Stjórnarfundur 1. febrúar 2023
- Nánar
- Skrifað þann Miðvikudagur, febrúar 01 2023 10:59
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
miðvikudagur 1. febrúar 2023 kl. 19:00
Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz Ragnarsson, Hermann Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Viktoría Von Ragnarsdóttir.
Dagskrá:
1. Fundargerð síðasta fundar
2. Plastsorphirða
3. Húfur
4. Hringgerði
5. Tryggingamál vegna reiðhallar ofl.
6. Reiðhöllin
7. Nefndarmál
8. Dagskrá framundan
9. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Plastsorphirða
Athugað var með fyrirkomulagið hjá fyrirtækinu í Hveragerði sem tekur við rúlluplasti til endurvinnslu. Mæla þeir með því að hafa pressugám svo sem mesta magn komist með hverri ferð austur, við þýrftum þá að kaupa okkur pressu. Ef þessi leið væri farin þyrfti að finna einhvern til að sjá um gáminn því ekkert nema rúlluplastið má fara í gáminn. Annar möguleiki er að tala betur við Sorpu í Mosfellsbæ um að taka við plastinu frítt eins og gert er í Sorpu Gufunesi. Einnig verið að athuga hvort að Sorpa sé til í að vera með gám í hverfinu, en það kemur líka að því að eftirlit þarf að vera með honum því aðeins rúlluplast má fara í gáminn.
3. Húfur
Pantað verða 200 húfur, 200 derhúfur og 200 buff með Harðar merki, buffin í félagsgræna litnum.
4. Hringgerði
Búið er að ákveða að taka hringgerðið eins og er í Friðheimum. Send verður verðfyrirspurn til fyrirtækisins í Hollandi sem selur gerðið. Einnig þarf að taka inn í reikninginn lýsingu, aðgangsstýringu, jarðvegsskipti og steypuvinnu undir gerðið.
5. Tryggingarmál vegna reiðhallar og fleira
Umræða hefur komið upp varðandi aldurstakmarkið fyrir krakka að vera einir í reiðhöllinni, er það 13 ára. Spurning hvort það varðar tryggingarmál að hafa aldurstakmark. LH er að skoða tryggingarmál í reiðhöllum og helstu mannvirkjum hestamannafélaga, svo þetta mál er í höndum lögfróðra manna. Verið er að fara yfir okkar tryggingar allar.
6. Reiðhöllin
Farið var yfir ýmis mál sem varða reiðhöllina
- Ekki er enn komin fallvörn á inngönguhurðina. Málið er í vinnslu.
- Komið var af stað verkefni sem kallast Afrekshópur. Kom það upp því ákall var frá ungu keppnisfólki á efreksstigi að fá að nota alla höllina til að æfa fyrir keppnir á fyrirfram ákveðnum tímum. Einhver gagnrýni hefur borist, sem er frábært, en verkefnið er í þróun. Þurfum að vinna betri ramma um þessi mál í félaginu.
- Hugmynd var líka að svokölluðum Fókustímum í reiðhöllinni, þar sem ákveðnir tímar sem eru hugsaðir að engin læti séu í höllinni og aðrir tímar séu hraðir tímar. Svo reiðmenn séu að æfa á sama tempói í höllinni. Verið er að ljúka vinnu við þetta og líklega verður settur upp skjár í anddyrinu til upplýsinga um það sem fram fer á hverjum tíma í reiðhöllinni.
- Búið er að tala við arkitektinn sem var í ferlinu með uppbyggingu nýrrar reiðhallar í Sörla. Hann er til í að koma að kynna fyrir stjórn hvernig það fór fram.
- Kvartanir hafa borist um að gólfið í höllinni sé hált og sleipt. Er það í vinnslu.
- Vökvunarkerfið var prófað með loftpressu og virkaði það þá vel, tæmdi sig á eftir og lak ekki í langan tíma á eftir. Kerfið á ekki að vera þannig að það virki bara með loftpressu. Þarf að fá pípara til að fara yfir kerfið því mögulega er eitthvað vitlaust gert í uppsetningu á því.
- Tveir gluggar leka í loftinu.
7. Nefndarmál
Vantar enn ferðanefnd. Mögulega komið með fólk í nefndina. Á eftir að fá það staðfest.
Árshátíðarnefnd er á fullum störfum og fer auglýsing að detta í hús fyrir árshátíðina.
8. Dagskrá framundan
- Árshátíð 25. Febrúa
- Sýninkennsla 2. Febrúar
- Félagið er komið inn í viðburðardagatal hjá Mosfellsbæ á opna viðburði.
9. Önnur mál
Hugmynd um að koma aftur upp myndavélakerfi í reiðhöllinni. Þegar það er komið upp yrði það vel kynnt og aðeins umsjónarmaður og lögregla hefðu aðgang að upptökunum. Verið að skoða hvaða möguleikar eru í boði á þess að persónuvernd sé brotin.
Skiltin með ógreiddum auglýsingum þurfa að fara niður. Farið í það sem first. Eins að fá nýja aðila til að auglýsa.
Ekki var fleira rætt á fundnum
Fundi slitið 20:31
Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir