika félagsins með öllum tiltækum ráðum. Rætt um að gera dagatal fyrir félaga og áhugasama þar sem fram kemur dagskrá félagsins, Ása upplýsti að lúðrasveit bæjarins gæfi nú þegar út slíkt dagatal og dreifði til bæjarbúa. Óheppilegt væri að félagasamtök væru með sömu aðferðir við kynningu og fjáröflun. Aðrir fundarmenn minntust þess ekki að hafa fengið eða séð slíkt dagatal, enda spurning hvort ekki sé í lagi að við dreifum dagatali meðal okkar félagsmanna og þeirra sem áhuga hafa á starfi okkar þó annað eða önnur félög bæjarinns geri það líka.
10. Fjölskyldudagurinn verði haldinn í vor. Þessi dagur heppnaðist gífurlega vel þegar hann var haldinn síðast og vakti mikla athygli. Þá var gestum og gangandi boðið upp á grill, reitt var undir krökkum, trúður kom í heimsókn, leiktæki voru fyrir krakkana og margt fleira. Í tengslum við þennan dag væri einnig hægt að halda skiptimarkað á reiðfötum og öðru reiðdóti sem krakkar eru vaxnir upp úr.
11. Gera meira fyrir hinn almenna félagsmann, en farið er að bera á því að mikið er gert fyrir keppnisfólkið en minna fyrir aðra hópa. Þannig væri hægt að halda almenn reiðnámskeið og þjálfun fyrir félagsmenn á ýmsum stigum hestamennskunnar.
12. Ása stakk upp á að kynna væntanlegt landsmótssvæði á Vindheimamelum fyrir keppnisfólkinu okkar með því að efna til félagsferðar þangað í sumar. Við gætum þá sett upp lítið mót og keppt við heimamenn.
13. Guðmundur kynnti hugmynd að fyrirkomulagi sumarmóta þar sem hestamannafélögin á suð-vesturhorninu skiptust á að halda eitt mót í mánuði yfir sumartímann, samtals 3 mót á ári.
14. Reiðhöllin er leigð af bænum til afnota fyrir æskulýðsstarfið. Öðrum félagsmönnum er heimilt að nota hana á tímabilinu frá 17 til 22 á virkum dögum þegar reiðnámskeið á vegum æskulýðsnefndar eru ekki í gangi. Öðrum reiðkennurum er óheimilt að nota reiðhöllina til lokaðrar kennslu á þeim tímum sem félagið er með hana á leigu nema í beinni samvinnu við félagið, enda innheimti félagið þátttökugjöld af félagsmönnum sem verður stillt mjög í hóf og greiðir reiðkennara laun. Fræðslunefnd mun sjá um framkvæmd.
15. Ákveðið var að halda sérstakt nefndarkvöld þann 15. janúar nk. fyrir alla stjórnar og nefndarmenn.
16. Ákveðið að þakka fráförnum formönnum félagsins störfin með því að bjóða þeim sérstaklega á árshátíð félagsins.
17. Ákveðið að færa bæjarstjóranum Ragnheiði Ríkharðsdóttur gjöf sem þakklætisvott fyrir þann skilning sem hún hefur sýnt félaginu, nú síðast með stuðningi sýnum við byggingu reiðhallar. Ákveðið að gjöfin yrði spjaldasafn á harðviðarfæti, sem Oddi hefur útbúið eftir heilræðum sem Konráð Adolphsson hefur safnað saman. Á fótinn verður komið fyrir látúnsplötu með áletrun sem gæti hljóðað eitthvað á þessa leið: “með kveðju Hestamannafélagið Hörður”
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 22.20