Stjórnarfundur 4. desember 2024
- Nánar
- Skrifað þann Mánudagur, desember 09 2024 21:38
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn að Drífubakka 1 hesthúsi,
miðvikudaginn 4. desember 2024 kl. 20:00
Mætt: Jón Geir Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Hermann Jónsson, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Margrét Dögg Halldórsdóttir
Ragnhidur Traustadóttir og Einar Franz forfölluð.
Dagskrá:
- Punktar frá síðasta fundi
- Fatlaðastarfið – staða og næstu skref
- Vetrarstarfið
- Árshátíð
- Nefndir og hvernig við virkjum þær
- Samningur við Mosfellsbæ
- Önnur mál
- Punktar frá síðasta fundi
Jón Geir ræddi við Arnar hjá Mosfellsbæ varðandi nýja samninginn um styrki til næstu fjögurra ára, samningurinn rann út í ár. Ekki var enn búið að kynna það fyrir bæjarráði svo hann gat ekki svarað því. Jón Geir óskaði einnig eftir að vera kallaður á samráðsfund með Kristni skipulagsfulltrúa varðandi stækkunina á golfvelluinum.
Kristján Arason er orðinn áheyrnafulltrúa félagsins og mun mæta á fundi með stjórn.
Varðandi sýnileika stjórnar. Verkefni stjórnarmeðlima er að skrifa stutta lýsingu um sjálfan sig til þess að birta á facebooksíðu félagsins. Einnig setja hópmynd af stjórn á heimasíðu félagsins.
Við þurfum sem íþróttafélag að vera með samfelldara og virkara fræðslustarf. Getum boðið félagsmönnum að senda inn hugmyndir af námskeiðum eða viðburðum til að hafa yfir veturinn. Yfirreiðkennarinn getur svo haldið utanum hugmyndirnar og skipuleggur kennslu fyrir veturinn. Fræðslunefnd þarf líka að stuðla að því að endurmennta þjálfarana okkar með sýnikennslum eða námskeiðum. Fræðslunefnd þarf að vera skipuð að hluta af fólki sem hefur þekkingu og reynslu af kennslu og námskeiðum. Þurfum að skipuleggja þetta fyrir veturinn 2025-2026.
Kynbótanefndin kom saman um daginn og fleiri meðlimir bættust við nefndina. Búið er að bóka Þorvald Kristjánsson til að fara yfir kynbótaárið 2024 í Harðarbóli. Kynbótanefnd er búin að skipuleggja ferð á suðurlandið 15. febrúar. Það hittir reyndar á vetarmót hjá félaginu svo þarf að athuga hvort þeir geti ekki breytt því.
Engar umsóknir hafa borist fyrir félagshesthúsið. Félagið er enn til í að styrkja krakka sem eru með hesta úti í hverfinu ef þeir sækja um, það er auka styrkur frá Mosfellsbæ sem á að nýta í það líka. Í
febrúar er plan að fara yfir mál félagshesthússins fyrir næsta starfsár og framtíðina. Hvað þurfum við að gera til að efla starfið. Finna hús og hesta fyrir folk? Skoða hvar þetta gengur vel og hvort við getum notað model frá þeim stöðum.
- Fatlaðastarfið – staða og næstu skref
Jón Geir og Bergdís ætla að funda með formanni fræðslunefndar fatlaðra og Hestamennt og fara yfir gang mála. Þarf að vera úttekt á búnaði sem starfið notar. Mikil vöntun er á sjálfboðaliðum til þess að teyma undir fólkinu, enda tímasetningin á miðjum degi á virkum dögum. Einnig væri hægt að gera þjónustukönnun og athuga með viðhorf til starfsins. Það þarf að skoða frá mögum hliðum en starfið er nokkuð þungt um þessar mundir.
- Vetrarstarfið
Erum komin með marga viðburði í vetur. Spennandi vetur framundan.
- Árshátíð
Farið verður í viðræður við ákveðna hópa varðandi að taka skipulag næstu árshátíðar að sér, vonandi fæst mannskapur í það fljótt.
- Nefndir og hvernig við virkjum þær
Formenn æskulýðs-, móta- og fræðslunefndar verða boðaðir á fund með Jóni Geiri og nefndarstörf rædd.
- Samningur við Mosfellsbæ
Ættum að fá uppfærðan samning næstu daga. Þurfum einnig að fá ljósastaurasamning og skipuleggja formlega opnun á ljósastaurunum sem eru komnir.
- Önnur mál
Jón hitti alla formenn hestamannafélagsins á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn var mjög gagnlegur. Mikill kostnaður er fyrir hesthúsaeigendur að farga skít úr þróm. LH er með það mál á borðinu hjá sér hvort sé ekki hægt að lækka þann kostnað. Einnig er förgun á hrossahræjum mikið vesen fyrir hetsaeigendur. Þurfa að fara fyrst í frysti í Gufunesi, svo í brennslu í Kölku. Það mál þarf líka að skoða.
Hvernig er rekstri íþróttamannvirkja annarra íþrótta háttað í sveitafélaginu. Og hvernig er rekstri íþróttamannvirkja hestamannafélaga háttað á höfuðborgarsvæðinu.
Innlegg kom varðandi vökvunarbúnað í reiðhöll. Erlendir sérfærðingar mæla með að hafa vökvunarkerfið neðanfrá. Þá er kerfi í undirlaginu sem vökvar, er miklu einfaldara í viðhaldi. Má skoða þetta í framtíðinni.
Gólfið í reiðhöllinni er hálfgert moldarflag og þarf að skafa og bæta efni. Í desember fer hringgerðið út og ný flís sett. Þurfum að eyða pening í gólfið okkar sem er mikið notað orðið allt árið.
Formenn þeirra nefnda sem þurfa stundum að leggja út fyrir veitingum og öðru fyrir starfið þurfa að fá kort frá félaginu til þess að nýta í það. Ekki hægt að ætlast til þess af félagsmönnum að leggja sjálfir út, geta orðið verulegar upphæðir sem folk er að “lána” félaginu þó í skamma stund sé.
Ekki var meira rætt á fundinum
Fundi slitið kl 21:34
Fundargerð ritaði Ingibörg Ásta Guðmundsdóttir.