Stjórnarfundur 19. janúar 2022

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

miðvikudaginn 19. janúar 2022 kl. 20:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Magnús Ingi Másson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz, Ragnhildur Traustadóttir. 

Dagskrá: 

1. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kemur í spjall 

2. Sörli eignast félagshús 

3. Reiðvegmál 

4. Lóðaúthlutun og vinna 

5. Stefnumótun með vallarsvæði 

6. Kynbótaanefnd og verðlaun 

7. Félagshúsið okkar 

8. Ábendingar, ferli og viðbrögð 

9. Oddsbrekkumálið 

10. Önnur mál 

 

1. Kolbrún G. Þorsteinsdóttir kemur í spjall 

 

Kolbrún úr bæjarstjórn kom og hitti stjórnina til að kynna sér starfið hjá hestamannafélaginu og samstarf þess við bæinn. Kolbrún er í framboði til oddvitasætis fyrir Sjálfstæðisflokkinn í vor. 

2. Sörli eignast félagshús 

 

Magga hringdi í framkvæmdastjóra hestamannafélagsins Sörla til að kynna sér þeirra fyrirkomulag á félagshesthúsinu. Þau festu nýverið kaup á húsi með inniaðstöðu og sveitarfélagið kostar kaupin og kemur þannig myndarlega að starfinu hjá þeim. Þar greiða þátttakendir heldur meira en hjá okkur og það er minni virk kennsla og utanumhald. 

3. Reiðvegamál 

 

Sæmundur í reiðveganefnd tók saman mjög skýra og greinagóða skýrslu varðandi skemmdir á reiðveg eftir framkvæmdir í Ævintýragarði sem enn á eftir að laga. Skýrslan var send á bæinn og beðið um úrbætur. Þeim er lofað. 

4. Lóðaúthlutun og vinna 

 

Útboðið við lóðagerðina er í startholunum en ekki enn komin nákvæm dagsetning frá bænum. Bærinn sér alfarið um lóðaúthlutun, hestamannafélagið hefur engin afskipti eða aðkomu að úthlutun. 

5. Stefnumótun með vallarsvæði 

 

Stefnumótunin er á bið því ekki er enn búið að nást að halda félagsfund vegna Covid. En mikilvægt að halda þessari umræðu með félagsmönnum athuga áhugann á þessu verkefni og hvaða stefnu er rétt að taka til framtíðar. 

 

6. Kynbótanefnd og verðlaun 

 

Kynbótanefnd var endurvakin og ætlar hún að finna út hver á hæstdæmda kynbótahestinn árið 2021 til að geta veitt þeim viðurkenningu. 

7. Félagshúsið okkar 

 

Allir eru voða ánægðir. Sara Bjarnadóttir heldur utanum krakkana og sér um kennslu. Einhverjir hnökrar hafa verið með hesta en það hefur verið leyst. Við erum að reakst á ýmislegt sem verður væntanlega gert öðruvísi í framhaldinu. 

8. Ábendingar, ferli og viðbrögð 

 

Nýlega kom ábending um að gera stíurnar inní reiðhöll hestvænni. Þ.e. að hestarnir sem bíða í stíunum þeir þurfi ekki að standa á stein meðan þeir eru í bið. Rúnar verður settur í að setja gúmmímottur, betri hlið og aðrar hjólbörur og áhöld svo fólk geti gengið frá stíunum eftir sig. 

Sonja verður sett í að taka saman ábendingar sem koma inn og afhendi Margréti formanni fyrir stjórnarfundi. Ábendingarnar verða svo teknar fyrir á fundi og málin skoðuð og brugðist við þeim eins vel og hægt er. 

9. Oddsbrekkumálið 

 

Staðan á málinu er sú að Rúnar er kominn með teikningar um hvernig á að ganga frá skarðinu. Hann mun fara í málið strax í vor. 

Í framtíðinni munu framkvæmdir á reiðvegum vera bornar undir stjórn, sem bera þær undir bæinn og fá samþykki áður en framkvæmdir hefjast. Venjulegu viðhaldi reiðvega verður áfram sinnt eins og verið hefur. 

10. Önnur mál 

 

Jón Geir og Magnús eru að fylgjast með vökvunarkerfinu í reiðhöllinni og þarf að gera ákveðnar lagfæringar á því. Stjórnbúnaðurinn er kominn en hann er ekki kominn upp. Vantar að skipta um síur í loftræstikerfinu, það þarf að gerast á 4 mánaða fresti. 

Verkefni sem þarf að fara í sem fyrst er að finna þá staði þar sem vantar reiðvegaskilti við reiðvegi og skiltið með korti af svæðinu okkar. 

Lagt til að verði birtur listi á heimasíðunni hver á hvaða kerrustæði og símanúmer ef eitthvað kemur uppá. Það mál er í vinnslu en mikil vinna er að finna númerin hjá öllum. Einnig þarf að hugsa til framtíðar því planið undir kerrustæðið gæti farið undir ný mannvirki hjá hestamannafélaginu í framtíðinni. 

Fleira ekki rætt á fundinum 

Fundi slitið 22:10 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir