Stjórnarfundur 12. apríl 2023

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudagur 12. apríl 2023 kl. 19:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Hermann Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Viktoría Von 

Dagskrá: 

1. Fundargerð síðasta fundar 

  1. 2. Verkefni a. Skilti 
  2. b. Gámur 
  3. c. Ruslatínsla 
  4. d. Langihryggur 
  5. e. Samningur við báða reiðskóla 
  6. f. Trappa fyrir svið 
  7. 3. Friðland – skýrsla/athugasemdir 
  8. 4. Málþing ÖBÍ 
  9. 5. Hafravatnsvegur – reiðleiðir 
  10. 6. Reiðmaðurinn í Herði 
  11. 7. Önnur mál 

 

1. Fundargerð síðasta fundar 

 

Stjórn samþykkti síðustu fundargerð 

2. Verkefni a. Skilti 

b. Gámur 

c. Ruslatínsla 

 

 

Margrét, Hermann og Rúnar eru með staðsetningarnar á nýju skiltunum. Hermann hefur samband við Bjarna hjá Mosfellsbæ um að fá skiltasteina og setja þá niður. 

Við reiðleiðir út fyrir svæðið kringum hverfið ætlar bærinn að setja upp boðskilti og skipta um þar sem þarf. Samið var að skipta um nokkur á ári. Stjórn tekur saman staði þar sem þeim finnst vanta skilti eða megi bæta og senda á Ingibjörgu sem kemur því áfram til Bjarna. 

Hermann ætlar að panta gám undir rúlluplastið. Verður hann settur við hornið á reiðhöllinni. Gámurinn verður læstur og opinn á ákveðnum tíma þar ef fylgst er með þegar plastinu er hent til að tryggja að ekkert annað fari með. 

 

    1. d. Langihryggur 
    2. e. Samningur við báða reiðskóla 
    3. f. Trappa fyrir svið 

 

Hreinsunardagurinn er sumardaginn fyrsta, ásamt Firmakeppninni. Grillað verður í reiðhöllinni á eftir. 

Samningurinn er runninn út og stjórn ræddu kosti þess og galla að endurnýja samninginn. Ekki er áhugi fyrir að endurvekja hann eins og er. 

Þarf að gera samsvarandi samning við nýja reiðskólann Hestasnilld eins og Hestamennt er með. Settur verður upp samningur, hann yfirfarinn af stjórn áður en hann verður sendur áfram. 

Eigum suður í Kársnesi tröppu fyrir sviðið. Hermann ætlar að sækja hana. 

3. Friðland – skýrsla/athugasemdir 

 

Farið hefur verið yfir skýrsluna og margar athugasemdir komið upp. Þær teknar saman og sett saman í athugasemda bréf sem verður sent áfram. 

4. Málþing ÖBÍ 

 

Ásmundur Einar ráðherra kom í heimsókn að kynna sér fatlaðrastarfið og Sonja hefur sýnt áhuga á að fara á málþing ÖBÍ og ætlar Margrét með henni. 

5. Hafravatnsvegur – reiðleiðir 

 

Reiðveganefnd fór á fund ásamt bæjarstarfsmönnum með Vegagerðinni varðandi reiðveginn með Hafravatnsveginum. Reiðvegurinn frá Nesjavallaveginum að Seljadalsá var illa unninn og ætlar Vegagerðin að bæta úr því. Mosfellsbær, í samstarfi við félagið, mun sjá til að vegurinn verði lagaður og Vegagerðin borgar hann. Enn er allt í strandi varðandi áframhaldandi leið með Hafravatnsveginum. Reiðveganefnd LH er að vinna í því máli. 

6. Reiðmaðurinn í Herði 

 

Mikil skráning er komin og fleiri sýna áhuga. Þá staðfest að reiðmaðurinn verði kenndur hjá félaginu næsta vetur. 

7. Önnur mál 

 

Viðburðir framundan: 

20. apríl – Firmakeppni og hreinsunardagur 

14. maí - Kirkjureið 

29. apríl – Hörður fer í heimsókn í Fák 

6. maí – Fákur kemur í heimsókn 

Náttúrureið – verður farin í lok maí. Stjórn ætlar að taka sig saman og skipuleggja hana 

Komin er lausn til að vökvunarkerfið leki ekki eftir notkun. Ingibjörg talar við Gunnar hjá fyrirtækinu sem setti kerfið upp á og fær þá til að laga það. 

Búið er að setja fallvörn á hurðina. 

Þegar mót eru í gangi og kaffisala með, er mikið ryk sem sest inn á eldhúsaðstöðuna. Ósk er um að fara í það verkefni að athuga lausn á því að loka fremra svæðið frá reiðhöllinni til að takmarka ryk og óþrifnað á kaffisvæðinu. 

Fundi slitið kl 20:44 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir