Stjórnarfundur 3. maí 2023
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 03 2023 21:11
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
miðvikudagur 3. maí 2023 kl. 19:00
Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Hermann Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Rúnar Geir Sigurpálsson
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Verkefnin okkar
3. Lóðaleigusamningar, þarf að vekja upp
4. Hringgerði – framhald
5. Hringvöllur og keppnissvæði – tillaga frá Umhverfis og mannvirkjanefnd
6. Dagskrá framundan og vinna við hana – Hlégarðsreið, kirkjureið og mótin
7. Sumarbeit
8. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt af stjórn.
2. Verkefnin okkar
Gámurinn fyrir rúlluplastið kemur í næstu viku. Þurfum að auglýsa á síðunni gáminn og reglurnar í kringum hann.
Búið er að senda á bæinn með að fá skiltasteinana. Vantar enn að ákveða allar staðsetningarnar. Eitt verður þar sem fánaborgin er við hvítagerðið, má vera ofar. Annað fyrir aftan fótboltavöllinn. Svo eru tvö önnur skilti sem á enn eftir að ákveða staði. Byrjum á fyrstu tveimur.
Bærinn ætlar í sumar að setja upp hlið til að hægja á umferð á stígnum sem liggur inn á reiðstíginn fyrir neðan Kiwanishúsið.
3. Lóðaleigusamningar, þarf að vekja upp
Það þarf að vekja upp málið hjá bænum. Formaður búinn að vera að vasast í málinu að tala við skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa. Þeir segja að það standi til að laga þetta. Mismunur er í orðalagi á samningum og þarf að samræma þá. Einnig eru samningarnir að endurnýjast aðeins tvö ár í senn og þarf að hafa uppgreiðslugjald þegar samningi er rift.
4. Hringgerði – framhald
Tilboð í undirvinnuna á enn eftir að koma. Loka staðsetning er enn óákveðin, en verður nálægt reiðhöllinni.
5. Hringvöllur og keppnissvæði – tillaga frá Umhverfis og mannvirkjanefnd
Tillaga kom frá Umhverfis og mannvirkjanefnd um að leggja pening í að flikka upp á keppnisvöllinn. Skipta t.d. út hvíta plastinu sem markar völlinn fyrir staura með kaðli. Einhver peningur er til sem var ætlaður í viðhald á vellinum. Þarf að setja saman verk- og kostnaðaráætlun fyrir þau atriði sem við viljum láta gera við völlinn.
6. Dagskrá framundan og vinna við hana – Hlégarðsreið, kirkjureið og mótin
Við erum með húsið frátekið báðar mótahelgarnar. Hugmynd að gera eitthvað skemmtilegt í kringum gæðingamótið sem er 20. maí.
Laugardaginn næsta kemur Fákur í heimsókn. Nokkrir úr stjórn skipta á milli sín verkum til að standa vaktina í kringum reiðina.
Kirkjureiðin verður 14. maí og stjórn skiptir á milli sín verkum til að halda kaffið.
7. Sumarbeit
Bárust 20 nýjar umsóknir um beitarhólf. Einhverjar breytingar eru á hólfunum og verður farið yfir það á öðrum fundi.
8. Önnur mál
Erindi frá Hestasnilld um að hafa hestaafmæli í reiðhöllinni. Þá munu þau leigja hálfa höllina til að teyma undir krökkum og afmæliskökur í kaffiaðstöðunni. Vel tekið í það og grænt ljós gefið.
Hugmynd um að tala við bæinn um að salta reiðvegina til að rykbinda.
Þurfum að setja upp framkvæmdaáætlun fyrir reiðhöllina. Hvað viljum við gera? Hvað er næst? Og hvað mun það kosta. Lenging á höllinni, milliloftið yfir kaffiaðstöðuna eða viðbygginguna með hesthúsi og reiðhöll.
Fundi slitið 20:50
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir