Stjórnarfundur 7. ágúst 2024

 

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudaginn 7. ágúst 2024 kl. 18:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Hermann Jónsson, Ragnhildur Bjarney Traustadóttir, Einar Franz og Jón Geir Sigurbjörnsson. Anna Lísa Guðmundsdóttir og Aðalheiður Halldórsdóttir boðuðu forföll. 

Dagskrá: 

  1. Íslandsmót 
  2. Félagshesthúsið 
  3. Reiðhöllin 
  4. Starfsmannamál 
  5. Önnur mál 

 

1. Íslandsmót 

 

 

Hestamannafélagið hélt Íslandsmót barna og unglinga dagana 19. – 21. júlí. Mótið gekk almennt mjög vel. Völlurinn var góður eftir framkvæmdirnar í vor og kom félagið í hagnaði út eftir mótið. Sjálfboðaliðar stóðu sig eins og hetjur og er félagið þakklátt fyrir tímann sem þeir gáfu. Án þeirra væri ekki hægt að halda mót. Hluti af stjórn Harðar ætlar að fá fund með LH til að fara yfir mótið. Hvað kom vel út og hvað mætti betur fara. 

 

2. Félagshesthúsið 

 Félagið hefur gert samning við Helga í Blíðubakkahúsinu undanfarin ár með pláss fyrir krakkana í félagshesthúsinu. Verið er að semja um verð fyrir næsta vetur og reikna þarf svo inn styrki til að finna hvað plássið kostar. Félagið ætlar að taka frá 10 pláss fyrir næsta tímabil og fer auglýsing út fyrir plássin núna í ágúst. 

Prógrammið byrjar með hestlausum tímum og hestar koma svo inn í nóvember. 

Félagið styrkir starfið um sirka 1.3mill og bærinn styrkir um 700þ með verðbótum. 

Í bígerð er einnig að bóka höllina í Blíðubakkahúsi fyrir kennslu yfir veturinn svipað og við gerðum í fyrra og kom vel út. Nýtist bæði félagshúsi og í annað. 

 

3. Traktorinn 

Þurfum að endurnýja traktorinn. Ný vél sem er búið að finna kostar 4.4 milljón með vaski. Hún er yfirbyggð og sjálfskipt og myndi henta vel í þau verk sem henni er ætlað. Kannað hvort hægt væri að setja gamla traktorinn uppí. 

Einnig þarf að skila valtaranum sem félagið prófaði, hann nýtist ekki nægilega til að fjárfesta í honum. 

 

4. Reiðhöll 

Gólfið í reiðhöllinni er í grunnin orðið mold. Þarf að moka henni út og hafa meiri flís í gólfinu. Þarf að panta flísina núna til að eiga í febrúar svo við lendum ekki í því að hún klárist. Líklega verður þó ekki farið í framkvæmdir sem heitið geta fyrr en næsta ár, í sumar var sett flís í gólfið fyrir íslandsmótið og óþarfi að henda henni út. Þarf að koma framkvæmdum við gólfið á dagskrá. 

Hringgerðið verður sett aftur inn í höll í september þegar sumarnámskeiðin eru búin. 

Hugmynd kom um að ekki sé hægt að bóka höllina undir kennslu milli kl 17-19 frá og með desember út mars. Margir eru búnir að taka inn á þeim tíma og koma eftir vinnu til að nýta höllina á myrkasta tíma ársins. Það var samþykkt að skoða hvort þetta gengur upp og prófa. 

Fókustímar verða áfram í vetur. 

Auka þarf þrifin í höllinni og hafa þau tvisvar í viku. Það þarf að fara betur yfir hvað á að þrífa í hvert skipti. Einnig kom upp sú hugmynd að kaupa dúk til að breiða yfir þann hluta áhorfendapallanna sem eru minnst notaðir dags daglega til að minnka þrifin á rykinu sem fellur á sætin. Verður skoðað í samhengi við þrifaplan sem þarf að gera skv heilbrigðiseftirliti sem kom í úttekt um daginn. 

Hermann er að vinna að lokaúttekt á reiðhöllinni með Rúnari og kemur því í gegn. 

 

5. Starfsmannamál 

Sonja er búin að segja upp sem yfirreiðkennari. Starfið verður auglýst. Einnig verður auglýst eftir umsjónarmanni félagshesthússins en Nathalie óskar ekki eftir að sinna því starfi áfram. 

6. Önnur mál 

 Félagið þarf að hafa markmið. Hvert stefnir félagið? Þurfum að setja okkur bæði tveggja ára markmið og langtíma 10 ára markmið. 

Óskað er eftir að keppnisnámskeið fyrir fullorðna verði haldið í vetur. Einnig hafa byrjendanámskeið fyrir fullorðna og valdeflingarnámskeið á hestbaki. 

Ætlum að athuga hvort Noona bókunarkerfið henti til þess að bóka tíma í reiðhöllina og mögulega Harðarból líka. 

Auglýsing eftir fólki í nefndir. 

Dagskrá fyrir mót þarf að koma snemma til að bóka Harðarból. 

Aðalfundur verður væntanlega haldinn í byrjun október, á eftir að festa dag. 

 

Ekki var fleira rætt á fundinum og fundi slitið kl 20:05 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir