Stjórnarfundur 23. september 2023

Mættir: Einar Franz Ragnarsson, Hermann Jónsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Sonja Noack, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Margrét Dögg Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Aðalheiður Halldórsdóttir. Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir boðaði forföll

 

Síðasti fundur var ekki ritaður

Dagskrá vetrar og tengiliðir við verkefni
Aðalfundur: 9 nóvember - MDH
Árshátíð: 9.mars - Vetrarmót (II) - BÁS
Kótelettukvöld: 13 janúar -EFR/RT
Hrossakjötsveisla Áttavilltra: 28. október
Þrifadagur og Firmamót- Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl - HJ
Íþróttarmót:24-26 maí - Mótanefnd
Gæðingarmót: Úrtaka: 7-9 júní - Mótanefnd
Vetrarmót I: Mótanefnd
Vetrarmót III: Mótanefnd
Nefndarkvöld: 12.Október. Byrja klukkan 18 - JGS
Gamlársdagsreið: MDH/RT
Kirkjureið: (14.maí í fyrra) – MDH sendir póst á kirkjuna og finnur dag
Náttúrureið: 25.maí laugardagur ?? Ferðanefnd ??
Fákur kemur - Hlégarðsreið: 4 maí ( Fyrsta helginn í maí) - ALG
Við förum í Fák: 27 april síðasta helginn í apríl - ALG

Vinnudagur: 21 sept fimmtudagur í höll. Það verður klukkan 18. Hreinsa gólf, slétta og setja nýju flísina á.

Laga breytingar sem þurfa að verða fyrir næsta aðalfund:
Taka út fjöldan varðandi löglegan fund. Ef hann er löglega boðaður þá er hann löglegur. Það tekst verr og verr að manna fundina til að hafa þá löglega, skoðum hvað önnur félög gera varðandi þetta og gerum svo tillögu að breytingu á næsta aðalfundi. Spurning umaða setja 15 manns sem lágmark.

MDH fer í að skoða og gera tillögur - Setja 15 manns í lágmark?

Setja inn í lögin framboðsfrest til stjórnarframboðs 

Stjórn les lög og kemur með tillögur, þarf að vinna frekar hratt til að klára fyrir aðalfund

 

Framkvæmdir á svæðinu

Bjartur ráðin í framkvæmdir í lok september, farið í vinnu við vellina.
Flís í höll
Gámur (dómpallur). Gluggar settir í og gluggar lagaðir á gafli, gámurinn klæddur. Gámurinn var að skemmast vegna leka.
Lyfta fyrir höll til að laga úðarakerfið, erfitt að leigja, RT ætlar að tékka hvort hún getur komið með lyftu.

Reiðvegir
Færa reiðveg í Skiphól
Stórgrýti

Skilti: Hælar eru komnir niður, þurfum að fá samþykkt frá bænum og fara svo í að setja þetta niður
Stór bót í vantsflæði við veg
Nýja hraðahindruninn virkar vel
Varðúðarskilti á brýrnar undir Vesturlandsveg.

Inn á tengingar á reiðveg upp í með leirvogstungu, MDH ætlar að fylgja þessu eftir. Fólk er bara á göngustíg og fólk felur sig bakvið tré, telur sig vera að gera rétt en gerir illt verra. Reiðveganefnd krefst þess að þessum tengingum inn á reiðveginn verði lokað

Bærinn þarf að setja göngustíg og þessar tengingar opnast þá á hann, ekki reiðveg.

 

Lóðaleigusamningar

Nýverið kom upp að ekki voru gerð eignaskipti við kaup á húsi í hverfinu, það var ekki hægt að þinglýsa þar sem lóðaleigusamingur væri bara 2 ár. Sýslumaður neitaði. Samkvæmt óformlegum samtölum er er verið að vinna lóðaleigusamninga í öllu bænum. Gengur illa að fá fund með umhverfissviði til að ræða þessi mál. Það þarf að vera uppgreiðsluákvæði í samningunum og þeir verði endurskoðaðir á allan hátt, uppfærðir miðað við nútímann. Það eru líklega 3-4 mismunandi samningar í gangi.
Setja fund með stjórn húseiganda félagsins: MDH boðar hann við tækifæri

 

Beitarmál:

Allt gekk vel í sumar varðandi úthlutun, tvö hólf duttu út.
Áverkar á fótboltavelli eftir lausa hesta þar.
Rafmagn var almennt á girðingum, þó ekki öllum en það var ekki endilega þar sem hross voru að fara út.
Úttekt á beit á mánudaginn
Helmingi of mikill áburður var afgreiddur í vor fyrir mistök, munum vigta næsta vor. 
Ekkert búið að ganga frá Landsbanka stykkinu enn.

 

Starfssemin almennt

Græja símanúmer fyrir starfsmennina okkar sem hægt er þá að flytja símtöl úr ef þarf í fríium og þess háttar. Fólk sé ekki með sín persónulegu númer í vinnunni. Auðveldar að setja mörk.

 

Verkefni komandi tímabils;

Loka úttekt á reiðhöll er enn útistandandi HJ fer í að klára það með framkvæmdastjóra Auglýsingar í reiðhöllinni, þarf að taka slatta niður og það halda margir að sér höndum við að kaupa svona auglýsingar núna. EFR Koma þarf ferðanefnd á koppinn, AH fer í að finna fólk og verður tengiliður stjórnar, þetta á að vera stór partur af félagsstarfinu, margir sem vilja ferðast lengri og skemmri ferðir. Kvennaferðir eru með sér nefnd.

Trekbrautin verður að klárast í haust, koma nokkrum einföldum tækjum inn í gerðið í litla vellinum, hlið, pallur og nokkrir staurar eru góð byrjun ALG fer í að klára þetta.

Samskiptum við bæjaryfirvöld þarf að halda vakandi, MDH skrifar pósta og er í samskiptum við þau svið og ráð sem þarf hverju sinni.

Íþróttavæðing hestamennskunar og samfelldar æfingar er hugmynd sem er í vinnslu, JGS er með starfshóp í gangi til að skoða breytingar á æfingum og námskeiðum. Íþróttarvæðingin, fræðslunefnd, tengiliður við barnastarfið verður BÁS

Vantar fólk í æskulýðsnefnd og fleiri nefndir, fáir bjóða sig fram þegar við auglýsum en þó einn og einn.

Gjaldskrá fyrir reiðhöllina ef fólk vill halda þar til dæmis barnaafmæli; í boði fyrir félagsmenn ef það skarast ekki við annað (verður ekki í boði að fyrra bragði en fyrirspurnum svarað og fundinn flötur ef hentar), rukkað verður sama verð og fyrir ½ höll í 2 tíma.

Vinna við aðalskipulag er í gangi, vantar að taka út fyrir hesthúsahverfið. Litir eru ekki réttir á kortið. Vantar lýsingar í texta, höfum bara til 12.sept til að skila inn. Fólk skoðar og skilar inn. Þarf ekki að vera í nafni hestamannafélagsins.

 

Fundi slitið

Fundargerð ritaði Jón Geir Sigurbjörnsson