Stjórnarfundur 31. ágúst 2021

Stjórnarfundur Hestamannafélagsins Harðar 

haldinn í Harðarbóli, 

þriðjudaginn 31. ágúst 2021 kl. 18:00 

Mætt: Margrét Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir, Einar Guðbjörnsson, Jón Geir Sigurbjörnsson, Ragnhildur Traustadóttir, Rúnar Sigurpálsson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Sonja Noack. Aðalheiður Halldórsdóttir á fjarfundi. 

Dagskrá: 

1. Framkvæmdir sumarsins 

2. Félagshesthús 

3. Starfið í vetur 

4. Lóðamál 

5. Félagsheimilið 

6. Framkvæmdaráætlun 

 

1. Framkvæmdir sumarsins 

Samantekt frá Sonju: Í félaginu eru skráðir 618 félagar. Þar af eru 188 á aldrinum 0-17 ára, 43 eru á aldrinum 18-21, 388 á aldrinum 22-69 og 69 félagar á aldrinum 70+. Búið er að opna Instagram síðu í nafni félagsins og væri sniðugt að hvetja fólk til að tagga myndir sem tengjast hestamennsku félagsmanna. Farið var yfir námskeið og vetrarstarf síðastliðins vetur. Auglýst var eftir reiðkennara fyrir vetur og hafa umsóknir verið að berast inn. Stundatafla vetrarins er í vinnslu og verður lokahöndin sett á hana þegar öll námskeið og kennarar eru komnir inn. 

Samantekt frá Rúnari: Félagið fékk hóp af ungmennum í vinnu í sumar sem Rúnar stjórnaði. Ýmislegt var gert í umhirðu félagssvæðisins ásamt því að grjóthreinsa reiðvegi í nærumhverfi hestamanna. Viðgerðir á ræsi við golfvöllinn inn í dal og annað sem liggur í gegnum Skammadalsreiðveginn. Borið var í reiðveginn í Skammdal og brekkuna upp frá Stekkjarflöt. Framkvæmdir eru í gangi í Oddsbrekkum og að Varmadal. Er á dagskránni að laga reiðveginn frá Varmadal að hringtorginu á Vesturlandsvegi við iðnaðarhverfið. 

Verktaki kemur á morgunn að skafa furuflísina og gólfið svo losað upp. Verið er að gera upp herfinn til að hann virki betur til að losa gólfið. Síðasta vetur var athugað að kaupa herfi en ákveðið var að fá verktaka og prófa hvort tækið virki almennilega. Magnús Ingi ætlar að athuga með verktaka sem á græju sem hentar. 

 

2. Félagshesthús 

Sonja er búin að setja saman ramma utanum verkefnið. Ekki hefur tekist að finna hús undir starfsemina en búið er að taka frá 8-10 pláss í Blíðubakkahúsinu til leigu næstkomandi vetur. Fara verður með kostnaðaráætlun fyrir veturinn til bæjarins og athuga hvað hægt er að fá mikinn styrk í verkefnið. Félagið kemur einnig til móts við unga fólkið í félagshesthúsinu. Stefnan er tekin á að byrja í október.

 

3. Starfið í vetur 

Aðalfundur verður haldinn 27. október og verður boðað til fundarins 13. október. 

 

4. Lóðamál 

Rúnar, Anna Lísa og Magga halda áfram með það verkefni. Bærinn sér um að úthluta lóðunum. Þarf að hafa samband við skipulagsfulltrúa og ýta á eftir því. 

 

5. Félagsheimilið 

Nóg er að gera í starfsemi félagsheimilisins og húsið mikið bókað. 

 

6. Framkvæmdaráætlun  

Var send á stjórnina. Verður farið yfir hana á vinnufundi. 

 

Ekki var fleira rætt á fundinum 

Fundi slitið 19:55 

Fundagerð ritaði Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir