Stjórnarfundur 4. janúar 2023

 

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudagur 4. janúar 2023 kl. 18:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Ragnhildur Traustadóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz Ragnarsson, Hermann Jónsson, Sonja Noack, Aðalheiður Halldórsdóttir, Rúnar Geir Sigurpálsson, Jón Geir Sigurbjörnsson. 

Dagskrá: 

1. Fundargerð síðasta fundar 

2. Verkefni í gangi 

3. Ný verkefni 

4. Nefndarmál 

5. Dagskrá framundan 

6. Önnur mál 

 

1. Funargerð síðasta fundar 

 

Fundargerð síðasta fundar samþykkt. 

Tillaga kemur um að seinka venjulegum fundartíma. Ákveðið að hafa hann framvegis kl 19:00 fyrsta miðvikudag mánaðar staðinn fyrir kl 18:00. 

2. Verkefni í gangi 

 

Umsóknarferlið fyrir Fyrirmyndarfélag er komið í gegn og er næst að ákveða hvenær verður haldinn viðburður til að taka á móti viðurkenningunni. Hugmynd er að hafa laugardagsreiðtúr og kaffi á eftir. 

Reiðvegamálin við Hafravatnsveginn fór í lægð yfir hátíðarnar. Þarf að vekja það aftur. Reiðveganefnd LH er líka að vinna í því máli. 

Lýsingarmálið við Flugvallarhringinn er í farvegi, komin er kostnaðaráætlun bæði frá Eflu og ON. Það er komið til bæjarins og málið rætt betur á nýju ári við bæinn. 

Fundað verður með bænum varðandi nýframkvæmdarstyrkinn og annað reiðvegafé í janúar. Þurfum að setja fram hugmyndir af nýjum reiðleiðum. 

Stjórn ætlar að fara að skoða yfirbyggða hringgerðið í Friðheimum næstu helgi. Eftir það verður tekin ákvörðun hvort við kaupum innflutta gerðið eða smíðað á staðnum út timbri. 

Sonja fór yfir málin sem hún er að vinna í þessa dagana. Má þar nefna námskeið og sýnikennslu, rukka félagsgjöldin, fara yfir reiðhallarlyklana, reikningar fyrir félagshesthúsið og halda utanum dagatal reiðhallarinnar. 

Í mars verður Meistaradeild Æskunnar í Gæðingafimi haldin í Herði. Vikuna áður þarf að loka höllinni fyrir æfingatíma. 

Verið er að mála Harðarból. 

3. Ný verkefni 

 

Hugmynd um að setja upp QR kóða við hurðina á reiðhöllinni sem fer með notanda beint inná dagatal reiðhallarinnar og hægt þá að sjá hvort að höllin sé bókuð á þeim tíma sem knapi er að mæta. 

Áhugi er fyrir að koma upp söfnunarkúlu fyrir dósir fyrir fatlaðastarfið. Sorpa er til í að láta félagið fá kúlu að kostnaðarlausu. 

Áhugi er meðal félagsmanna að fá húfur og derhúfur með félagsmerkinu og ætlar stjórn að panta þær. 

Mosfellsbær er einnig kominn með sjálfboðaliða ársins tilnefningu. Opið er fyrir tilnefningar til 9. Janúar. Sonja ætlar að setja inn auglýsingu um málið. 

Þörf er á að uppfæra heimasíðuna. Tala þarf við Kjartan sem heldur utanum heimasíðuna. Spurningin er hversu miklu við viljum eyða í nýja heimasíðu. 

4. Nefndarmál 

 

Búið er að tala við nokkra einstaklinga um að vera í Árshátíðarnefnd. Búist er við svari við fyrsta tækifæri. 

Ferðanefnd á enn eftir að manna. Erfitt reynist að finna fólk í að taka verkefnið að sér. 

Umhverfis og mannvirkjanefnd. Jón Geir, Rúnar, Siggi og Ingibjörg eru í henni. Ætla að hittast og koma henni af stað. 

5. Dagskrá framundan 

 

Kótilettukvöld verður 28.1.23. 

Dagskráin er komin inná heimasíðuna 

6. Önnur mál 

 

Hafa félagsfund. “Ertu nýr í hverfinu?” kynna reiðleiðirnar og starfið. Partur af fræðslukvöldi. Kynning á kortasjánni og áhersla á reiðleiðir. Reiðleiðakynning á svæðinu. 

Ekki var fleira rætt á fundinum. 

Fundi slitið 19:45 

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir