Stjórnarfundur 30.03.2005

Hestamannafélagið Hörður


Stjórnarfundur 30. mars 2005



Fundur hefst kl. 19.00

Mættir voru:

Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Gunnar Engilbertsson, gjaldkeri, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kolbrún Haraldsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddrún Ýr Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


1. Fréttablaðið, efni aprílheftir yfirfarið, en þá er hugmyndin að koma að reiðreglum og almennum kurteisisreglum á reiðleiðum, Lúther mun væntanlega halda áfram með kynningu á nýjum fibo reglum, úrslit vetrarmóts verða birt og ýmsar fréttir af félagsmálunum.
2. Vallarsvæði, Vallarsvæðið er í algjörri niðurnýðslu og varla brúkhæft. Ákveðið var að setja niður girðingu við skeiðbraut og mjókka hana í leiðinni, en girðingin er komin til landsinns, ekkert frost er í jörðu og því ekki eftir neinu að bíða. Palli var búinn að lofa tækjum og mannskap á þau. Auk þess kom upp tillaga um að nota vikurinn sem við eigum til að dreifa á brautirnar til bráðabirgða, eða t.d.fram að íþróttamóti, en þá þurfa vellirnir að vera komnir í stand. Þeirri spurningu var velt upp hvort vellirnir væru ekki íþróttamannvirki á sama hátt og önnur íþróttasvæði og því á vegur bæjarfélagsinns að halda þeim við. Það virkar ekki beint sanngjarnt að við þurfum að greiða fyrir viðhald þeirra frekar en ef foreldrar íþróttamanna í Aftureldingu væru látin greiða beint fyrir viðhald hlaupabrautarinnar og annarra mannvirkja þar. Vellin þarf nánast að endurgera frá grunni og lýsa þá upp á vetrum.
3. Holræsamál, Upplýst var að ekkert hefði gerst af bæjarinns hálfu vegna bréfa sem þangað voru send vegna holræsagjalds sem lagt hefur verið á fasteignir í neðra hverfi þrátt fyrir að þar sé ekkert holræsi. Farvegurinn fyrir mál af þessum toga er stjórnsýslukæra og í framhaldi af því dómstólar ef það á annað borð er ekki hægt að leisa það í héraði.
4. Mismunun á íþróttafélögum, mikill kurr er í mörgum félagsmönnum vegna þess gífulega mismunar sem virðist viðgangast í fjárveitingum til íþróttafélaga í Mosfellsbæ. Þannig er allt skorið við nögl í reiðvegagerð og annarri aðstöðu fyrir Hörð, Afturelding er einnig á þröngu fæði, en milljónahundruðum virðist vera veitt til golffélagsinns. Marteini og Guðjóni var falið að skoða þessi mál og yfirfara með bæjaryrirvöldum.
5. Innheimta félagsgjalda, Íslandsbanki sendir út gíróseðla samkvæmt félagaskrá, gjalddagi er 10 apríl. Heildarupphæð félagsgjalda er 2,4 milljónir. Þeir sem ekki verða búnir að greiða fyrir 1.maí verða rukkaðir sérstaklega. Innheimtumaður fær 10% af því sem hann nær inn í sinn hlut.
6. Reiðhöll, Deiliskipulagi vegna reiðhallar er nú á lokastigi og var lögð fram tillaga að deiliskipulagi frá Landslagi til yfirferðar. Tillagan er í öllum megin atriðum góð, en byggingareitur er of þröngt skilgreindur, einnig óskum við eftir að bætt verði við hringgerði til tamninga. Guðjóni falið að koma upplýsingunum til Tryggva. Fjáröflun hefur verið skoðuð og er megin reglan sú þegar byggðar eru reiðhallir í dag að ríkið leggur til 50% og sveitafélagið og tengdir aðilar 50%.
7. Gróðursetning á vallarsvæði, ákveiðið að leggja áherslu á að gróðursetja með skeiðbrautinni og við vellina.
8. Fjármál, Gjaldkeri upplýsir að um 2,9 millj.séu til á reikningum félagsinns, en það þýðir í reynd nánast sjóðþurð þar sem tæpar þrjár milljónir eiga að vera eyrnamerktar reiðhöll. Það er því mikilvægt að fjáröflunarstarf fari af stað sem allra fyrst. Ákveðið var að taka tilboði frá Fjárstoð upp á 200.000.- á ári í að færa bókhald félagsinns og sjá um vaskskil vegna veitingasölu.




Fleira var ekki gert og fundi slitið.