Stjórnarfundur 27.04.2005
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 27 2005 14:56
Stjórnarfundur 27. apríl 2005
Fundur hefst kl. 19.00
Mættir voru:
Guðjón Magnússon This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Kolbrún Haraldsdóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Konráð Adolphsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Marteinn Hjaltested This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Oddrún Ýr Sigurðardóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Páll Viktorsson This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
1. Holræsagjald, hesthúseigendadeild Harðar hefur lagt fram stjórnsýslukæru vegna innheimtu holræsagjalda af hesthúseigendum, en eins og kunnugt er er ekkert holræsi í hverfinu og því óheimilt að innheimta holræsagjöld.
2. Íþróttavellir, Við höfum sótt um fjárveitingu til að lagfæra íþróttavellina okkar. Ákveðið var að lagfæra vellina til bráðabyrgða fyrir komandi mót, en stefna á að laga þá betur í sumar. Girðingar verða einnig lagfærðar til bráðabirgða.
3. Fjármálin, útgjöld eru mikil hjá félaginu, en innkoman ekki að sama skapi. Reynt hefur verið að safna sponsorum, en lítið gengið. Þó hefur frést að eithvað er í sjónmáli, auk þess að félagsgjöldin eru farin að skila sér.
4. Firmakeppni verður um helgina og er undirbúningur kominn vel af stað og söfnun styrktaraðila hafin.
5. Reiðhöll, Marteinn Magnússon fyrrverandi formaður Harðar hefur varpað fram þeirri hugmynd að stækka fyrirhugaða reiðhöll þannig að hún rúmi löglegan 200 til 250 metra keppnisvöll. Málið er athyglisvert, en deiliskipulagi er að ljúka eins og kunnugt er. Þó getur verið að slík höll rúmist innan þess deiliskipulags. Málið verður skoðað og rætt frekar.
6. Fjölskyldudagurinn, Ákveðið var að slá fjölskyldudeginum og Leirugleðinni saman í einn alsherjar hátíðisdag. Konráð tekur að sér yfirstjórn hátíðarinnar með hjálp valinna manna úr öðrum nefndum. Tóti og félagar munu þó sjá um sjálfa gleðina á Leirunum.
7. Þolreið í Laxnes, Póri í Laxnesi mun standa fyrir þolreið frá Víðidal í Laxnes þann 21. maí. Ákveðið að Hörður taki að sér að aðstoða við keppnina Mosfellsbæjar megin. Gætum fengið unglingana okkar með í málið. Guðjóni falið að sjá um framkvæmdina.
Fleira var ekki gert og fundi slitið.