Stjórnarfundur 09.11.2005

Hestamannafélagið Hörður


Stjórnarfundur 9. nóvember 2005



Fundur hefst kl. 20.00

Mættir voru:

Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðmundur Björgvinsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halldór Guðjónsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Páll Viktorsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


1. Vallarsvæðið: Vallarnefndin er byrjuð á viðhaldi vallanna. Rætt um
hversu víðtækt viðhaldið ætti að vera, en almennt er ástand vallanna mjög slæmt. Ákveðið að fara í að gera við báða hringvellina og skeiðbrautina og skipta út löngu ónýtum girðingum við þá.Undanfarið hefur efri hringvöllurinn nánast eingöngu verið notaður og þá bæði fyrir íþrótta- og gæðingakeppnir, þó hann henti ekki vel sem íþróttavöllur. Neðri völlurinn er hins vegar sérhannaður íþróttavöllur, en hann er ekkert notaður þar sem ekki er hægt að koma áhorfendum í bílum að honum. Til að gera báðum keppnisgreinunum jafnt til hæfis var ákveðið að ráðast í að fylla upp umhverfis neðri völlinn og búa til bílastæði umhverfis hann. Einnig verður farið í að ræsa vatn framhjá skeiðbrautinni, fjarlægja rústirnar af dómpallinum sem brann og grafa skurð og fylla með mold og skít fyrir trjábelti sem sett verður meðfram skeiðbrautinni næsta vor. Bæjarfélagið hefur þegar veitt 1,5 milljónum til þessara aðgerða og gefið vilyrði fyrir meiru á næsta ári. Páll Viktorsson leggur fram kostnaðaráætlun fyrir aðgerðina:

Vikur 1.000.000.-
Girðingar 1.200.000.-
Heflun 100.000.-
Dómpallur rifinn 80.000.-
Skurður með skeiðbraut 250.000.-
Lagfæra efri völlinn og ræsta með skeiðbraut 420.000.-
Neðri völlur með girðingum 500.000.-
Rör og ræsi vegna drenræsis 150.000.-

Samtals 3.700.000.-

2. Keppnisnefnd falið að athuga hvað kostar að kaupa dómpall á hjólum, eða
gám sem hægt yrði að flytja á milli vallanna. Áætlað verð er um 350.000.-
3. Búið er að semja um smíði á rásbásum sem við eigum að fá afhenta fyrir
11. febrúar á næsta ári.
4. Ákveiðið að halda nefndarfund með öllum nefndum laugardaginn 3.desember
5. Ákveðið var að vera með fræðslufundi og morgunmat alla laugardagsmorgna
í vetur og veitingasölu alla laugardaga eftir 1. apríl og reyna að hvetja fólk til að ríða til okkar um helgar.
6. Ákveðið var að setja upp símastaura til að binda hesta í við báða gafla
Harðarbóls. Það er hálf skammarlegt að ekki sé hægt að binda hest við félagsheimilið.
7. Reiðhallarmálin kynnt, en nú virðist vera að glæðast yfir fjármögnun
reiðhallarinnar. Loforð liggur fyrir um að bæjarfélagið komi að málinu með okkur með allt að helming kostnaðar, en ríkið með restina. Ragneiður bæjarstjóri, Marteinn og Guðjón fóru á fund Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra í vikunni og föluðust eftir samstarfi. Guðni var mjög jákvæður, enda var Konráð búinn að undirbúa málið þeim megin frá.
Framhaldið er síðan að ræða við menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra um stuðning við málið. Rætt var um hugsanleg rekstrarform á höllinni, en sú hlið er lítur að starfi vegna þjálfunar fatlaðra þarf að vera í höndum fagaðila.
8. Þegar fjármögnun liggur fyrir mun stjórnin boða til auka aðalfundar og
falast eftir umboði til að ganga til samninga vegna fjármögnunar, hönnunar og byggingar reiðhallarinnar.
9. Við höfum lagt mikla áherslu á að fullbyggð reiðhöllin verði skuldlaus,
og munum leggja til að sett verði lagaákvæði í lög félagsins um að óheimilt verði að veðsetja hana nema með samþykki 2/3 hluta atkvæða aðalfundar Hestamannafélagsins Harðar.




Fleira var ekki gert og fundi slitið.