Stjórnarfundur 7. október 2021
- Nánar
- Skrifað þann Fimmtudagur, október 07 2021 21:40
Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar
haldinn í Harðarbóli,
fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 19:00
Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson, Ragnhildur Traustadóttir, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Rúnar Þór Guðbrandsson, Magnús Ingi Másson, Sonja Noack, Rúnar Sigurpálsson.
Dagskrá:
1. Upplýsingar af fundi með bæjarstjóra
2. Aðalfundurinn
3. Félagshesthúsið
4. Kostnaðargreining á forgangsverkum á framkvæmdarskjali
5. Kostnaðargreining á umbótum á keppnisvelli
6. Reiðhöllin
7. Reiðvegir
8. Önnur mál
1. Upplýsingar af fundi með bæjarstjóra
Margrét og Jón Geir fóru á fund með Haraldi Sverrissyni bæjarstjóra G. Lindu Udengård framkvæmdastjóra fræðslusviðs og ýmis mál voru rædd.
- Athugað var hvort væri hægt að gera samning við bæinn um að hann greiði laun eins starfsmanns hjá félaginu. En tíðkast það víst ekki hjá sveitafélaginu að borga starfsmann fyrir félagastarfsemi sem er stunduð í sveitafélaginu. Málið áfram í skoðun.
- Tillaga er frá sveitafélaginu (og verður sett fyrir öll félög innan sveitafélagsins) að framlengja núgildandi samning um eitt ár.
- Bærinn var jákvæður fyrir því að koma upp lýsingu á flugvallarhringnum. Verður því máli fylgt eftir.
- Óskað var eftir því að samningurinn fyrir reiðvegaféð verði til nokkurra ára í senn, ekki eitt ár í einu. Féð myndi þá nýtast til stærri verkefna.
- Stjórn óskaði eftir að sjá nýja deiliskipulagið og hvenær úthlutun lóða á svæðinu fari fram. Beðið er eftir svari með það. Bærinn er búinn að sýna velvild fyrir því að þegar Sorpa fer af svæðinu verði það land nýtt undir hesthús. Áframhaldandi stækkun á hverfinu, og hvaða land verður notað undir það, verður skoðað betur í næsta áfanga.
- Varðandi samliggjandi reiðveg við göngu- og hjólreiðstígs, komu upp hugmyndir að setja hindranir á malbikaða stíginn til að hægja á hjólandi umferð. En hugmyndin að færa reiðveginn niður að fjörunni er enn til staðar til þess að forðast þennan árekstur.
- Stjórnin lét vita að félagið hafi áhuga á að halda Íslandsmót barna- og unglinga árið 2023. Einhver spurningarmerki voru með hversu mikið styrk við fengjum fyrir mótið, en það verður skoðað betur síðar.
2. Aðalfundurinn
Það sem þarf að gera fyrir fundinn er að sjá hvejir eru að klára tímabilið sitt í stjórn, hverjir af þeim ganga út, hverjir gefa kost á sér áfram og hverjir vilja koma inn í stjórn. Ragga sér um veitingar fyrir fundinn.
Sonja sér um að fá skýrslurnar frá nefndunum. Þarf að skoða gjaldskránna og hvort að verði gerðar einhverjar breytingar. Fá skoðunarmenn fyrir reikninga og fundarstjóra. Sigurður í Flekkudal hefur verið fundarstjóri síðustu ár og verður talað við hann, ásamt Þresti Karlssyni og Sveinbjörgu Ólafsdóttur sem skoðunarmönnum reikninga. Búið er að bóka salinn.
Nefndarkvöld verður svo haldið 12. nóvember fyrir alla nefndarmeðlimi og aðra sjálfboðaliða sem hafa aðstoðað við mótarhald og önnur verk á síðastliðna tímabili.
3. Félagshesthúsið
Bærinn er ekki að sýna nógu mikinn áhuga á að styrka verkefnið. Enn er félagið með frátekin pláss í Blíðubakkahúsinu og enn inní myndinni að hefja verkefnið um næstkomandi áramót.
Hugmynd kom upp um að athuga hvað kostar að reisa stálgrindarhús við reiðhöllina sem yrði notað sem félagshesthús.
4. Kostnaðargreining á forgangsverkum á framkvæmdarskjali
Þau verkefni sem eru í forgangi núna er að koma lýsingu á Tungubakkahringinn og laga lýsinguna á Blikastaðarnesinu. Reisa nýja yfirbyggða lónseringartunnu. Þarf að kostnaðargreina þessi tvö verk.
Spurning um að gera sér famkvæmdarskjal fyrir Harðarból.
5. Kostnaðargreining á umbótum á keppnisvelli
Nauðsynlegt er að gera kostnaðargreiningu á betrumbætur á vellinum. Anna Lísa ætlar að tala við Rúnar Braga um þessi plön okkar og biðja hann um að gera kostnaðargreiningu fyrir félagið. Áætlað er að byrja á vellinum haustið 2022.
6. Reiðhöllin
Kennslu og æfingardótið sem pantað var kemur í byrjun nóvember. Hugmynd er að fá gám við reiðhöllina þar sem hægt er að geyma ýmist dót og efni sem gæti verið nothæft. Þarf að setja upp nýjan kaðal yfir miðjuna. Furuflísin er komin og á bara eftir að dreifa úr henni. Vökvunarkerfið er ekki enn orðið gott og er enn verið að býða eftir hlutum í það. Í kjölfarið þarf stillingin á því að vera í lagi svo það virki sem best að fylgjast með að gólfið dreni sig almennilega.
7. Reiðvegir
Verður farið í það í haust að laga þann kafla á Tungubakkahringnum sem liggur með fótboltavellinum því hann er orðinn ansi harður. Mikið hefur borið á að sé verið að keyra hringinn og þarf að setja upp skilti á áberandi stöðum þar sem bannar vélknúin ökutæki.
8. Önnur mál
UMSK sem Hörður er aðili að verður 100 ára á næsta ári og ætlar að halda upp á það með allskyns virðburðum hingað og þangað um sitt svæði. Áhugi er fyrir því að hestamannafélagið taki þátt í því.
Mikill áhugi er fyrir því að fá sýnikennslu á svæðinu og þarf að leggjast yfir það hvern við viljum fá og hvenær.
Fleira var ekki rætt á fundinum
Fundi slitið 21:00
Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir