Stjórnarfundur 11. apríl 2024
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 11 2024 11:52
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
fimmtudagur 11. apríl 2024 kl. 19:00
Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Hermann Jónsson, Ragnheiður Traustadóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir. Einar Franz, Jón Geir Sigurbjörnsson, Sonja Noack og Benedikt Ólafsson áheyrnarfulltrúi
Dagskrá
- Fundargerð síðasta fundar
- Félagsstarfið framundan – skipulag og vinna Reiðtúrar
- Mótahald
- Aðrar samkomur
- Framkvæmdir – staðan og hvað er framundan Reiðvegir
- Vallarsvæði
- Reiðhöll
- Umhverfi
- Landsmót og Íslandsmót – setja af stað vinnu og fara yfir stöðuna
- Lóðaleigusamningar – staðan
- Skilti – verkefni
- Önnur mál
- Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
- Félagsstarfið framundan – skipulag og vinna Reiðtúrar
- Mótahald
27. apríl ríður Hestamannafélagið Hörður í Fák
4. maí Fákur kemur í heimsókn til Harðar
11. maí Vorreiðtúr
26. maí Kirkjureið
1. Maí. Firmakeppni. Mótanefnd sér um mótið. Stjórn safnar áheitum.
24. -26 Íþróttamót Harðar. Hafa grill og tjútt í kringum mótið.
7. – 9. Júní Gæðingamót og úrtaka fyrir LM
- Aðrar samkomur
25. apríl Hreinsunardagur, grillum hambrgara og pylsur eins og áður
- Framkvæmdir – staðan og hvað er framundan Reiðvegir
- Vallarsvæði
- Reiðhöll
- Umhverfi
Stendur til að loka reiðveginum frá Reykjavegi upp á Skarhólabrautina núna með vorinu og fram sumarið. Þar á að leggja kaldavatnslögn með reiðveginum. Stjórn fór fram á að hjáleið yrði gerð og fékkst það í gegn að verkinu verður tvískipt og verður hjáleið fyrir efri hluta leiðarinnar fyrri part sumars. Seinnihlutinn er svo unninn neðar nær Reykjaveginum og leiðinni þá lokað.
Framkvæmdir á reiðvegum eru alfarið að fara yfir á Mosfellsbæ. Þær breytingar sem hafa orðið eru fjöldi leyfa sem hestamannafélagið þarf að sækja um hjá hinum ýmsum stofnunum og töluverð pappírsvinna í kringum framkvæmdirnar. Reiðveganefnd sér um samskipti við bæinn og listar niður forgangsröðun reiðstíganna. Nefndin verður áfra í forsvari fyrir reiðvegagerð og viðhald eins og tíðkast í öðrum hestamannafélögum og sveitarfélögum á landinu.
Lýsingin er að fara í útboð þessa dagana og byrjað á framkvæmdunum við fyrsta hluta í haust.
Heilmikið er búið að gerast. Búið að hreinsa alla kanta og setja nýtt efni í stóra völlinn Leitað var álits annarra félaga og fagaðila og eru margir ánægðir með ákveðið svart efni sem er notað í t.d. Fák og öðrum stórum félögum. Svo eru skiptar skoðanir eins og alltaf, verkið við viðhald vallarins er rétt að hefjast og verður lokið með viðunandi hætti fyrir íþróttamótið í vor í síðasta lagi.
Músagangur er mjög mikill í reiðhöllinni, það þarf að semja við meindýraeyði og seta upp plan tilað halda músagangi í skefjum.
Hermann er að vinna í því að fá lokaúttekt á reiðöllinni sem aldrei var lokið við fyrir reiðhöllina með Rúnari framkvæmdastjóra
Nýja mönin kringum rúllustæðið verður þökulögð í vor og hún öll snyrt til, jafnvel plantað lágum trjám.
- Landsmót og Íslandsmót – setja af stað vinnu og fara yfir stöðuna
Vinna er farin í gang með Íslandsmótið. Búið að tala við sjónvarpið, en íslandsmót í golfi er á sama tíma svo þeir koma ekki að þessu móti hjá okkur. Tjaldsvæðinu er lokað við Varmá, en er opið hjá Mosskógum í Mosfellsdal. Ýmis verkefni verð aunnin í samstarfi við Mosfellsbæ og er verið í viðræðum og bréfaskriftum við þar til bæra aðila.
Keppnishópur fyrir yngri flokkana er í gangi fyrir landsmótið og gengur vel og margt skemmtilegt á dagskrá. Æskulýðsnefnd er einnig öflug og tvinnast þetta saman skemmtilega, mikil gróska hjá börnum og unglingum í Herði núna.
- Lóðaleigusamningar – staðan
Gekk vel að fá fólk til að skrifa undir, en enn vantar einhverja. Meirihlutinn af samningunum kláraðist. Svo því verkefnið er nánast lokið. Mosfellsbær sér um það sem út af stendur.
- Skilti – verkefni
Ingibjörg ætlar að fara í það að það klárist, búið er að lista upp hvar við þurfum sérstök varúðarskilti og merkingar.
- Önnur mál
Bréf barst til stjórn Harðar þar sem óskað er eftir lengri opnunartíma í reiðhöllinni, frá 6 á morgnana til miðnættis. Ákveðið var að opna hana kl 6 á morgnana, enn er til skoðunar að hafa hana opna til miðnættis. Til að hægt sé að hafa opið til miðnættis þarf að setja upp sjálfvirkt kerfi til að loka og slökkva í höllinni. Ræða þarf við Securitas varðandi lengingu opnunartímans. Önnur beiðni kom um að geta leigt alla höllina fyrir einstakling til æfingar, en því var hafnað. Einnig kom athugasemd um rekstur á flugvallarhringnum að það hindri keppnisfólk til að æfa sig á hringnum á þeim tíma. Ekki þykir tilefni til að bregðast við því að svo komnu máli.
Þörf er að útbúa dreifibréf með upplýsingum vegna plastgámsins. Enn hefur borið á því að hestamenn eru að setja annað en bara rúlluplast í gáminn.
Annað verkefni er að fara yfir kerrustæðin. Hver er með hvaða stæði og hvað er laust.
Fundi slitið 20:40
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir