Stjórnarfundur 8. febrúar 2025
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 12 2025 11:40
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli
laugardaginn 8. febrúar 2025 kl. 9:00
Mætt: Jón Geir Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Hermann Jónsson, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Margrét Dögg Halldórsdóttir
Anna Lísa Guðmundsdóttir og Einar Franz boðuðu forföll.
Dagskrá:
- Staðan á Tungubakkahringnum
- Staðan á kerrustæði
- Álit vegna skipulags á Blikastaðalandinu
- Staðan á vinnu hjá nefnd LH vegna losunar á taði
- Fjárhagsáætlun 2025 og 2026
- Önnur mál
- Verkefnalisti fyrir starfsmann
- Staðan á Tungubakkahringnum
Vegurinn fór í sundur í leysingum um daginn. Þarf að ganga frá þessum ræsum almennilega svo þess háttar tilfelli gerist ekki aftur því það er orðinn ansi tíður viðburður að vegurinn fari í sundur í leysingum.
- Staðan á kerrustæði
Leiga á kerrustæði er 6.000kr á ári. Hermann og Ragga gjaldkeri hafa farið yfir stæðin og hvaða leigjandi er í hvaða stæði, ásamt því að setja niður reglur á blað varðandi notkun á stæðunum.
- Álit vegna skipulags á Blikastaðalandinu
Stjórn sendi inn ábendingar með að skipuleggja reiðleiðir inná eða við skipulagða byggð.
- Staðan á vinnu hjá nefnd LH vegna losunar á taði
Fundur er næstkomandi mánudag hjá LH varðandi þetta mál.
- Fjárhagsáætlun 2025 og 2026
Viljum setja upp hversu háa upphæð er hægt að eyrnamerkja hverju verkefni fyrir sig, eða hvað við þurfum að safna miklu fyrir ákveðin verkefni. Hvort sem þetta er í námskeið, mannvirkin okkar eða önnur verkefni sem tengjast okkar starfsemi. Ragga gjaldkeri ætlar að setja saman lista í samstarfi við Jón Geir formann. Þá er hægt að hafa yfirsýn í hvaða verkefni er hægt að fara í út frá fjármagni.
- Önnur mál
Í vetur verður gert plan um heilsársstarf fyrir börn og unglinga sem myndi hefjast haustið 2025. Þar sem virkt starf og kennsla verður allan veturinn sem þau geta stundað.
Hvað getum við gert fyrir sjálfboðaliða í nefndarstörfum? Hugmynd kom að launa sjálfboðaliðum með að gefa þeim frían reiðhallarlykil sem umbun. Ákveðið var að launa aðeins mótanefnd með reiðhallarlykli þar sem þau vinna gífurlega mikið sjálfboðastarf í kringum öll mótin sem eru haldin á hverju tímabili.
Kótilettukvöldið skilaði um 300.000kr hagnaði. Óskað var eftir að nýta þann pening til að endurnýja borðin í Harðarbóli. Það var samþyggt.
Árshátíðarmiðinn kostar jafn mikið og í fyrra - 9.500kr. Nefndin er á fullu að skipuleggja árshátíðina. Haddi kokkur verður með matinn.
Hljóðvistin - Það er komið í þann farveg að búið er að fá iðnaðarmenn til þess að klæða loftið með hljóðdempandi dúk.
Lítið hefur fengist svör við athugasemdum frá stjórn Harðar varðandi stækkun á golfvellinum sem send voru inn til bæjarins. Eins og skipulagið er núna eru aðeins ein undirgöng undir reiðveginn, en á tveimur öðrum stöðum er þveranir fyrir gangandi yfir reiðveginn - sem er ekki ásættanlegt. Fundur er með bænum 14. Febrúrar þar sem Jón Geir formaður, Magga stjórnarmaður, Matti, Sæmundur og Rúnar framkvæmdarstjóri ætla að mæta á.
- Verkefnalisti fyrir starfsmann á plani
- Kaupa nýtt kar fyrir taðið úr hringgerðinu og ráða mann til þess að tæma það reglulega.
- Næstu tveim vikum þarf að loka hvíta gerðinu og laga gerðið. Eitt hornið á gerðinu er brotið.
- Setja upp festingar fyrir skítagafflana í hvíta gerðinu.
- Leki er á brunaslöngunni inná kaffistofunni í reiðhöllinni. Þarf að kaupa nýja slöngu því hún er ónýt og laga lekann.
- Þarf að klæða í kringum lyftuna fyrir fatlaðastarfið í reiðhöllinni.
Fundi slitið kl 11:08
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir