Stjórnarfundur 8. mars 2023

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudagur 8. mars 2023 kl. 19:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Hermann Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Viktoría Von, Rúnar Geir Sigurpálsson 

 

Dagskrá: 

1. Fundargerð síðasta fundar 

2. Gjald eldri félaga 

3. Beitarmál og áburður – erindi frá reiðskólanum Hestasnilld 

4. Árshátíð 

5. Merktar húfur 

6. LH fundur um daginn 

7. Fundur með umhverfissviði Mosfellsbæjar 

8. Reiðvegamál og áætlun 

9. Heimsókn frá bæjarfulltrúum framundan – dagsetning 

10. Önnur mál 

 

1. Fundargerð síðasta fundar 

 

Fundargerð síðasta fundar samþykkt samhljóða. 

2. Gjald eldri félaga 

Innheimta félagsgjalda fór í gegnum Sportabler og reyndist það ekki eins vel og vonast var. Ýmis mál komu upp sem þurfti að leysa og hafa nú verið leyst. 

Bréf hefur borist frá nokkrum eldri félögum sem eru ósáttir með breytingar á félagsgjaldi sem voru gerðar árið 2020. En stjórn hefur ekki heimild til að breyta þessu eins og stendur heldur þarf erindið að fara fyrir aðalfund. Tillaga að breytingu þarf að koma fyrir næsta aðalfund. Stjórn sendi þessum aðilum bréf sem höfðu samband til að útskýra stöðu mála. 

 

3. Beitarmál og áburður – erindi frá reiðskólanum Hestasnilld  

Búið er að panta áburð hjá Fóðurblöndunni sem var með lægsta verðið eftir verðkönnun. 

Erindi kom inn frá Reiðskólanum Hestasnilld um hvort að skólinn gæti fengið beit fyrir sína reiðskólahesta næsta sumar, sirka 6 hestar. Stjórn tók jákvætt í það að finna beitarhólf sem myndi henta starfsemi skólans. 

Opnað verður fyrir beitarumsóknir núna um miðjan mars til 15. apríl svo hægt sé að byrja úthlutavinnuna snemma. 

 

4. Árshátíð  

Árshátíðin tókst mjög vel. Voru um 60 manns sem komu í veisluna. Einhverjar vangaveltur er um að halda árshátíðina fyrr á árinu. 

 

5. Merktar húfur  

Húfur, derhúfur og buff eru komin. Hugmynd að selja saman í pakka og sitthvoru lagi. Verður auglýst og líka haft til sölu á mótum. 

 

6. LH fundur um daginn  

Fundurinn með stjórn LH var upplýsandi. Fulltrúar frá mörgum félögum komu á fundinn. Farið var yfir ýmis mál og reyndist þetta vera ágætis umræðufundur. Lokaorð fundarins voru að virkja félögin í að tala meira saman og hjálpast að ef þarf. 

 

7. Fundur með umhverfissviði Mosfellsbæjar  

Stjórn fór á fund með Umhverfissviði Mosfellsbæjar. 

- Farið var með reiðvegaátælunina sem Sæmundur í reiðveganefnd var búin að setja upp og hún kynnt. 

- Lýsingin á flugvallarhringnum er þung í vöfum hjá bænum vegna kostnaðar. Stjórn ætlar að senda inn erindi til bæjarstjórnar þar sem málið verður tekið fyrir. 

- Úthlutun lóðanna hefur enn verið frestað vegna kostnaðar við flutning á lögnum. Það erindi verður einnig sent inn til bæjarstjórnar. 

- Hraðahindrunin sem var sett í brekkuna inn í hverfið verður tekin og sett ný varanleg neðar í brekkunni. 

- Hugmyndir eru á lofti um vegöxl inn við Reykjahvol þar sem reiðvegurinn er kominn í strand vegna byggðar. 

- Bærinn ætlar að íta á Vegagerðina með að setja reiðstíg með ný malbikaða Hafravatnsveginum. 

 

8. Reiðvegamál og áætlun  

Sæmundur í reiðveganefndinni gerði mjög fína reiðvegaáætlun sem var kynnt á fundi með bænum. 

 

9. Heimsókn frá bæjarfulltrúum framundan – dagsetning  

Bæjarráðinu verður boðið í heimsókn. Best væri að hafa seinnipart dags. Vera með kynningarfund, kaffi og kökur. 

 

10. Önnur mál  

Engin ferðanefnd er enn komin. Stjórn getur tekið á sig þegar Fákur kemur og Fákur fer, einnig Kirkjureiðina. En það verður að vera einhver ferðanefnd fyrir hinar ferðirnar. Vantar að huga að einhverju fyrir Náttúrureið. 

 

Fundi slitið kl 20:40 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir