Stjórnarfundur 4. nóvember 2021

 

 Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

fimmtudaginn 4. nóvember 2021 kl. 19:30 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Ragnhildur Traustadóttir, Magnús Ingi Másson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Sonja Noack, Rúnar Sigurpálsson, Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, Einar Franz á teams 

Dagskrá: 

1. Stjórn skiptir með sér verkum 

2. Nefndir- mönnun og tengiliðir 

3. Félagshesthús 

4. Skemmtidagskrá vetrarins 

5. Formannsfundur LH og formannafundur UMSK 

6. Framkvæmdir og fjármagn 

7. Önnur mál 

 

1. Stjórn skiptir með sér verkum 

 

Ragnhildur heldur áfram sem gjaldkeri og Ingibjörg sem ritari. 

2. Nefndir – mönnun og tengiliðir 

 

Anna Lísa tengiliður inn í reiðveganefnd. 

Kynbótanefnd er Jón Geir, Rúnar Guðbrandsson og Einar Franz. 

Berghildur fer í Æskulýðsnefnd. 

Einar og Jón Geir ætla að sjá um að selja auglýsingar í reiðhöllina. 

Anna Lísa í Trek nefnd. 

Ingibjörg fer í ferðanefndina. 

Jón Geir er í mótanefnd. 

Framkvæmdar- og betiarnefnd er stjórnin. 

3. Félagshesthús 

 

Margrét og Einar fóru að skoða hesthúsið hjá Bíbí og Bjössa sem er til sölu eða leigu. Stjórn er sammála um að fara af stað með þetta í Blíðubakkahúsinu hjá Helga, erum þar með 10 pláss frátekin. Verkefnið fer af stað strax í janúar. Sonja og Aðalheiður ætla að heyra í kennurunum og hestaeigendum og undirbúa fyrir janúar. 

4. Skemmtidagskrá vetrarins 

 

Mótadagskráin er komin frá mótanefnd, á eftir að senda á LH. 

Ferðanefnd, vantar dagskrá frá þeim. 

Æskulýðsnefnd vantar dagskrá. 

Nývakin kynbótanefnd stefnir á að hafa einhverja viðburði. 

Árshátíðin verður haldin 12. mars. Þarf að endurvekja árshátíðarnefnd. 

Kótilettukvöldið verður haldið 26. febrúar. 

Dagurinn sem Fákur kemur í heimsókn, þarf að ræða við Fáksmenn um þá dagsetningu. 

 

5. Formannsfundur LH og formannafundur UMSK 

 

Margrét fór á formannafund UMSK og formannsfund LH. Skýrsla stjórnar og reikningar verða birtir á heimasíðu LH. Atriði sem voru rædd voru t.d. hver aðkoma sveitafélaga er að hestamannafélugum um landið, og voru allskonar útfærslur af því. Þolreiðin var kynnt og formenn voru settir í vinnuhópa varðandi mót. 

6. Framkvæmdir og fjármagn 

 

Vallarsvæðið: stefnum á að halda íslandsmót 2023. Komin er samantekt varðandi stærð og útfærslur frá Sigga í Hestamennt með vellinum okkar og öðrum völlum. Starfsmaður hjá Eflu sem heitir Guðni Jónsson hefur teiknað upp marga velli. Vallarnefnd fær þennan mann til að gera úttekt á vellinum okkar og hvað þarf að gera til að gera völlinn löglegann. 

Yfirbygging á hringgerði: Stálgrindarhúsið kostar 8 milljónir og er það 14m í þvermál. Annað gerðið var frá Gumma brokk og er það líka 14m í þvermál en ekki er komið verð í það. Þurfum að spyrja Þorstein Sigvalda hjá bænum hvort við þurfum að fylgja deiliskipulagi um staðsetningu gerðisins eða hvort megi setja það á annan stað nær reiðhöllinni. 

7. Önnur mál 

 

Þurfum að flikka upp á heimasíðuna og gera hana aðgengilegri og áhugaverðari. 

Sporttabler – þurfum að fá kynningarfund á því forriti, því það er að koma í stað Felix. 

Margrét ætlar að tala við Júlla hjá Hesthúshaeigendafélaginu um að yrði settir upp kassar eða kör og gafla til að taka skítinn úr hringgerðunum. Einnig væri hægt að setja upp skítagám, búa til stæði fyrir hann svo það fari lítið fyrir honum. 

Ekki var fleira rætt á fundinum 

Fundi slitið 21:10 

Fundargerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir