Stjórnarfundur 13. nóvember 2024

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 20:00 

Mætt: Jón Geir Sigurbjörnsson, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnheiður Þorvaldsdóttir, Ragnhildur Bjarney Traustadóttir og Hermann Jónsson 

Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz, Anna Lísa Guðmundsdóttir og Margrét Dögg Halldórsdóttir boðuðu forföll. 

Dagskrá: 

  1. Fara yfir mál frá aðalfundi og samþykkja fundargerð 
  2. Staðan á gólfvallar máli 
  3. Verkskipting innan stjórnar 
  4. Áhersla stjórnar 
  5. Sýnileiki stjórnar 
  6. Puntkar frá Sonju 
  7. Frá Mosfellsbæ - Starfshópur vegna reiðvega / lokun vegar við völuteig 
  8. Bréf á LH vegna styrk fyrir Íslandsmót 
  9. Samkomulag vegna ljósastaura 
  10. Önnur mál 

 

  1. Fara yfir mál frá aðalfundi og samþykkja fundargerð 

 

Er á leiðinni út til stjórnar til samþykktar. 

  1. Staðan á gólfvallar máli 

 

Hestamannafélagið er kominn með lögfræðing sem heitir Arnór Halldórsson og er hjá lögfræðistofunni Megin. Hann hefur reynslu af málum sem þessum sem kemur að stækkun golfvallarins yfir reiðstíg hestamannafélagsins. 

  1. Verkskipting innan stjórnar 

 

Jón Geir Sigurbjörnsson er formaður, Ragnhildur Traustadóttir gjaldkeri og Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir er ritari. Meðstjórnendur eru Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz, Hermann Jónsson, Margrét Dögg Halldórsdóttir og Ragnheiður Þorvaldsdóttir. 

Nefndarstörf, tengiliðir: 

Mótanefnd: Ragnheiður Þorvaldsdóttir 

Æskulíðsnefnd: Berghildur Ásdís Stefánsdóttir 

 

 

Fræðslunefnd: Anna Lísa Guðmundsdóttir 

 

Tengiliðir þessara nefnda og Jón Geir formaður setjast með þessum þremur og startar starfi vetrarins og hvetur nefndirnar til þess að halda ánægju 

Ferðanefnd: Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir 

Umhverfis og mannvirkjanefnd: Hermann Jónsson 

Beitarnefnd: Stjórn. 

Fræðslunefnd fatlaðra: Agla 

Árshátíðarnefnd: Verður auglýst eftir nefnd. 

 

Tengiliður stjórnar á að setjast niður með nefndum og ræða hvað á að gera yfir veturinn. 

  1. Áhersla stjórnar 

 

Formaður vill festa fundartíma. Hann verður fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl 20:00. Dagsetningarnar eru 

4. Desember 2024 

2. Janúar 2025 

5. Febrúar 2025 

5. Mars 2025 

2. Apríl 2025 

7. Maí 2025 

4. Júní 2025 

 

Formaður tekur mánaðrlega fundi með starfsmönnum félagsins til þess að fara yfir stöðu og verkefni. 

Ungur áheyrnafulltrúi. Benedikt Ólafsson ætlar ekki að halda áfram. Verður talað við Kristján Arason og athugað hvort hann hafi áhuga á fulltrúastarfinu. 

Formaður er kominn með 5 ára markmið sem verður tekið fyrir á næsta fundi. Félagshesthús, halda stórmót og fá deild í reiðhöllina. Taka að okkur keppnisgreinar í hinum deildunum. 

  1. Sýnileiki stjórnar 

 

Vera virkari í fatlaðrastarfi. Stjórnarmeðlimir þurfa að vera sýnilegri á mótum og ferðum sem eru á vegum félagsins. 

Skrifa greinar um hestaíþróttina í Mosfelling. Búið að bóka reiðtúr með Hilmari Gunnars og Guðjóni íþróttafulltrúa. Hitta bæjarfulltrúana. 

Eigum við að vera merkt með fatnaði? 

Setja myndir af stjórnarmeðlimum inn á heimasíðuna. 

Sýnileiki starfsmanna á viðburðum og vinna á viðburðum og mótum ef þörf er á. 

  1. Puntkar frá Sonju 

 

Stjórn er til í að styrkja börn félagsins með endurskinsmerkjum fyrir veturinn. Þau væru merkt Herði og tryggingarfélagi. Fullorðnir geta keypt sér endurskinsmerki gegn vægu gjaldi. 

Æskulýðsnefnd ætlar að fara í menningarferð með börnin í vor. 

  1. Frá Mosfellsbæ - Starfshópur vegna reiðvega / lokun vegar við völuteig 

 

Bærinn ætlar að vera með reiðveganefnd. 

Verið að byggja dæluhús við undirgöngin í Völuteig. Lokun á reiðvegi þarf að auglýsa. 

  1. Bréf á LH vegna styrk fyrir Íslandsmót 

 

Búið að senda fyrir styrk fyrir Íslandsmótið sem var í sumar. 

  1. Samkomulag vegna ljósastaura 

 

Fá skriflegt samkomulag um að ljósastauraverkefnið haldi áfram. 

  1. Önnur mál 

 

Kerrustæðin - Þarf að taka fund með Rúnari varðandi að ekki er búið að rukka fyrir kerrrusvæðin í tvö ár. Þarf að vita hver er hvar. Þarf að fá skipulag og teikna þetta upp og endurraða. 

Tölvupóstur um afreksstyrk. Hver gæti hentað inn í það? 

Gámurinn er kominn og kostar 20þ að tæma hann og leigan á mánuði er 20þ. Þessi gámur er stærri. 

Skógræktarfélagið hafði samband varðandi að hestamenn eru að ríða nýja fjallahjólastíginn sem þeir létu gera síðastliðið sumar í Æsustaðahlíðinni. Engin niðustaða kom frá stjórn um hvað væri best að gera. Enda vegurinn töluvert utan þeirra íþróttasvæðis og ekki endilega að það séu félagsmenn sem eru að ríða stíginn. En ákveðið var að ekki væri sniðugt að auglýsa því fleiri gætu farið að fara þessa leið ef þeir vita af henni. 

Formaður hugar að áramótareið. 

Fundi slitið kl 22:02 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir