Stjórnarfundur 23.02.2005

Hestamannafélagið Hörður


Stjórnarfundur 23. febrúar 2005



Fundur hefst kl. 19.00

Mættir voru:

Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halldór Guðjónsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kolbrún Haraldsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddrún Ýr Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Sigurður Teitsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

1. Fréttablaðið, Texta í mars heftið dreyft til fundarmanna.
2. Vallarsvæði, Samþykkt að skeiðvöllurinn verði mjókkaður þannig að meira sog fáist í hann. Reiknað verður með að hleypt verði í átt að hesthúsunum og fyrirhugaðri reiðhöll.
3. Innheimta félagsgjalda, Íslandsbanki sendir út gíróseðla samkvæmt félagaskrá sem Kolbrún kemur til þeirra. Félagsgjöldin hafa ekki verið að skila sér sem skildi, þannig að það var ákveðið að þeir sem ekki verða búnir að greiða fyrir 1.apríl verði rukkaðir sérstaklega. Innheimtumaður fær 10% af því sem hann nær inn í sinn hlut. Þetta hefur verið gert í öðrum félögum og gefist vel.
4. Skiltafé af þjóðvegaskilti, Skiltafél af auglýsingaskiltinu við þjóðveginn ætti að fara að skila sér til okkar þar sem skiltið hefur nú verið greitt upp. Hagnaðinum af rekstri skiltisinn er skipt á mill Aftureldingar, Harðar og Golfklúbbsinns. Þessi upphæð gæti numið um 2 til 3 hundruð þúsund krónum.
5. Upplýsingaskilti á svæðinu, upplýsingaskiltið okkar er orðið sjúskað og tímabært að endurnýja það eða gera við.
6. Reiðkennsla í reiðhöll, ákveðið hefur verið að fella reiðnámskeið Huldu inn í félagsstarfið, en það námskeið var á vegum foreldra sem fannst ekki vera úrræði fyrir sín börn innan félagsinns. Mikilvægt er að sjá þessum börnum, sem eru okkar bestu keppnismenn, fyrir úrræðum innan félagsinns. Námskeið æskulýðsnefndar félagsinns ganga fyrir í reiðhöllinni, en önnur námskeið raðast síðan upp á eftir þeim. Rætt var um reiðkennslu og kostnað við æskulýðsstarfið, þar sem ekki virðist vera um mikklar niðurgreiðslur á reiðnámskeiðum að ræða. Farið verður yfir málið með nýjum gjaldkera æskulýðsnefndar, Mariönnu Eiriksson.
7. Öryggiskerfi í Harðarból, tilboð Securitas í öryggisgæslu lægst. Ákveðið að taka því, en bjóða Securitas að gerast styrktaraðili félagsinns með auglýsingum í fréttablaði og á vellinum gegn mánaðargjöldunum. .

Fleira var ekki gert og fundi slitið.